Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Side 26

Skessuhorn - 18.01.2017, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 201726 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, körfu- knattleikskona í Skallagrími og lands- liðskona, var á laugardaginn kjörin Íþróttamaður Borgarfjarðar 2016. Athöfnin fór fram í félagsheimilinu Lyngbrekku og var það Ungmenna- samband Borgarfjarðar sem stóð að henni. Í öðru sæti í valinu á Íþrótta- manni Borgarfjarðar var Helgi Guð- jónsson knattspyrnumaður úr Reyk- holti og leikmaður með Fram. Þriðju urðu dansararnir Daði Freyr Guð- jónsson frá Kleppjárnsreykjum og dansdama hans Marta Carrasco. Í fjórða sæti var Flosi Ólafsson knapi og hestaíþróttamaður frá Breiða- bólsstað og í fimmta sæti Konráð Axel Gylfason knapi og hestaíþrótta- maður frá Sturlu-Reykjum. Viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar hlaut að þessu sinni Marinó Þór Pál- masson. Landsliðsfólk Sérstök verðlaun voru veitt þeim sem tóku þátt í landsliðum í sínum íþróttagreinum á árinu. Það voru: Bjarki Pétursson landsliðið í golfi, Birgitta Dröfn Björnsdóttir lands- lið 14-15 ára ungmenna í dansi, Daði Freyr Guðjónsson landsliðinu í dansi, Eyjólfur Ásberg Halldórsson, landsliði U18 í körfuknattleik, Harpa Hilmisdóttir, landsliðinu í badmin- ton, Heiðar Árni Baldursson lands- liðismaður í bridge, Helgi Guðjóns- son landsliði U-17 knattspyrnu, Jó- hanna Björk Sveinsdóttir, landsliðinu í körfuknattleik, Konráð Axel Gylfa- son, landsliði hestamanna, Logi Sig- urðsson landsliðsmaður í bridge, Ragnheiður Benónýsdóttir, lands- liðinu í körfuknattleik, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, landsliði í körfuknatt- leik og Sigurður Aron Þorsteinsson landsliði U15 í körfuknattleik. Eftirtaldir voru tilnefndir og birt- ast nöfn þeirra í stafrófsröð: Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans Birgitta Dröfn byrjaði að æfa dans 6 ára gömul með DÍB og hefur allt- af sótt æfningar af kappi og dugn- aði. Hún dansar nú við Daníel Sverri Guðbjörnsson hjá dansfélagi Bílds- höfða í Reykjavík og leggur hún mikið á sig til að komast á æfingar 4-5 sinnum í viku í Reykjavík. Birg- itta keppir í meistaraflokki unglinga og náði hún með dansfélaga sínum mjög góðum árangri í þeim mótum sem þau kepptu á innanlands, auk þess sem þau fóru á heimsmeistara- mótið í Rúmeníu og landaliðakeppni í Blackpool þar sem þau stóðu sig mjög vel. Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans Daði og Marta hafa dansað saman síðan í febrúar 2015 og æfa nú hjá Dansfélaginu Hvönn. Þau berjast nú í toppsætunum á efsta getustigi í full- orðinsflokki á Íslandi. Þau voru í A- Landsliði fullorðinna á árinu, sóttu landsliðsæfingar og kepptu fyrir Ís- lands hönd á Evrópumeistaramóti í latín dönsum á Ítalíu og Heims- meistaramóti í latín dönsum í Kína. Þau hafa keppt á fjölmörgum mót- um innanlands, unnið til fjölmargra verðlauna og nú í nóvember sl. kepptu þau á opnu heimsmeistara- móti í 10-dönsum í Austurríki þar sem þau enduðu í 8. sæti, en það er besti árangur sem íslenskt par hefur náð á því móti. Flosi Ólafsson fyrir hestaíþróttir Flosi hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. Hann gekk í Hestamannafélagið Faxa 1998 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda móta undir merkjum félagsins. Flosi keppti á úrtökumóti fyrir LM og hafnaði í öðru sæti sem veitti honum keppnis- rétt á Landsmóti hestamanna. Hann hafnaði í fyrsta sæti í T2 á Reykja- víkurmóti auk þess sem hann þjálf- aði og sýndi efsta 5 vetra stóðhest á LM en hann er úr eigin ræktun og er það einstakur árangur hjá svo ung- um knapa. Guðmunda Ólöf Jónasdóttir (Mumma Lóa) fyrir sund Mumma Lóa hefur alla tíð verið við- loðandi sundíþróttina. Hún æfði sund og keppti sem unglingur á Ísa- firði og þegar sundlaug var opn- uð á Bolungarvík 1977 hafði hún forgöngu um stofnun sunddeildar UMFB. Árið 2011 var hún svo sæmd gullmerki Sundsambands Íslands. Á árinu 2016 tók Mumma Lóa þátt í opna Íslandsmótinu í garpasundi þar sem hún sló í gegn og setti fjögur Ís- landsmet í sínum aldursflokki. Hún hélt þessu áfram á evrópumóti garpa í London þar sem hún stórbætti eldri Íslandsmet í 100 m skriðsundi um tæpar 25 sekúndur og í 50 m skrið- sundi um rúmar 10 sekúndur. Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson fyrir bridge Fyrir um fjórum árum fóru þeir fé- lagar á námskeið í bridge og hafa þeir í framhaldinu spilað og keppt fyr- ir Bridgefélag Borgarfjarðar en jafn- framt verið undir handleiðslu þjálf- ara í Reykjavík. Heiðar og Logi urðu í 3. sæti á Opna Borgarfjarðarmótinu í tvímenningi, þeir sigruðu Davíðs- mótið sem haldið var í Dalabyggð síðastliðið vor og í júlí sl. kepptu þeir fyrir Íslands hönd með góðum árangri, í flokki 21 til 25 ára, á 13. European Youth Pairs Champion- ships sem haldið var í Lettlandi. Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu Helgi er mjög fjölhæfur íþróttamað- ur sem byrjaði að æfa hjá Ungmenna- félagi Reykdæla þegar hann var 5 ára og hefur verið í stöðugri framför síð- an, en fram til ársins 2016 setti hann m.a. 59 Borgarfjarðarmet í sundi og frjálsum íþróttum. Helgi æfði og spilaði með meistaraflokki Fram í knattspyrnu árið 2016. Hann spilaði 12 leiki með liðinu á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni auk fjölmargra æfingaleikja. Í þessum leikjum skor- aði hann 5 mörk fyrir meistarflokk. Helgi var markahæstur með 2. flokki í Reykjavíkurmótinu 2016 og í síð- ustu 5 leikjum hjá 2. Flokki hefur hann skorað 10 mörk. Hann var val- inn í U-17 landsliðið sem spilaði í milliriðli á EM í Frakklandi, þar sem liðið var aðeins hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en Helgi var eini leikmaðurinn sem skoraði fyrir Ísland í þessari ferð. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir fyrir badminton Inga Rósa byrjaði að æfa badminton 6 ára og hefur alla tíð æft og keppt með Umf. Skallagrími, en auk þess hefur hún sótt æfingar á Akranes. Hún varð Íslandsmeistari unglinga í tvenndarleik með Brynjari Má Ell- ertssyni ÍA og Íslandsmeistari ung- linga í tvíliðaleik með Andreu Nils- dóttur TBR. Inga Rósa keppti á fjöl- mörgum mótum innanlands þar sem hún var yfirleitt á verðlaunapalli auk þess sem hún tók þátt á sterku al- þjóðlegu móti í danmörk usl. haust þar sem hún stóð sig mjög vel. Inga Rósa er í topp 5 í flestum greinum á styrkleikalista Badmintonsambands- ins bæði í U17 og B-flokki. Konráð Axel Gylfason fyrir hestaíþróttir Konráð Axel var valinn til að taka þátt í Norðurlandamóti í hestaíþróttum fyrir Íslands hönd, þar sem hann náði ágætis árangri og var m.a. í 6. sæti í 250 m skeiði, 8. sæti í fimmgangi og 9. sæti í 100 m skeiði. Hann keppti einnig á fjölmörgum mótum innan- lands með mjög góðum árangri, þar sem hann m.a. sigraði framhalds- skólamótið í hestaíþróttum, Sleipn- ismótið á Selfossi í fimmgangi og úr- tökumót fyrir Landsmót hestamanna í ungmennaflokki. Hann var svo í 3. sæti í fimmgangi bæði á Reykjavík- urmótinu og Íslandsmeistaramótinu í hestaíþróttum. Máni Hilmarsson fyrir hestaíþróttir Máni Hilmarsson hefur verið félagi í Hmf. Skugga í Borgarnesi frá barn- æsku og verið tengdur hestamennsku og hestum allt sitt líf. Máni hefur, frá því hann byrjaði að keppa í barna- flokki, strax og hann hafði aldur til, tekið stórstígum framförum í íþrótt sinni. Hann hefur hin seinni ár ver- ið með mikið úrval keppnishrossa og verið duglegur að taka þátt í keppn- um og oftast með góðum árangri, oftar en ekki í verðlaunasæti í við- komandi grein. Hámarki ferils síns til þessa náði hann sl. sumar á Íslands- móti yngri flokka er hann varð Ís- landsmeistari í 5-gangi í ungmenna- flokki en þar var keppt hart um hverja einustu kommu. Staða Mána á lands- vísu er mjög sterk, en hann er nú í fremstu röð keppnismanna í 5-gangi ungmennaflokks. Ríta Rún Kristjánsdóttir fyrir skotfimi Ríta Rún hefur stundað æfingar með SkotVest frá því hún hafði aldur til og hefur sýnt mikla hæfileika og framför á þeim stutta tíma sem hún hefur æft og er hún mikið efni í af- rekskonu í skotíþróttinni. Helstu af- rek Rítu á árinu 2016 eru þau að hún vann báðar keppnisgreinar sem skot- félagið stóð fyrir á Unglingalands- móti UMFÍ, sem haldið var í Borg- arnesi um sl. verslunarmannahelgi. