Skessuhorn - 15.02.2017, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201718
Á Borgarnesblótinu sem fram fór
síðastliðinn laugardag, og haldið er
af Körfuknattleiksdeild Skallagríms,
var í fyrsta skipti útnefndur Borgnes-
ingur ársins. Greinilegt var af við-
brögðum úr sal þegar valið var kynnt
að það féll í frjóan jarðveg. Þegar
Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri
kynnti niðurstöðuna var fagnað vel
og lengi. Borgnesingur ársins 2016
er Þorsteinn Eyþórsson, eða Steini
Eyþórs eins og hann er jafnan kall-
aður. Eins og margir muna ákvað
Steini að hjóla umhverfis landið í
júní í fyrra og aflaði í leiðinni fjár til
styrktar ADHD samtökunum.
Steini hjólandi hringveginn
á tveimur vikum. Hann lagði af
stað frá Geirabakaríi í Borgarnesi
miðvikudaginn 8. júní og renndi
aftur þar í hlað á sama stað hálfum
mánuði síðar. Steini, sem er 62
ára gamall, hefur verið að hjóla
í þrjú ár og var það m.a. vegna
umhverfissjónarmiða sem hann tók
þá iðju upp, en einnig til að bæta
heilsuna. mm
Steini Eyþórs er Borgnesingur ársins
Gunnlaugur sveitarstjóri afhenti Steina verðlaunagrip. Ljósm. Skallagrímur.
Hér er Steini við Geirabakarí þegar hann lagði upp í hringferðina.
Verslunin Gallerí Ozone á Akra-
nesi var opnuð á ný eftir eigenda-
skipti síðastliðinn föstudag. Nýir
eigendur verslunarinnar eru Skaga-
hjónin Maren Rós Steindórsdótt-
ir og Andri Júlíusson. Þau keyptu
reksturinn af Huga Harðarsyni og
Elsu Jónu Björnsdóttur sem höfðu
þá rekið verslunina óslitið frá árinu
1988. Skessuhorn leit við í Ozone
á föstudag og ræddi við nýju eig-
endurna. Þau Maren og Andri
segja aðdragandann að kaup-
um þeirra á versluninni hafa ver-
ið nokkuð óvæntan. „Við bjugg-
um úti í Noregi, vorum þar með
veitingarekstur og síðan kom þetta
allt í einu upp. Það gerðist þann-
ig að Hugi hitti mömmu mína hér
í búðinni og bað hana um að láta
mig hafa samband við sig. Síðan
einhvern veginn gátum við ekki
hægt að hugsa um þetta og ákváð-
um bara að stökkva á þetta tæki-
færi. Þremur mánuðum síðar flutt-
um við heim og erum nú búin að
opna,“ segir Maren og brosir.
Maren og Andri eru bæði upp-
alin á Akranesi og þykir þeim
ánægjulegt að geta flutt heim og
tekið við rótgrónum rekstri í sín-
um gamla heimabæ. „Það er extra
skemmtilegt að vera bæði Skaga-
menn að taka við svona gamalli
Skagabúð,“ segir Andri. „Maður
ólst upp við þessa búð, og ég man
eftir henni frá því ég var lítil. Hún
er búin að vera til síðan ég var
fimm ára,“ bætir Maren við. „En
fyrst og fremst er gaman að gera
þetta fyrir okkur sjálf. Þetta verður
örugglega brjálæðislega erfitt með
fjögur börn heima en skemmtileg
áskorun,“ segir Maren. „Fyrst við
gátum verið með rekstur úti í Nor-
egi, ein fjarri fjölskyldu og höfð-
um bara hvort annað að stóla á, þá
hlýtur þetta að ganga upp hérna
með ömmur og afa og allt bak-
landið,“ segja þau.
Langar að lengja
opnunartímann
Aðspurð segjast þau aðeins hafa
gert smávægilegar breytingar á
versluninni í aðdraganda opnunar-
innar. „Við færðum alla barnavöru
niður. Þar er bara barnadeild núna
með bæði fötum og leikföngum,
en áður voru bara leikföng niðri,“
segir Andri. „Síðan gerðum við
bara smá áherslubreytingar, aðeins
til að styrkja búðina og bjóða upp
á fleiri stærðir. Hvað varðar útlitið
þá ætlum við bara aðeins að gera
hana að okkar, enda engin þörf á
að fara í einhverjar stórar breyt-
ingar. Við erum fyrst og fremst
bara spennt að taka við gömlum
og góðum rekstri,“ segir Maren
og bætir því við að þau séu spennt
að takast á við verkefnið. „Það er
búin að vera mikil tilhlökkun en
vissulega smá hnútur í magan-
um,“ segir Maren. „En samt miklu
meiri eftirvænting og spenna held-
ur en kvíði eða stress,“ segir Andri
og bætir því við að þau hafi fund-
ið fyrir mikilli jákvæðni í aðdrag-
anda opnunarinnar. Það gefi þeim
tilefni til að horfa björtum augum
til framtíðarinnar. „Við ætlum að
reyna að halda verðinu í lágmarki
og halda Skagamönnum á Skagan-
um,“ segja þau.
Opnunartími Gallerí Ozone
verður eftir sem áður frá kl. 10-18
á virkum dögum og 11-16 á laug-
ardögum en í framtíðinni langar
þau gjarnan að geta haft opið leng-
ur. „Við erum með alls konar pæl-
ingar um opnunartíma og ýmislegt
sem okkur langar að prófa til að
reyna að lífga bæinn okkar aðeins
við,“ segja þau. „Til dæmis langar
okkur að prófa að hafa opið lengur
á fimmtudögum til að halda í við
Smáralind og Kringluna. Þó það
verði kannski ekki næsta fimmtu-
dag þá ætlum við að láta á það
reyna í framtíðinni og vonandi
getum við fengið aðra verslunar-
menn hér á Akranesi til að gera
slíkt hið sama. Það kæmi öllum til
góða því það er gulls ígildi ef all-
ir geta unnið saman,“ segja Maren
og Andri að lokum. kgk
Nýir eigendur opnuðu Gallerí Ozone á föstudaginn
Svipmyndir úr versluninni.
Maren Rós Steindórs-
dóttir og Andri Júlíusson,
eigendur Gallerí Ozone á
Akranesi.