Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Side 28

Skessuhorn - 18.01.2017, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Dáleiðsla Hætta að reykja, betri svefn, léttast/þyngjast, og láta sér líða betur á margan annan máta. Ingibjörg Bernhöft hjúkrunarfr. og dáleiðslufræðingur Almennar bílaviðgerðir Rúðuskipti Smurþjónusta Stjörnuviðgerðir á framrúðu Dekkjaskipti og viðgerðir Tölvulestur Sólvellir 5 – Grundarfjörður – s: 438-6933 – kbbilav@simnet.is Opnunartími 8-12 og 13-17 – Verið velkomin Undanfarna daga hefur dásam- leg vetrarblíða ríkt hérna á Skag- anum. Góða veðrið léttir lundina í skammdeginu og útivera ennþá meira. Ég pakka smá nesti og heitu kakói í tösku, dúða litla stubbinn minn í útigallann sinn og lambhús- hettu (afhverju heitir það eiginlega lambhúshetta?) og eldri börnin mín klæða sig vel og svo skundum við út á ungbarnarólóinn sem er þarna á milli Brekkubrautar og Heiðar- brautar. Dóttir mín kallar þennan róló Bangsaróló, en ég man ekki eft- ir því að hann hafi heitið neitt þegar ég þvældist hérna um með vinkon- um mínum í gamla daga. Ég veit líka að tengdamamma mín lék sér mikið á þessum róló sem barn. Hann hef- ur einhvern veginn alltaf verið hérna en samt ekki svo margir sem vita af honum. Ég fæ mér sæti þarna við eitt af yfirbyggðu útiborðunum á meðan krakkarnir mínir leika við litla bróð- ur sinn. Þau eru í búðarleik í litríkum litlum kofum sem standa þarna hlið við hlið. „Hver vill kom‘og kaupa, þrjá litla lauka?!“ Litli bleyjuboss- inn minn staulast þarna um á boms- unum sínum og reynir að halda í við systkini sín, en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann detti og slasi sig á litla kollinum sínum því það er mjúkt undirlag hérna á öllum leik- vellinum, ekki möl eða steypa eins og á flestum öðrum leikvöllum. Ég þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af því að hann stingi af ef ég lít niður í bókina mína, því ungbarnarólóinn er girtur af, maður þarf bara að passa að loka hliðinu á eftir sér. Eldri sonur minn fer eina sallýb- unu á hnjánum niður litlu renni- brautina við mikinn fögnuð litla bróður. Litli bróðir er enn pínulít- ið smeykur að fara sjálfur í renni- brautina þó hún sé lítil. Því næst fara bræðurnir rúnt á brunabílnum og kalla „babú, babú!“ og bruna syst- ur sinni til bjargar sem hrópar eftir hjálp úr rennibrautinni. Björgunar- aðgerðirnar eru ekkert síður spenn- andi þó svo að bíllinn standi þarna grafkyrr, trénaður á sínum stað. Þau eldri leiða svo þann minnsta á milli sín að rólunum og svo troða syst- kinin sér öll í kóngulóarróluna og hlægja kát upp í himininn á meðan rólan sveiflast fram og aftur. Innan stundar koma þau öll sælleg með rauða nebba og kinnar og fá sér heitt kakó til að hlýja sér og drífa sig svo aftur að leika. Ánægjutilfinn- ing fer um mig þar sem ég sit þarna með kakóbollann minn og hlátur barnanna minna bergmálar í köldu, kyrru loftinu. Lífið gæti ekki verið betra! Þetta er afskaplega notaleg- ur róló, þarna í góðu skjóli inn á milli húsanna og alveg passlega stór þannig að maður hefur góða yfirsýn yfir allt svæðið. Hér eru líka ótrú- lega skemmtileg og sniðug leiktæki sem henta mjög vel fyrir ponsu- litla orkubolta sem eru að taka sín fyrstu skref í því að kanna heim- inn af eigin rammleik. Það er afar hentugt fyrir okkur vinkonur mín- ar að hittast hérna með krílin okk- ar, þau skemmta sér konunglega við að eyða orkunni sinni á meðan við fáum dágóðan skammt af spjalli og samveru. Þetta er líka alveg full- komin aðstaða fyrir dagforeldrana sem eru hérna í kring, því hér eru þeir á öruggu svæði og geta leyft sér að sleppa börnunum á kreik þó þeir séu kannski bara einir með 4-5 börn í einu. Mikið