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir körfuknattleik Sigrún byrjaði ung að æfa körfu- knattleik með Skallagrími í Borgar- nesi. Þegar í framhaldsskóla var kom- ið flutti hún sig um set og lék með Haukum í Hafnarfirði og hefur síð- an leikið með KR, Hamri, Grindavík og erlendum liðum en er nú komin heim í sitt uppeldisfélag Skallagrím. Sigrún er lykilleikmaður úrvalsdeid- arliðs Skallagríms í körfuknattleik, liðið er í toppbaráttu og leiðir Sigrún liðið af miklum krafti og metnaði. Hún er drífandi liðsfélagi sem legg- ur allt í leikinn, æfir af miklum krafti og það skilar sér í þeim árangri sem raun ber vitni. Sigrún er með hæsta framlag íslenskra leikmanna í öllum tölfræðiþáttum úrvalsdeildar kvenna sem KKÍ skráir á tímabilinu. Sigrún var í desember sl. valinn í 5 manna úrvalslið Dominosdeildar kvenna þegar fyrri hluti keppnistímabilsins var gerður upp. Sigrún er einnig lyk- illeikmaður í landsliði Íslands og ber þar hæst stórleikur hennar í Laugar- dalshöll í sigri liðsins gegn Portúgal í Evrópukeppni landsliða þar sem Sig- rún var besti leikmaður vallarins og stigahæst í íslenska landsliðinu. Sigursteinn Ásgeirsson fyrir frjálsar íþróttir Sigursteinn hóf snemma að æfa frjáls- íþróttir á sumrin með Ungmenna- félagi Stafholtstungna, en hann hef- ur síðan þá æft með félaginu, Frjáls- íþróttafélagi Borgarfjarðar og sótt æfingar á vegum SamVest samstarfs- hópsins. Sigursteinn keppti á mörg- um mótum innanlands á árinu þar sem hann var yfirleitt á verðlauna- palli. Hápunkturinn á árinu var þó líklega sigurganga hans á Meistara- móti Íslands 15-22 ára, en þar gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í öll- um kastgreinum mótsins; kúluvarpi, spjótkasti, sleggjukasti og kringlu- kasti, og fór því heim með fjóra Ís- landsmeistara titla og stimplaði sig rækilega inn sem einn efnilegasti kastari landsins. Sölvi G. Gylfason fyrir knattspyrnu Sölvi hóf knattspyrnuferil sinn með yngri flokkum Skallagríms og var fljótt meðal efnilegustu leikmanna félagsins og lék fyrst með meistara- flokki félagsins 17 ára gamall árið 2005. Hann hefur síðan leikið með ÍA á Akranesi og BÍ í 1. deild. Hann hefur leikið með Skallagrími síð- an 2014 og er lykilmaður í meistara- flokki Skallagríms sem undanfarin tvö ár hefur verið hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar og sumarið 2016 var liðið í baráttu um sæti í úrslitum allt fram í síðustu umferðir. Sölvi er tvímæla- laust meðal betri leikmanna 4. deild- ar og eftir að hafa spilað með ágæt- um árangri í næstu efstu deild, hefur hann valið að snúa aftur í Skallagrím og vera þátttakandi í því uppbygging- arstarfi sem framundan er bæði sem leikmaður meistaraflokks og þjálfari yngir flokka félagsins. mm/ Ljósm. pb. Sigrún Sjöfn er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2016 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Íþróttamaður, Borgarfjarðar 2016. Líkt og hefð er fyrir, um leið og kjör íþróttamanns Borgarfjarðar fer fram, þá er efnilegur íþróttamaður sem hlýtur viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíð- kvist Kristmarssonar. Að þessu sinni var það Marinó Þór Pálmasson körfuknattleiks- maður sem hlaut þá viðurkenningu. Hér er hann ásamt fjölskyldu Auðuns heitins. Þessir flottu krakkar hlutu viðurkenningar fyrir mestu framfarir í sundi, körfu og og fótbolta hjá Ungmennafélagi Reykdæla. Íþróttamaður UMF Reykdæla árið 2016 var Rúnar Bergþórsson, í öðru sæti Benjamín Karl Styrmisson og í þriðja Bjartmar Unnarsson. Helgi Guðjónsson varð annar í kjöri íþróttamanns Borgar- fjarðar. Mestu framarir í sundi sýndu Kristín Karlsdóttir í aldrinum 11 ára og yngri og Alexandra Sif Svavarsdóttir 12 -16 ára. Mestar framfarir í fótbolta sýndu Ólafur Auðunn Sigvaldason í aldrinum 11 ára og yngri og Jón Björn Blöndal í flokki 12 - 16 ára. Mestu framfarir í körfubolta sýndu Lisbeth Inga Kristófersdóttir á aldrinum 11 ára og yngri og Bjartmar Unnarsson af 12 - 16 ára ungmennum. Þeir sem tilnefndir voru í kjörinu um íþróttamann Borgarfjarðar eða fulltrúar þeirra.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.