Skessuhorn - 15.02.2017, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Ársþing Knattspyrnusambands Ís-
lands var haldið í Vestmanna-
eyjum um liðna helgi. Á þinginu
voru veittar allnokkrar viðurkenn-
ingar, bæði fólki og einstökum fé-
lögum. Kvennabikarinn svokallaði
kom í hlut ÍA. Bikarinn er veittur
því liði sem þykir hafa sýnt af sér
háttvísi og prúðmannlegan leik í
Pepsi deild kvenna á síðasta keppn-
istímabili. Aðeins sjö sinnum fengu
Skagakonur að líta gula spjaldið í
18 leikjum síðasta sumar og aldrei
var leikmanni ÍA vikið af velli með
rautt spjald. Ekkert lið í deildinni
státaði af jafn prúðmannlegri spila-
mennsku heilt yfir á tímabilinu.
Þá var kjörinn nýr formaður KSÍ
á ársþinginu um helgina. Í for-
mannskjörinu hafði Guðni Bergs-
son betur gegn Birni Einarssyni
sem einnig sóttist eftir formanns-
stólnum. Guðni hlaut 84 atkvæði
gegn 66 atkvæðum Björns, en 149
greiddu atkvæði og enginn skilaði
auðu. Guðni tekur við af Geir Þor-
steinssyni sem gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi formennsku eftir tíu
ár í starfi.
kgk
ÍA fékk Kvennabikarinn 2016
Hulda Birna Baldursdóttir, formaður Knattspyrnufélags ÍA, tekur við Kvenna-
bikarnum úr hendi Geirs Þorsteinssonar, fráfarandi formanns KSÍ. Ljósm. KSÍ.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur
úr GL á Akranesi, endaði í 51.-53.
sæti á sínu fyrsta móti á Evrópu-
mótaröð kvenna sem spilað var í
Ástralíu fyrir og um helgina. Val-
dís lék samtals á höggi undir pari á
hringjunum þremur og var nokkuð
sátt með spilamennskuna. Í viðtali
við kylfing.is segir hún að það hafi
verið fínt að spila í mótinu. „Það
er langt síðan ég hef spilað í móti
svona snemma á árinu, en það var
bara gaman. Ég var ekkert að mikla
þetta mót eða þessa mótaröð eitt-
hvað fyrir mér, þetta var bara eins
og hvert annað mót. Ég er kannski
ekki alveg hundrað prósent sátt
með niðurstöðuna en ég er ágæt-
lega sátt með spilamennskuna. Hún
var stöðug og ekki mikið af vand-
ræðum en fleiri pútt þurfa að detta.
Það kemur,“ sagði Valdís Þóra hress
í bragði, eftir að hafa lokið keppni
í Ástralíu.
Nú heldur Valdís Þóra aftur
heim til Íslands áður en undirbún-
ingur fyrir næsta mót hefst. Hún
er komin með þátttökurétt í móti
í Frakklandi í mars en það er hluti
af LET Access mótaröðinni, sem
er næststerkasta mótaröð í Evr-
ópu. „Ég ætla að fara til Spánar að
æfa í mars fyrir mótið sem verður
í Frakklandi seinna í mánuðinum.
Þar mun ég svo æfa fyrir næsta mót
á LET Evrópumótaröðinni. Ég
kemst alveg inn á mótið í Frakk-
landi þar sem það er á LETAS og
ég er með fínan status þar. Það mót
er aðallega hugsað til að koma mér
í betra keppnisform fyrir næsta mót
á LET mótaröðinni sem verður í
Marokkó í apríl.“
Næsta mót á LET mótaröðinni
fer fram í Kína í mars. Valdís hafði
gert sér vonir um að vera með á því
en svo verður ekki. Hún mætir hins
vegar, eins og áður segir, aftur til
leiks á mótaröðina þegar Lalla Me-
ryem Cup fer fram í Marokkó dag-
ana 13.-16. apríl en það er þriðja
mót ársins. mm/kylfingur.is
Valdís Þóra sátt eftir fyrsta
mótið í Evrópumótaröðinni
Tilkynnt hefur verið um lands-
liðshóp U17 ára landsliðs kvenna í
knattspyrnu sem tekur þátt í und-
irbúningsmóti UEFA í Edinborg
í Skotlandi vikuna 19.-25. febrú-
ar næstkomandi. Í hópinn hafa ver-
ið valdar tvær ungar og efnilegar
knattspyrnustúlkur af Vesturlandi,
þær Birta Guðlaugsdóttir, mark-
vörður Víkings Ó. og Katrín María
Óskarsdóttir, markvörður ÍA.
