Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 9
Snorrastofa í Reykholti
Fyrirlestrar í héraði
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Þriðjudagurinn 14. mars 2016
kl. 20:30
í Bókhlöðu Snorrastofu
Ljóðmælendur í
Borgarfirði á 20. öld
Guðmundur Þorsteinsson frá Skálpastöðum flytur
Umræður og kaffiveitingar
Aðgangur kr. 500
Fjallað verður stuttlega um
ljóðagerð almennt og skiptar
skoðanir um mismunandi ljóð-
form. Guðmundur kynnir drög að
skrá um höfunda ljóðabóka, sem
komu út á síðustu öld og tengjast
héraðinu á einhvern hátt. Kristín
Ólafsdóttir les fáein ljóð.
Umsókn í sjóðinn:
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt
lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og
félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið
ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu
um nýtingu styrksins.
Hægt er að sækja um rafrænt í gegnum íbúagátt. Einnig má sækja um á
sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar
www.borgarbyggd.is en þar er einnig að finna breyttar úthlutunarreglur
sjóðsins.
MENNINGARSJÓÐUR
BORGARBYGGÐAR
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum
Úthlutanir styrkja úr sjóðnum fara fram tvisvar ár hvert.
Fyrri úthlutunin skal fara fram fyrir þann 1. maí og hin síðari
fyrir þann 1. október.
Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar
(borgarbyggd@borgarbyggd.is ), Borgarbraut 14 í síðasta
lagi föstudaginn 7. apríl 2017.
Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann
taka það sérstaklega fram. Nánari upplýsingar veitir
Kristján Gíslason s: 433-7100.
BORGARBYGGÐ
[Cite your source here.]
Lítilli tík af tegundinni chihua-
hua var stolið úr bíl sem stóð utan
við Landsbankann á Akranesi um
miðjan dag á fimmtudaginn. Eig-
andi tíkurinnar lýsti eftir henni og
bað fólk að hafa augun opin. Tíkin
kom síðan í leitirnar á laugardag og
komst í hendur eigenda sinna á ný.
Lögregla annast rannsókn málsins.
mm
Chihuahua
tík tekin úr bíl
Netabáturinn Bárður SH hefur afl-
að vel það sem er af árinu. Pétur
Pétursson yngri sagði i samtali við
Skessuhorn á sunnudaginn að afl-
inn hafi verið 12 tonn sem fengust í
eina trossu þann daginn. „Við tók-
um þessu létt í dag, enda sunnudag-
ur svo við slökum aðeins á,“ sagði
Pétur þegar fréttaritari ræddi við
hann á kajanum. Hann bætti við að
aflabrögð hafi verið betri á síðasta
ári á sama tíma, en nú fer loðnan
að koma og þá aukast aflabrögð til
muna.
af
„Tökum
þessu létt
svona á
sunnu-
dögum“
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is