Skessuhorn - 15.02.2017, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 11
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Rekstur tjaldsvæðis í Búðardal
Dalabyggð auglýsir eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að
taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Búðardal.
Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar
eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@dalir.is.
hollur kostur á 5 mín.
Gríms fiskibollur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Skipulagsauglýsing
Varmaland - tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010 - 2022. Lýsing á breytingu á landnotkun
á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 á Varmalandi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á 152. fundi þann 9. febrúar
2017, að auglýsa lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar
2010-2022, samkvæmt skipulagslögum 30. gr. nr. 123/2010. Tillagan
er sett fram í greinargerð dags. 3. febrúar 2017.
Fyrirhugað er að breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022.
Á Varmalandi verður skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á
6404 m² reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans. Reiturinn er í
aðalskipulagi hluti af svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6, Grunnskóli
Borgarfjarðar á Varmalandi. Þ6 nær til tveggja svæða, norðursvæði er
19593 m² og nær yfir grunnskólabyggingu, félagsheimili auk íbúðar-
húsnæðis sem er sambyggt grunnskólabyggingu og suðursvæði sem
nær til lóðar gamla Hjúsmæðraskólans. Reitur S8 er í eigu einkaaðila.
Breyting verður gerð á skipulagsuppdrætti þar sem svæði fyrir verslun
og þjónustu S8 verður skilgreint. Helstu ástæður breytinganna eru að
innra skipulag hefur breyst á þann hátt að öll kennsla fer fram í hús-
næði Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi. Í kjölfarið hefur húsnæði
gamla Húsmæðraskólans verið selt og er fyrirhugað að opna hótel þar.
Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010 – 2022, ef einhverjar eru, skal komið á
framfæri í bréfi eða í tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið
Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi,
borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 27. febrúar
2017.
Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar og er aðgengileg á
heimasíðu Borgarbyggðar – www.borgarbyggd.is. Umhverfis- og
skipulagssvið Borgarbyggðar, borgarbyggd@borgarbyggd.is, veitir
fúslega nánari upplýsingar, sé þess óskað.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Fjölþjóðlegt málþing um varðveislu báta og skipa
haldið í Tónbergi fimmtudaginn 23. febrúar
Fyrirlestrar frá kl. 9:15-16, fara fram á ensku
Vinnustofa frá kl. 16-18 um gildi kútters Sigurfara fyrir samfélagið,
fer fram á íslensku og eru Skagamenn og nærsveitamenn hvattir til að mæta
Nánari upplýsingar í viðburðadagatali á www.akranes.is
Þátttaka er ókeypis en það þarf að skrá sig í síðasta lagi
20. febrúar með tölvupósti á museum@museum.is
Byggðasafnið í Görðum Akranesi
Snæfellsjökulshlaupið fékk góða
viðurkenningu á dögunum þegar
það var valið utanvegahlaup ársins
af hlaup.is og lesendum vefjarins.
Verðlaunin voru afhent síðastliðinn
sunnudag. Þetta var í áttunda skipti
sem verðlaun þessi eru afhent. Fjög-
urra skóga hlaupið varð í öðru sæti
og Gullspretturinn í þriðja. Í flokki
götuhlaupa var Vestmannaeyja-
hlaupið valið besta hlaupið, í öðru
sæti Fossvogshlaupið og Stjörnu-
hlaup VHE í því þriðja.
Laugardaginn 1. júlí í sumar fer
svo sjöunda Snæfellsjökulshlaupið
fram. Það eru þau Rán og Fannar
sem hljóta viðurkenninguna nú fyr-
ir frumkvöðlastarf sitt og atorku, en
hlaupið hefur vaxið og dafnað síð-
an þau stóðu fyrir því fyrst enda er
þátttaka mikil.
þa
Snæfellsjökulshlaupið valið
utanvegahlaup ársins
Rán og Fannar ásamt Kára Steini Karlssyni.
Í ágúst á síðasta ári kom hingað til
lands hópur vaskra Vínlandsvíkinga
til að taka upp leikna heimildamynd
um lokabardagann í Grettissögu úti í
Drangey á Skagafirði. Fólkið í hópn-
um er félagar í víkingaklúbbnum
Hurstwic í Massachusetts í Bandaríkj-
unum. Í ferð sinni hingað til lands fékk
hópurinn aðstoð við gerð myndarinn-
ar frá fólki í sambærilegum klubbum
hér á landi. Nú er myndvinnslu lok-
ið og hefur myndin „The Final Battle
of Grettir the Strong“ verið frum-
sýnd í Bandaríkjunum. Af þessu til-
efni hyggjast framleiðendur mynd-
arinnar frumsýna hana í Tjarnarbíói
í Reykjavík þriðjudaginn 28. febrúar
klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis,
en áhugasamir verða að panta miða
í tölvupósti á netfanginu: tickets@
hurstwic.com en einnig er hægt að
panta miða á á sýninguna á facebook
síðu klúbbsins: Premiere of “The Fi-
nal Battle of Grettir the Strong”.
Áður hafði þessi sami hópur kom-
ið til landsins til að gera leikna heim-
ildamynd um lokabardaga Gísla sögu
Súrssonar vestur á fjörðum. For-
sprakki hópsins heitir William R.
Short og er heimasíða Hurstwic
klúbbsins er: http://hurstwic.com/
þg
Sýna leikna heimildamynd um
lokabardaga Grettissögu
Meðfylgjandi mynd er tekinn af hluta hópsins hjá Borg á Mýrum í ágúst síðast-
liðnum.