Hópurinn kemur saman föstudag-
inn 17. febrúar í Kórnum í Kópa-
vogi þar sem haldin verður æfing og
fundur. Aftur verður æft daginn eftir
og síðan haldið út til Skotlands að-
faranótt sunnudagsins 19. febrúar,
sama dag og mótið hefst.
Íslenska liðið leikur þrjá leiki í
mótinu, þann fyrsta gegn Króatíu
mánudaginn 20. febrúar, síðan gegn
Skotlandi 22. febrúar og síðast gegn
Austurríki 24. febrúar. kgk
Tveir vestlenskir markverðir í U17
Katrín María Óskarsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu keppa með U17 ára
landsliðinu í Skotlandi í lok febrúar.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs
landsliðs karla, valdi í síðustu viku
hóp sem spilaði á úrtaksæfingum
um helgina. Æfingarnar fóru fram í
Kórnum og voru einungis leikmenn
frá íslenskum félagsliðum í hópn-
um sem taldi 33 leikmenn frá 16 fé-
lögum. Í æfingahópnum að þessu
sinni voru fjórir leikmenn meistara-
flokks ÍA. Þetta eru þeir Albert Haf-
steinsson, Aron Ingi Kristinsson,
Hafþór Pétursson og Steinar Þor-
steinsson.
Leikmennirnir eru fæddir árin
1996-1998. Komu þeir allir við sögu
með liði ÍA í Pepsi deild karla síðasta
sumar. Albert lék 17 leiki með lið-
inu, Steinar 13, Aron Ingi sjö leiki og
Hafþór lék þrjá leiki. kgk
Fjórir Skagamenn í U21
Albert Hafsteinsson í leik með ÍA síðasta sumar. Ljósm. gbh.
Grundarfjörður tók á móti Álfta-
nesi í þriðju deildinni í körfunni
síðastliðinn laugardag. Heima-
menn voru ákveðnir í byrjun leiks
og náðu talsverðum yfirburðum
strax í fyrsta leikhluta. Þeir voru
svo með tangarhald á leiknum allan
tímann og náðu gestirnir aldrei að
saxa almennilega á forskot þeirra.
Það fór því svo að leiknum lyktaði
með 89-52 sigri Grundfirðinga sem
tylltu sér aftur upp í þriðja sætið í
deildinni.
tfk
Góður sigur Grundfirðinga í körfunni
Ungur knattspyrnumaður frá
Akranesi, Ísak Bergmann Jóhann-
esson, hélt í byrjun síðustu viku til
Hollands þar sem hann æfði með
stórliði Ajax í Amsterdam til loka
vikunnar. Ísak er fæddur árið 2003
og leikur með 3. flokki ÍA. Með
honum í för var annar þjálfara
hans, Heimir Eir Lárusson. Ajax
er sögufrægt lið í evrópskri knatt-
spyrnu og margrómað fyrir ung-
mennastarf sitt. Hefur það í dag á
að skipa einhverju öflugasta ung-
lingastarfi í Evrópu. „Það er mik-
ill heiður fyrir Ísak Bergmann og
ÍA að hann fái boð til að æfa og
skoða aðstæður hjá þessu sögu-
fræga stórliði,“ segir á vef knatt-
spyrnufélagsins.
Þá mun Ísak í aprílmánuði halda
til Englands því enska úrvals-
deildarliðið Everton hefur einnig
boðið honum til æfinga með ung-
lingaliði félagsins.
kgk/ Ljósm. kfia.is.
Ungur Skagamaður æfði með Ajax