Skessuhorn - 15.02.2017, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 17
Landsnet • Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík • S. 563-9300 • www.landsnet.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Grundarfjarðarlína 2
66 kV jarðstrengur
Jarðvinna og lagning
ÚTBOÐ GF2 – 01
Landsnet óskar eftir tilboðum í verk sem lýst er í útboðsgögnum
GF2-01 sem bera heitið Grundarfjarðarlína 2, 66 kV jarðstrengur,
jarðvinna og lagning.
Verkið felst í jarðvinnu og útdrætti á um 26,3 km löngum 66 kV jarðstreng, sem
samanstendur af þremur einleiðurum, frá nýju tengivirki við Grundarfjörð að
núverandi tengivirki við Ólafsvík. Leggja skal ljósleiðara með jarðstrengnum og
einnig 19 kV jarðstreng RARIK á hluta leiðarinnar.
Helstu áætluðu magntölur eru:
Slóðagerð 18 km
Losun klappar, metrar í skurði 6 km
Gröftur, söndun og fylling í skurð 26 km
Útdráttur 66 kV strengs og ljósleiðara í skurð og í rör 26 km
Útdráttur 19 kV strengs í skurð 10 km
Frágangur yfirborðs 140.000 m²
Mikið er um þveranir á lagnaleiðinni, þar með talið á ám, lækjum, vegum,
skurðum, girðingum og ýmsum lögnum. Lagnaleiðin liggur m.a. um Búlands-
höfða sem er krefjandi svæði.
Verklok fyrir utan yfirborðsfrágang skulu vera eigi síðar en 15. nóvember 2017.
Yfirborðsfrágangi og þar með verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 30. júní 2018.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Delta e-sourcing, frá og með
15. febrúar næstkomandi, sjá nánari upplýsingar á www.utbodsvefur.is.
Tilboðum skal skila rafrænt fyrir kl. 14, 14. mars 2017.
Tilboð verða opnuð hjá Landsneti, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
WEST ICELAND
Travel
Ferðast um Vesturland 2017-2018
Fr
ee
Co
pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is
Kynning á ferðablaðinu
Travel West Iceland 2017-2018
Útgáfuþjónusta Skessuhorns mun vorið 2017 gefa út
árlegt Ferðablað um Vesturland. Blaðið verður á ensku og
íslensku og ber nafnið Travel West Iceland 2017-2018.
Ljósmyndir og kort af einstökum svæðum og þéttbýlis-
stöðum á Vesturlandi prýða blaðið og auglýsendur
verða númeraðir inn á kortin. Lögð verður áhersla á að
auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýs-
ingum.
Dreifing og form
Blaðið verður gefið út í 50.000 eintökum. Helstu dreif-
ingarstaðir nú verða á höfuðborgarsvæðinu, upplýsinga-
miðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna í
landshlutann og síðast en ekki síst helstu áningar- og ferða-
mannastaðir á Vesturlandi sjálfu. Dreifing blaðsins verður
efld enn frekar frá síðustu árum með áherslu á allt árið
enda er ferðaþjónusta orðin heilsárs atvinnugrein. Lager af
blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur-
lands í Borgarnesi. Loks verður blaðið í aðgengilegu formi á
www.skessuhorn.is þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta
hvenær sem er sótt það og sent viðskiptavinum sínum.
Blaðið verður litprentað í A5 broti og 120-160 blaðsíður.
Efnistök
Vesturland er „Land tækifæranna“ árið 2017-2018. Einstök
fyrirtæki og landshlutinn í heild hafa hlotið viðurkenningar
að undanförnu og nefna má að Vesturland var af ferða-
bókaútgefandanum Lonely Planet útnefnt annað áhuga-
verðasta svæði í heimi 2016 og í upphafi þessa árs eitt af
sautján áhugaverðustu svæðum í heimi af CNN-Travel.
Í blaðinu má m.a. lesa almennan kafla um Vesturland,
áhugaverðar héraðslýsingar fyrir Akranes, Hvalfjörð og
Kjós, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla á ensku
og íslensku auk ábendinga um markverða viðkomustaði,
náttúruundur og Vesturland að vetri. Loks verður við-
burðaskrá og sérstök þjónustuskrá fyrirtækja í ferðatengdri
starfsemi sem kynna sig og auglýsa í blaðinu.
Auglýsingasala og þjónustuskráning
Panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tíman-
lega eða í síðasta lagi fyrir 10. mars 2017. Auglýsinga-
verð eru óbreytt frá árinu 2016. Um sölu auglýsinga og
skráningu þjónustuskrár sér Emilía Ottesen á netfanginu
auglysingar@skessuhorn.is og í síma 433-5500.
Auglýsendum standa til boða fjölbreyttir kostir:
Heilsíðuauglýsing: Stærð: 128x190 mm.
Verð kr. 231.000 en með vsk. kr. 286.440.
Hálfsíðuauglýsing: Stærð: 128x93 mm eða 61.8x190 mm.
Verð kr. 123.200 en með vsk. kr. 152.768.
1/4 síða: Stærð: 61.8x93 mm.
Verð kr. 66.000, en með vsk. kr. 81.840.
1/8 síða: Stærð: 61.8x45 mm.
Verð kr. 35.200, en með vsk. kr. 43.648.
Skráning í þjónustuskrá blaðsins kostar 18.000 kr. en
með vsk. kr. 22.320. Athugið að líkt og undanfarin ár verða
einungis skráðar upplýsingar í þjónustuskrá blaðsins um
þau fyrirtæki sem þess óska og greiða fyrir. Í skráningunni
kemur fram nafn fyrirtækis, heimili, sími, netfang og vef-
fang auk helstu þjónustuþátta. Þeir sem kaupa 1/4 auglýs-
ingu í blaðinu eða stærri, fá fría skráningu í þjónustuskrá
sem kaupauka. Hægt er að kaupa umfjallanir að hluta eða
öllu leyti í stað auglýsinga. Panta þarf slíkt tímanlega.
Við hlökkum til góðs samstarfs sem fyrr við ferðaþjónustu-
fyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vesturlandi.
Starfsfólk Skessuhorns
1/1
1/2 1/4
1/8
Miðvikudaginn 1. febrúar héldu
nemendur og starfsfólk Grunn-
skóla Snæfellsbæjar á Hellissandi
svokallað hundrað daga hátíð. Þá
voru 100 skóladagar liðnir af skóla-
árinu. Nemendum var skipt í fjóra
hópa og fóru á fjórar mismunandi
stöðvar sem áttu það þó allar sam-
eiginlegt að þar var verið að vinna
með töluna 100. Þegar nemend-
ur höfðu farið á allar stöðvar fengu
þeir hundraðtöflu og áttu þeir að
raða 10 stykkjum af 10 mismunandi
matartegundum á hana. Að lokum
átti hver bekkur notalega stund í
sinni stofu þar sem krakkarnir nutu
þess að borða afraksturinn.
þa
Héldu hundrað daga hátíð í skólanum