Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 9
OPINN KYNNINGARFUNDUR UM SEMENTS- OG DALBRAUTARREIT
Opinn kynningarfundur á skipulagslýsingum fyrir Sementsreit og Dalbraut – Þjóðbraut verður haldinn
þann 16. febrúar í sal Grundarskóla á Akranesi frá kl. 18:00 til 20:00.
Skráning fer fram á vef Akraneskaupstaðar. SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
7
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Auglýsing um starfsleyfi
Samkvæmt ákvæðum 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999
um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með
sér mengun er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu
að starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. til meðhöndlunar á
olíumenguðum jarðvegi innan girðingar birgðastöðvar
fyrirtækisins í landi Litla-Sands í Hvalfjarðarsveit.
Starfsleyfið gildir fyrir meðhöndlun allt að 300 tonnum af
olíumenguðum jarðvegi í einu. Starfsleyfið gildir til 12 ára en skal
endurskoða að jafnaði á fjögurra ára fresti.
Starfsleyfistillagan liggur frammi á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar frá 16. febrúar – 16. mars n.k.
Einnig er hægt að afla upplýsinga um tillöguna hjá
Heilbrigðiseftirliti Vesturlands s. 4312750.
Skriflegar athugasemdir skal senda til skrifstofu
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Innrimel 3, 301 Akranes
(netfang: heilbrigdiseftirlit@vesturland.is) fyrir 17. mars 2017.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Deiliskipulagsbreytingar í landi
Hafnar II, Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann
22. nóvember 2016 að auglýsa tillögu um breytingu á
deiliskipulagi í landi Hafnar II. Tillagan er dagsett
5. október 2016 og felur m.a. í sér færslu á lóðum
nr. 69 og 77.
Tillagan er auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins
www.hvalfjardarsveit.is frá 15. febrúar til og með
28. mars 2017.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags-
fulltrúa í síðasta lagi 28. mars 2017 á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á
netfangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Það er nokkuð árviss atburður að
þeir sem hittast í „hádegispottin-
um“ í sundlauginni í Borgarnesi
haldi upp á blautan þorra. Blótið
sjálft er haldið í þessum helsta vizku-
brunni bæjarins. Vizkubrunnurinn
er heiti pottur númer eitt í íþrótta-
miðstöðinni. Þessi hefð pottalepp-
anna er orðin meira en aldarfjórð-
ungs gömul og varð upphaflega til
í „Litla pottinum“ í innisundlaug-
inni. „Þetta þorrablót er auðvitað
haldið með vitund og velvilja starfs-
manna Íþróttamiðstöðvarinnar sem
þurftU að þessu sinni að blása lofti
í fleiri sundkúta en venjulega fyrir
litlu börnin því við pottalepparnir
vorum búnir að stela öllum korki
til eigin nota,“ segir Björgvin Ósk-
ar Bjarnason einn pottaleppa í sam-
tali við Skessuhorn. Þorramatur
var keyptur frá Kræsingum í Borg-
arnesi, hvalreki kom úr Hvalfirði
en á dagskrá voru drápur, kviðling-
ar, minni karla og kvenna, máls-
hættir og gamanmál. „Allt þetta
var á flandri og floti í velheppnuðu
þorrablóti hádegispottaleppanna,“
segir Björgvin.
mm
Pottaleppar héldu blót í
„Viskubrunninum“
„Milljarður rís 2017“ er yfirskrift
dansgjörnings sem verður í Hjálma-
kletti í Borgarnesi og Frystiklefanum
í Rifi á Snæfellsnesi föstudaginn 17.
febrúar kl. 12-13. „Ofbeldi gegn kon-
um er vandamál um allan heim. Við
tökum því afstöðu gegn ofbeldinu,
mætum og dönsum,“ segir í fréttatil-
kynningu þar sem allir eru hvattir til
að mæta.
Í ár verður minning Birnu Brjáns-
dóttur heiðruð. „Milljarður rís er
dansbylting sem haldin er víða um
heim. Með samtakamætti lætur
heimsbyggðin til sín taka. Yfir millj-
arður karla, kvenna og barna kemur
saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir
heimi þar sem allir fá að njóta sömu
tækifæra án ótta við ofbeldi. Í kjölfar
hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa kon-
ur hér á landi stigið fram og lýst þeim
veruleika sem þær búa við. Þeim ótta
og óöryggi sem þær finna fyrir á göt-
um úti og hvernig þær axla ábyrgð á
mögulegu ofbeldi með því að forð-
ast augnsamband, velja ákveðnar göt-
ur fram yfir aðrar, halda á lykli milli
fingra sinna í annarri hendi og sím-
anum í hinni með 112 á hraðvali er
þær ferðast milli staða að kvöld- og
næturlagi. Ofbeldi eða ótti við að
verða fyrir því er hluti af daglegu lífi
kvenna víða um heim. Ofbeldið á sér
stað hvenær sem er dagsins, á heim-
ilum, úti á götum, í almenningssam-
göngum, á vinnustöðum og í kring-
um skóla svo dæmi séu nefnd,“ segir í
kynningu á verkefninu.
UN Women vinnur að því að
gera borgir öruggari fyrir konur og
stúlkur víða um heim. Einföld leið
til þess að draga úr ofbeldi er að lýsa
upp dimmar götur. Í Nýju Delí hefur
ljósastaurum verið komið í borginni,
m.a. við strætó biðskýli og á almenn-
ingssalernum. í Mexíkóborg hafa sér-
stakir kvennastrætóar verið settir á
laggirnar sem gera konum kleift að
ferðast til og frá vinnu óáreittar. UN
Women vinnur í samstarfi við borg-
aryfirvöld víða um heim að einföld-
um og ódýrum aðgerðum sem miða
að því að uppræta og draga úr ofbeldi
gegn konum og stúlkum á almenn-
ingssvæðum.
UN Women á Íslandi hvetur alla
til að taka þátt í að gera borgir örugg-
ari fyrir konur og stelpur með því að
senda sms-ið Konur í 1900 (1000 kr.)
Í ár verður dansað á Akur-
eyri, Reykjavík, Ísafirði, Seyðis-
firði, Reykjanesbæ, Neskaupstað,
Hvammstanga, Egilsstöðum, á Höfn
í Hornafirði auk Borgarness og Rifs á
Snæfellsnesi.
Myllumerkið fyrir vitundarvakn-
inguna er #fokkofbeldi. mm
Dansbylting UN Women í Borgarnesi og Rifi