Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Side 7

Skessuhorn - 15.02.2017, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 7 2016 Bjarmar ehf er framúrskarandi fyrirtæki 2016 og er því meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. Þetta er sjöunda árið sem Bjarmar ehf. er í flokki framúrskarandi fyrirtækja skv. Creditinfo. Við erum stolt af árangrinum sem við þökkum viðskiptavinum og starfsfólki okkar. Fjórðungsmót hestamanna á Vest- urlandi verður haldið dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Að mótinu standa sem fyrr hesta- mannafélög á Vesturlandi en Vest- firðingum, Húnvetningum og Skagfirðingum er einnig boðin þátttaka. Mótið verður að þessu sinni haldið í Borgarnesi á félags- svæði Hestamannafélagsins Skugga og er það breyting frá fyrri fjórð- ungsmótum. „Þetta er mót sem áður var haldið á Kaldármelum, en sú breyting verður í ár að það verð- ur haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi,“ segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri mótsins, í sam- tali við Skessuhorn. Bjarni hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri fjórðungsmótanna á Kaldármel- um og er því öllum hnútum kunn- ugur. „Ástæða þess að mótið hefur verið fært er fyrst og fremst sú að mönnum þykir ekki rétt að byggja upp aðstöðu úti í sveit þar sem ekki verða not af henni nema á fjögurra ára fresti, fyrir utan kannski eitt lít- ið félagsmót þess á milli. Skynsam- legra þykir að hafa fjórðungsmótið í Borgarnesi og byggja þar upp. Þar að auki gera menn núorðið kröfu um hús fyrir keppnishross og betri aðstöðu fyrir þau almennt á meðan móti stendur,“ útskýrir hann. Á fjórðungsmóti verður keppt í öllum hefðbundnum gæðinga- keppnisgreinum auk þess sem á dagskrá eru kynbótasýningar og kynbótadómar. Þá verður opið tölt- mót og jafnvel skeiðkeppni, en það hefur ekki verið endanlega ákveð- ið, enda langt í mót. Þrátt fyrir það er undirbúningur í fullum gangi. „Undirbúningur hófst um áramót og gengur vel, þar er allt í góðum gír,“ segir Bjarni sem á von á góðu fjórðungsmóti á sumri komanda. „Við reiknum með góðri þátttöku og mörgum áhorfendum,“ segir Bjarni Jónasson að lokum. kgk Þjónustustjóri óskast Hæfni og menntunarkröfur • • • • • Starfssvið • • Símsvörun • • • Fjórðungsmótið verður í Borgarnesi í sumar Fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi var síðast haldið á Kaldármelum sumarið 2013. Hér er sigurvegari þess móts í A flokki gæðinga, Forkur frá Laugavöllum og það er Sveinn Ragnarsson sem tekur gæðinginn til kostanna. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.