Skessuhorn - 15.02.2017, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 13
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Laus störf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:
Starf á Sambýlinu við Laugarbraut
Starf umsjónarmanns leikjanámskeiða
Nánari upplýsingar um ofangreind störf
er að finna á www.akranes.is
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Auglýsing um starfsleyfi
Samkvæmt ákvæðum 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um
starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér
mengun er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að
starfsleyfi fyrir Artic Protein ehf.
Starfsleyfið gildir fyrir þurrkun á laxaslógi, allt að 7 tonnum
á dag, að Sólbakka 4 í Borgarnesi. Starfsemin er nú rekin
að Vallarási 7-9. Starfsleyfið gildir til 1. mars 2029 en skal
endurskoða að jafnaði á fjögurra ára fresti.
Starfsleyfistillagan liggur frammi á skrifstofu
Borgarbyggðar frá 16. febrúar – 16. mars n.k.
Einnig er hægt að afla upplýsinga um tillöguna hjá
Heilbrigðiseftirliti Vesturlands s. 4312750.
Skriflegar athugasemdir skal senda til skrifstofu
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Innrimel 3, 301 Akranes
(netfang: heilbrigdiseftirlit@vesturland.is) fyrir 17. mars 2017.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Leikfélagið SV1 í Menntaskóla
Borgarfjarðar stendur árlega fyr-
ir uppsetningu leikrits. Um þessar
mundir standa félagsmenn í ströngu
við að undirbúa uppsetningu á Línu
Langsokk eftir Astrid Lindgren.
Verður leikritið frumsýnt föstu-
daginn 17. febrúar í Hjálmakletti.
Skessuhorn hitti Írisi Líf Stefáns-
dóttur að máli í síðustu viku, en
hún mun í sýningunni bregða sér í
hlutverk Línu. Íris Líf er nemandi
í 10. bekk Grunnskólans í Borgar-
nesi en fer engu að síður með aðal-
hlutverk í sýningu MB. En, hvernig
kom það til? „Menntaskólakrakk-
arnir koma á hverju ári í heimsókn
í grunnskólann, bara til að kynna
starf skólans, nemendafélagsins og
leikfélagsins og tengja þessar stofn-
anir saman. Hluti af þessum kynn-
ingum er að 10. bekk er síðan alltaf
boðið að vera með í leikritinu. Ég
sá kynninguna og fannst leikritið
spennandi, mætti á fyrsta fundinn,
fór í prufur en bjóst alls ekki við
að fá aðalhlutverkið,“ segir Íris Líf
og bætir því við að hlutverk Línu
verði hennar eiginlega frumraun
á leiksviðinu. „Ég hef aldrei leikið
áður nema bara í stuttum leikþátt-
um á árshátíðum í grunnskólanum
og í einni auglýsingu þegar ég var
lítil stelpa,“ segir hún en er hvergi
bangin að þreyta frumraun sína á
leiksviðinu. „Ég er týpan sem tekur
þátt í öllu. Ég er mjög opin og elska
að vera á sviði og fá mikla athygli,“
segir hún og hlær við. „Ég meina,
hvað er ekki spennandi við að fá að
leika í leikriti?“
Íris Líf og
Lína eru líkar
En hvernig líkar henni að leika
Línu? „Það er æðislegt. Ég myndi
segja að við værum að mörgu leyti
mjög svipaðar týpur. Ég þarf bara
aðeins að ýkja sjálfa mig og þá er
Lína komin,“ segir hún og bros-
ir. „En ég myndi þó seint segja að
ég væri jafn sterk og Lína,“ bæt-
ir hún við létt í bragði. Almennt
kveðst Íris Líf fyrst og fremst full
eftirvæntingar að takast á við leik-
inn en viðurkennir að hún sé ögn
stressaðri fyrir söngatriðum sýn-
ingarinnar. „Ég er ekkert stressuð
að leika, hef margoft komið fram
og talað fyrir framan fullt af fólki
og það er ekkert mál. Ég er miklu
stressaðri að syngja, ég hef aldrei
gert það,“ segir hún en segir það
hjálpa sér að í sýningunni sé það
ekki hún sem syngur, heldur Lína.
„Ég gæti aldrei farið upp á svið og
sungið sem Íris Líf. Það er öðru-
vísi ef maður syngur sem einhver
annar. Lína er engin díva og syng-
ur dálítið með sínu nefi og ég mér
finnst það hjálpa mér þegar kemur
að söngnum,“ segir hún.
Mikið fjör í
kringum Línu
Með leikstjórn fer Geir Konráð
Theódórsson leikari í Borgarnesi.
Hann sér einnig um hönnun leik-
myndar og var önnum kafinn við
smíðar þegar blaðamaður og Íris
Líf ræddu saman. Hún lætur vel
af leikstjórn Geirs. „Hann er æðis-
legur og það er mjög gott að vinna
með honum. Það er mjög skemmti-
legt á æfingum. Hann gerir allt
mjög vel og það er frábært að hann
hafi verið tilbúinn að stökkva til og
leikstýra,“ segir Íris Líf, en sýning-
in markar einnig frumraun Geirs
sem leikstjóra.
Um 20 ungmenni taka þátt í
uppsetningunni þegar allt er talið,
þar af sex úr grunnskólanum. Æf-
ingar hófust strax í nóvember eftir
að raðað var í hlutverk að loknum
áheyrnarprufum. „Við byrjuðum að
æfa í lok nóvember. Þá var samlest-
ur nokkrum sinnum í viku en núna
síðustu vikurnar fyrir frumsýningu
þá æfum við alla daga vikunnar í
svona fimm til sex klukkutíma á
dag,“ segir Íris Líf, sem viðurkenn-
ir að það sé nóg að gera.
Stífar æfingarnar eru til þess ætl-
aðar að gera sýninguna sem allra
besta. En við hverju mega áhorf-
endur búast? „Þeir mega búast við
skemmtilegri og litríkri sýningu.
Lína er náttúrulega léttgeggjað-
ur karakter. Allt í kringum hana
er mjög litríkt og skemmtilegt og
henni fylgir jafnan mikið fjör. Það
verður mikið dansað, mikið sung-
ið og mjög gaman,“ segir Íris Líf
Stefánsdóttir, Lína Langsokkur, að
lokum.
Leikritið verður sem fyrr segir
frumsýnt á föstudaginn, 17. febrú-
ar og hefst hún klukkan 18:00 í
Hjálmakletti. Áætlað er að sýna
fram í mars og áhugasömum er
bent á að hægt er að panta miða á
leikfelag@menntaborg.is eða í síma
845-8155.
kgk
„Þarf bara aðeins að ýkja sjálfa
mig og þá er Lína komin“
Íris Líf fer með hlutverk Línu Langsokks í uppsetningu MB
Lína Langsokkur og Herra Níels, sem leikinn er af Phoebe Gines. Ljósm. Leikfélagið SV1.
Íris Líf Stefánsdóttir. Ljósm. kgk.
Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð
Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Garðaþjónustan Sigur-garðar s.f
Borgarfirði óskar eftir starfskrafti.
Við erum að leita að aðila sem getur unnið
sjálfstætt og tekið að sér verkstjórn.
Vinnan felst í allri allmennri skrúðgarðavinnu.
Laun eftir samkomulagi. Mikil vinna framundan.
Framtíðarstarf í boði fyrir réttan aðila.
Lámarks aldur er 20 ár.
Nánari upplýsingar í síma 892-7663 eða
á sindri@vesturland.is.
Starfskraftur (karl eða kona)
óskast til garðyrkjustarfa