erum við Skagamenn heppnir með þessa frábæru aðstöðu! Ég hugsa að þetta sé flottasti ung- barnaróló á öllu landinu! Nei. Grín! Það er enginn ung- barnaróló á Akranesi. Á Bangsaróló er ekkert nema þúfótt, óslegið gras, niðurníddar rólur og körfuboltak- arfa. En maður getur látið sig dreyma. Tinna Steindórsdóttir Pennagrein Besti ungbarnaróló á landinu Rannsóknasetur verslunarinnar tek- ur saman ýmsar gagnlegar upplýs- ingar um þróun verslunar í landinu. Þar kemur fram að í takti við aukinn kaupmátt og vöxt í einkaneyslu jókst verslun í desember eins og við hafði verið búist. Neyslumynstrið í jóla- versluninni hefur samt breyst nokk- uð og fer hún nú fyrr af stað en áður. Þannig var hærra hlutfall jólaversl- unar sem fór fram í nóvember en áður hefur sést. „Líklega hefur Black Friday og aðrir söluhvetjandi við- burðir í nóvember áhrif á þessa þró- un,“ segir í skýrslu RV. Töluverður munur var á veltu hinna ýmsu teg- unda verslunar á milli vöruflokka í desember á nafnverði í samanburði við desember árið áður. Þannig varð 1,7% samdráttur í veltu fataverslana og 2,8% samdráttur í skóverslun. Á sama tíma jókst velta í húsgögn- um um 31,9%, velta stórra raftækja jókst um 12,6% og í byggingavöru- verslunum var aukningin 21,8%. Veltuaukning í dagvöru í desember var hófsamari, eða 3,6%. Verðlækkun hefur orðið í flestum vöruflokkum. Þannig lækkaði verð á dagvöru um 0,7% frá desember árinu áður, verð á fötum var 5,9% lægra, 2,2% verðlækkun var á skóm og húsgögn lækkuðu um 1,2%. Þeg- ar leiðrétt hefur verið fyrir þessum verðbreytingum sjást raunbreyting- ar í veltu. Þannig jókst sala á fötum að raunvirði um 4,5% og velta svo- kallaðra brúnna raftækja (sjónvörp og minni raftæki) um 22,5%. Sam- kvæmt verðmælingum Hagstofunn- ar hefur verð á snjallsímum lækkað um 9,3% á einu ári. Sala snjallsíma í desember var að raunvirði 10% meiri en fyrir ári. Í desember jókst fjöldi þeirra pakkasendinga sem Íslandspóstur sá um dreifingu á frá útlöndum og ætla má að sé vegna netverslunar, um 64% frá sama mánuði árið áður. Í nóvember og desember samanlagt nam þessi ársaukning pakkasend- inga 61%. Mest aukning sendinga var frá Kína og öðrum Asíulöndum. „Þannig má ætla að Íslendingar hafi gert töluvert af jólainnkaupunum erlendis fyrir jólin. Bæði gegnum erlendar netverslanir og auk þess var mikil aukning í ferðir til útlanda síðustu tvo mánuði ársins. Brott- farir Íslendinga til útlanda gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sam- kvæmt talningu Ferðamálastofu, voru alls 86.424 (um 26% þjóðar- innar) í nóvember og desember, sem er 26% aukning í fjölda farþega frá sömu mánuðum árið áður. Á móti aukinni verslun Íslend- inga erlendis kemur mikill vöxtur í verslun erlendra ferðamanna hér á landi. Í desember greiddu erlend- ir ferðamenn með greiðslukortum sínum í íslenskum verslunum fyrir liðlega tvo milljarða króna. Það er fjórðungsaukning frá desember árið áður. Stærstur hluti erlendrar korta- veltu í verslunum í desember var til kaupa á dagvöru, eða 467 milljónir króna. mm Jólaverslun fór fyrr af stað en áður Á fimmtudaginn í liðinni viku var haldinn fyrirlestur um nýtt fjalla- björgunarkerfi sem björgunar- sveitin Lífsbjörg er að taka í notk- un. Kerfið er kallað deilt álag (e. shared load kerfi). Það er mun einfaldara en fyrra kerfi og spar- ar tíma í uppsetningu, sparar tíma og getur bjargað mannslífum. Vel var mætt af björgunarsveitarfólki á fyrirlesturinn. Á laugardaginn var svo haldin stór æfing þar sem kerf- ið var æft. Gekk æfingin vel og eru menn sammála um að þetta muni koma að góðum notum við björg- unarstörf. þa Fræðast um nýtt fjallabjörgunarkerfi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.