Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20176 Ráðin mann- auðsstjóri BORGARBYGGÐ: Ingi- björg Guðmundsdóttir í Hafnarfirði hefur verið ráð- in í starf mannauðsstjóra hjá Borgarbyggð. Fjórtán umsóknir bárust um starf- ið þegar það var auglýst en einn umsækjandi dró um- sókn sína til baka. Ingibjörg er með diplómapróf í starfs- mannastjórnun og meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur áður starfað við starfsþróun og mannauðs- mál hjá Hafnarfjarðarbæ. -mm Þrír af fjórum leikskólum lok- aðir í fimm vikur AKRANES: Á fundi í skóla- og frístundaráði Akranes- kaupstaðar í síðustu viku var samþykkt að þrír leik- skólar af fjórum verði lokað- ir í fimm vikur í sumar en að einn leikskóli taki að sér að reka sumarskóla leikskólanna í tvær af þessum fimm vik- um. Ekki kom fram í fund- argerð hvaða leikskóli það verður sem tekur að sér þessa tveggja vikna sumaropnun. Því var jafnframt beint til næstu fjárhagsáætlunargerð- ar að ráðstafa peningum til leikskólanna til að bæta or- lofstöku starfsmanna vegna þessa. „Lögð er áhersla á að vanda til kynningar á fyrir- komulaginu fyrir foreldr- um og starfsmönnum,“ seg- ir í fundargerð skóla- og frí- stundasviðs. -mm Verkfall sjómanna hefur haft alvarleg áhrif AKRANES: „Bæjarráð Akra- ness lýsir yfir þungum áhyggj- um af yfirstandandi sjómanna- verkfalli og hvetur samnings- aðila til að ná sáttum án taf- ar,“ segir í ályktun sem bæjar- ráð samþykkti á fundi síðast- liðinn fimmtudag. „Verkfallið hefur þegar haft alvarleg áhrif á einstaklinga, heimili og fyr- irtæki á Akranesi og á íslenskt samfélag í heild sinni.“ -mm Áttatíu hafa skráð heimagist- ingu frá áramótun LANDIÐ: Nú má nálgast lista á vef sýslumanna um skráða heimagistingu hér á landi, þ.e. þær fasteignir og þá einstak- linga sem fengið hafa stað- fest hjá sýslumanni að þeim sé heimilt að bjóða heimagist- ingu skv. lögum þar um sem tóku gildi 1. janúar síðastlið- inn. Slóðin er www.heimagist- ing.is og þar efst til hægri er hlekkur á þessar upplýsingar. Þessi upplýsingagjöf er í sam- ræmi við lög og nýlega reglu- gerð. Nú hafa um 80 einstak- lingar fengið skráða heima- gistingu á lögheimili sínu eða einni annarri eign í sinni eigu frá síðustu áramótum. Af þeim eru þrír á Vesturlandi, einn í hverju sveitarfélaga; Grundar- firði, Stykkishólmi og Borgar- byggð. -mm Breytt skipulag á öskudag AKRANES: Öskudagurinn er miðvikudaginn 1. mars. Hann verður með breyttu sniði í grunnskólum á Akra- nesi að þessu sinni. „Fram að þessu hefur öskudagur verið frídagur í skólunum en þetta skólaárið verður prófað nýtt fyrirkomulag sem felst í því að börnin verða í skólanum frá klukkan 8:00-12:30. Dag- skráin þennan dag mun miða að því að gera öskudaginn skemmtilegan og eftirminni- legan þar sem nemendur þjappa sér saman í hópa, klæð- ast búningum, æfa söngva og fara í hefðbundna öskudags- leiki. Eftir að skóla lýkur geta nemendur síðan farið saman í litlum eða stórum hópum til að gleðja starfsmenn verslana og fyrirtækja með kraftmikl- um söng. Skólafrístund verð- ur lokuð á öskudag,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaup- stað. -mm Síðastliðinn föstudag var starfs- fólki og nemendum Hvanneyrar- deildar Grunnskóla Borgarfjarðar færð viðurkenning frá Landvernd. Hana fær skólinn fyrir langt og farsælt starf í þágu jarðarinnar í verkefninu Skólar á grænni grein. Þessa viðurkenningu fær skólinn ásamt Fossvogsskóla í Reykjavík, en þessir tveir skólar hafa flaggað grænfánanum oftast, eða alls átta sinnum frá aldamótum. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri og Helga Jensína Svavarsdóttir deildarstjóri á Hvanneyri tóku á móti viðurkenningunni frá Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra. mm Annar af tveimur skólum sem oftast hefur flaggað grænfánanum Á myndinni eru fulltrúar Landverndar og skólans. F.v. Guðmundur Ingi Guð- brandsson, Björt Ólafsdóttir, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Helga Jensína Svavarsdóttir, Caitlin Wilson og Margrét Hugadóttir. Nú hafa bæði bæjarráð Akranes- kaupstaðar og borgarráð Reykjavíkur samþykkt að auglýsa tilraunaverkefni um beinar siglingar 50 til 100 manna ferju milli Reykjavíkur og Akraness. Ef áhugasamir útgerðaraðilar finnast er stefnt að sigling 50 til 100 manna ferju gæti hafist í sumar. Ekki verður um bílferju að ræða. Í bókun bæjar- ráðs Akraneskaupstaðar kemur fram að gert sé ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins í fjárhagsáætlun 2017. Verkefni þetta hefur haft nokkurra ára aðdraganda. Fyrir um ári síðan var auglýst eftir áhugasömum að- ilum til að sinna flóasiglingum en í kjölfar útboðs var ákveðið í bæjarráði Akraneskaupstaðar og í borgarráði að hafna þeim þremur tilboðum sem bárust. Markmið tilraunaverkefnis- ins er nú sem áður að kanna rekstrar- grundvöll reglulegra bátsferða milli Akraness og Reykjavíkur frá maí og til hausts. Í maí á síðasta ári sam- þykktu sveitarfélögin að endurskoða útboðsskilmálana með það fyrir aug- um að bjóða flóasiglingar út á nýjan leik í tíma þannig að flóasiglingar gætu hafist fyrir sumarið 2017. mm Samþykkja að setja ferjusiglingar í auglýsingaferli Fyrst þegar hugmyndir um flóðasiglingar komust á skrið fóru forsvarsmenn sveitarfélaganna í siglingu. Á myndinni eru Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs á Akranesi, Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna, Dagur B Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.