Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20174
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Glistrup og Jón
Í sjónvarpinu um helgina var sýnd athyglisverð kvikmynd sem byggð er
á sönnum viðburðum og broti úr lífi tveggja þekktustu kaupsýslumanna
Danmerkur á tuttugustu öldinni. Skrautlegur Simon Spies rak ferðaskrif-
stofu en hafði sér til aðstoðar hinn sérstaka ráðgjafa, Mogens Glistrup.
Meðan Spies sukkaði allsvakalega í nokkur ár og baðaði sig í peningum
líkt og Jóakim Aðalönd lét hann Glistrup um að reka fyrirtækið. Glist-
rup fann leið til að koma í veg fyrir að fyrirtækið greiddi skatta til hins
opinbera með skattafléttum, krosseignatengslum og endalausum dóttur-
fyrirtækjum, ekki ósvipuð hegðun nokkurra Íslendinga okkur nær í tíma.
Glistrup leit þannig á málin að það að greiða skatta væri illa farið með fé.
Að endingu var hann þó gómaður af yfirvöldum og dæmdur fyrir stórfelld
skattsvik. Reyndar varð hann síðar á lífsleiðinni stjórnmálamaður, stofnaði
eigin flokk og náði stundarvinsældum meðal dönsku þjóðarinnar þar sem
margir aðhilltust sparnað í ríkisrekstri sem þýddi jú lægri skatta. Þegar á
þing var komið reyndist Glistrup hins vegar of ruglaður til að hans pólitík
fengi áfram hljómgrunn.
Hér á landi ætla ráðamenn ekki að sitja aðgerðalausir, en fara þó aðrar
leiðir en danski stallbróðir þeirra. Jón Gunnarsson nýr samgönguráðherra
kynnti til dæmis um liðna helgi róttækar tillögur sem hann hefur nú til
skoðunar í ráðuneyti sínu um uppbyggingu stofnvegakerfis allra leiða til
og frá höfuðborginni. Vegir á Reykjanes, Suðurland og Vesturland skulu
byggðir upp með hraði; tvöfaldaðir, önnur göng boruð undir fjörð, Sunda-
braut gerð í snarhasti og bara allt! Þetta telur ráðherrann lítið mál því nú
skulu vegfarendur borga með beinum veggjöldum. Jón fer þannig þveröf-
uga leið og Mogens Glistrup þarna um árið, ætlar að auka skatta, í stað þess
að lækka þá eins og Sjálfstæðismenn hér á landi lofuðu reyndar fyrir kosn-
ingar í haust. En það var í haust!
Viðbrögð fólks við þessum tíðindum voru nokkuð fyrirsjáanleg. Ekki
bætti úr skák að ráðherra valdi að kynna málið fyrst opinberlega án þess að
vera undirbúinn að geta svarað öllum þeim spurningum sem fyrirsjáanlega
myndu dynja á honum. Fljótlega rak hann því í vörðurnar þegar spurt var
um útfærslur, tíma sem verkin áttu að taka, kostnað og önnur svona prakt-
ísk atriði. Þar með lét hann andstæðinga málsins finna óteljandi höggstaði
á hugmyndum sínum. Ég er ekki í minnsta vafa um að þarna hefði þurft
góðan undirbúning, kynningu í ríkisstjórn og nánari útfærslu til að fá ekki
þorra þjóðarinnar upp á móti málinu strax á fyrsta degi. Það er sorglegt því
hugmyndin sem slík er góðra gjalda verð, alla vega umræðunnar virði.
Rök andstæðinga þessa máls eru harla sterk. Þau eru einkum að nú þegar
er ríkissjóður með tekjustofna sem ættu að duga og vel það til að byggja
upp íslenska þjóðvegakerfið til að það annaði þeirri umferð sem um það
fer. Innheimt eru olíugjöld, bifreiðagjöld, þungaskattur, innflutningstoll-
ar, virðisaukaskattur og vafalaust er ég einhverju að gleyma. Mér finnst ég
hafa heyrt að tekjur hins opinbera af ökutækjum og umferð hafi verið um
70 milljarðar króna á síðasta ári. Fyrir þann pening mætti reka Vegagerðina
og byggja á ógnarhraða upp nothæfa vegi hér á landi. En það er eingöngu
EF þeir tekjustofnar sem til staðar eru færu ekki í eitthvað allt annað eins
og raunin er. Ég skil því vel þegar íslenskir bifreiðaeigendur reka upp kvein
þegar minnst er á enn frekari skattheimtu. Þeir vita sem er að tekjustofnar
ríkissjóðs af umferð eru miklu meiri en útgjöldin til vegamála. Af þeim sök-
um vilja þeir ekki heyra á það minnst að leggja eigi beina vegatolla á allar
helstu stofnleiðir. Af hverju? Jú, þeir treysta því ekki að þeir peningar muni
skila sér í vegakerfið. Lái þeim hvers sem vill. Fólki líður nefnilega eins
og þeim sem kusu Mogens Glistrup hér um árið og töldu hag sínum best
borgið með að borga enga skatta af því þeir færu hvort sem er í einhverja
botnlausa opinbera hýt.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Félag fasteignasala á Íslandi er
innan sameiginlegra samtaka fast-
eignasala á Norðurlöndum (NEU)
en samtökin mynd félög fast-
eignasala á öllum Norðurlöndun-
um, alls um 17.000 fasteignasalar.
Samstarf félaganna grundvallast á
sameiginlegum gildum og hags-
munum þjóðanna. Nú upplifa fast-
eignasalar á öllum Norðurlönd-
unum óheppilegar verðhækkanir
og þróun á hluta fasteignamark-
aðar í öllum löndunum. Ástæðuna
segja þeir að stærstum hluta mis-
vægi milli framboðs og eftirspurn-
ar á svæðum þar sem þrýstingur er
mikill og hætta er því á ofhitnun
markaða.
Samtök fasteignasala á Norður-
löndum vilja af þessu tilefni koma
á framfæri nokkrum sjónarmið-
um vegna fasteignamarkaðarins
á Norðurlöndunum. „Við höfum
áhyggjur að misvægi framboðs og
eftirspurnar aukist á svæðum þar
sem þrýsingur er. Fasteignamark-
aðurinn stýrist stöðugt meira af
fólksfjölgun og meiri þéttbýlis-
myndun. Ójafnvægi á fasteigna-
markaði skapar mikið óöryggi í
heimilishaldi, miklar verðsveiflur
og fjárhagslegan óstöðugleika. Það
krefst pólitísks vilja og áræðni að
greiða fyrir fullnægjandi lausnum
hvað varðar byggingu íbúðarhús-
mæðis þar sem fólk vill búa. Við
upplifum að hin pólitíska sýn sé
of skammsýn og taki ekki mið af
fólksfjölgun til lengri tíma. Upp-
bygging- og þróun húsnæðismála
verður að setja í forgang og regl-
ur sem hindra sveigjanleika á hús-
næðismarkaði þarf að fella úr gildi
eða endurskoða,“ segir í tilkynn-
ingu frá samtökunum.
Þá segir að stjórnvöld verði að
bregðast við með ákveðnum hætti.
„Við munum eiga von á tímabil-
um þar sem miklar verðhækkan-
ir verða á svæðum þar sem þrýst-
ingur er mikill. Það eykur hættu
á verðlækkunum og fjárhagsleg-
um óstöðugleika. Af þessum sök-
um viljum við hvetja stjórnvöld að
setja húsnæðismál mjög framar-
lega á forgangslistann.“
mm
Fasteignasalar óttast afleiðingar
misvægis framboðs og eftirspurnar
HB Grandi hefur selt uppsjávar-
veiðiskipið Lundey NS til Nor-
egs. Söluverðið er 124 milljón-
ir króna. Kaupandi er norska út-
gerðarfélagið Partrediet Karolös
ANS í Bekkjarvik og staðgreiðir
það skipið. Vilhjálmur Vilhjálms-
son forstjóri fyrirtækisins segir
að kaupandi Lundeyjar hafi feng-
ið tilraunaveiðileyfi hjá norskum
stjórnvöldum á laxsíld, m.a. á gull-
deplu, sem íslensk skip veiddu um
hríð. Verður skipið notað til þeirra
veiða.
Lundey NS var smíðuð árið
1960 í Rendsburg í Þýskalandi.
Áður en skipið komst í eigu HB
Granda hét það Guðrún Þor-
kelsdóttir SU og var gert út frá
Eskifirði. Lundey er um 63 metr-
ar milli lóðlína og 10,40 metrar
að breidd og mælist skipið 836
brúttórúmlestir. Lundey var lagt
haustið 2015 vegna komu Ven-
usar NS til landsins og hefur ver-
ið bundið við bryggju á Akranesi
þar til nú að því var siglt austur til
Noregs.
mm
Lundey seld til Noregs
Landfestum kastað á Akranesi við upphaf loðnuvertíðar 2015. Sama ár var
skipinu lagt en hefur nú verið selt til Noregs. Ljósm. úr safni. Skessuhorns/fh.
Harður árekstur tveggja bíla,
jeppa og jepplings, varð á brúnni
yfir Laxá í Leirársveit um klukkan
17 á sunnudaginn. Við árekstur-
inn skullu báðir bílarnir út í vegr-
ið en stöðvuðust inni á veginum.
Sex manns voru í bílunum, þrír í
hvorum. Var fólkið úr öðrum bíln-
um flutt með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík
en aðrir með sjúkrabílum. Þjóð-
veginum var lokað og var umferð
beint um hjáleið um Svínadal í
um þrjár klukkustundir meðan að-
gerðir stóðu yfir á vettvangi slyss-
ins. Fjölmennt lið lögreglu, sjúkra-
liðs og slökkviliðs var kallað á vett-
vang. Beita þurfti klippum slökkvi-
liðs á annan bílinn til að losa öku-
mann hans úr flakinu. Sá var tals-
vert slasaður en aðrir sluppu betur,
samkvæmt upplýsingum frá við-
bragðsaðilum.
mm
Harður árekstur á Laxárbrú