Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Side 15

Skessuhorn - 08.03.2017, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 15 O P I N N S T J Ó R N A R F U N D U R B J Ö R T F R A M T Í Ð Björt framtíð býður til opins stjórnarfundar í Stúkuhúsinu, Byggðasafninu í Görðum Akranesi, laugardaginn 11. mars kl. 13-15. Eva Einarsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, setur fundinn. Oddviti Bjartrar framtíðar á Akranesi, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, segir frá störfum flokksins á Akranesi. Formenn BF, Óttarr Proppé og Eva Einarsdóttir, fara yfir það sem er á döfinni og leiða almennar umræður. Önnur mál D A G S K R Á xA Skagamaðurinn Knútur Haukstein Ólafsson vann á dögunum verðlaun fyrir stuttmynd sína INFERNO á hátíðinni WideScreen Film & Mu- sic Video Festival sem haldin var í Miami í Flórídafylki í Bandaríkj- unum dagana 17. til 19. febrúar. „Það var dálítið skrítin tilfinning að taka við þessum verðlaunum. Ég hef alltaf litið á svona verðlaun sem einhvern veraldlegan hlut, sem þau eru náttúrulega, til að mata egó- ið. En að sama skapi er þetta eitt- hvað sem flestir sækja í, það er bara mannlegt og eðlilegt og mig langaði að sjálfsögðu að vinna,“ segir Knút- ur í samtali við Skessuhorn. „Hins vegar vil ég og reyni að einblína á það sem skiptir máli og það eru verkin sjálf. Það voru margar flott- ar myndir á þessari hátíð og margar sem gripu mann. Ég mæli árangur- inn frekar út frá hinum verkunum sem voru á hátíðinni og mesti heið- urinn er fólginn í því að hafa fengið að vera með á hátíð þar sem gæðin eru mikil,“ bætir hann við. Alls komust 130 myndir að á há- tíðinni af þeim 669 sem sóttu um. „Að svona fáar myndir af þeim sem sóttu um hafi komist á hátíðina gerir sigurinn enn ánægjulegri og meiri heiður að hafa yfirleitt feng- ið að vera með,“ segir hann. „Ég er alltaf dáltítið rómantískur þegar kemur að kvikmyndum. Fyrir mér felst heiðurinn aðallega í því að fá myndina sína frumsýnda í bíósal fyrir framan áhorfendur.“ Besta tilraunakennda stuttmyndin Stuttmyndin INFERNO var út- skriftarmynd Knúts úr Kvikmynda- skóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hann af leiklistardeild árið 2015 en leikstjóri myndarinnar, Kristín Ísa- bella Karlsdóttir, útskrifaðist einn- ig þaðan á sínum tíma af leiklistar- deild. Verðlaunin hlaut myndin í flokknum Best Experimental Short, eða besta tilraunakennda stutt- myndin. „Skilgreiningin á þessum flokki er að við kvikmyndagerðina eru notaðar óhefðbundnar aðferð- ir til að segja sögu. Mitt verk legg- ur til dæmis meiri áherslu á upplif- un fremur en skilning,“ segir Knút- ur. „Oft horfir fólk á kvikmynd- ir og ætlast til að skilja um hvað þær eru. Þetta verk leggur fremur áherslu á upplifun áhorfandans og að hann leggi sinn eigin skilning í verkið. Myndin er um það sem hver og einn heldur að hún sé um,“ seg- ir hann. Til að ná því ætlunarverki er lögð höfuðáhersla á kvikmynda- töku, leik og andrúmsloft. „Þetta er hryllingsmynd og ég hef oft sagt við fólk að ef því leið óþægilega á meðan það horfði á myndina, þá var markmiðinu náð,“ segir Knút- ur. Pomp og prakt Hann segir að umgjörð hátíðarinn- ar hafi verið nokkuð ólík því sem hann er vanur þrátt fyrir að hafa sótt einar 20 stuttmyndahátíðir nú þegar. „Þetta var haldið í stórum bíósal í AMC 24 kvikmyndahúsi í Miami. Þar eru 24 bíósalir þann- ig að þetta er mjög stórt í sniðum. Verðlaunaafhendingin sjálf var haldin á snekkju,“ segir Knútur og hlær við. „Mér fannst mjög erfitt að mæta og halda einhverja þakk- arræðu. Ég lít fyrst og fremst á mig sem leikara í þessari mynd og það var dálítið erfitt að hafa ekki ein- hvern karakter til að fela sig á bak- við fyrir framan allt þetta fólk,“ bætir hann við í léttum dúr. „En líka vegna þess að ég var fyrst og fremst leikari í myndinni. Ég skrif- aði handritið ásamt Kristínu sem jafnframt leikstýrði og hún á alveg jafn mikið í henni og ég. Myndin er verk okkar beggja.“ En þrátt fyrir að umgjörðin hafi honum á köflum þótt dálítið yfir- þyrmandi hefur Knútur á orði að verðlaun sem þessi séu að sjálf- sögðu góð fyrir alla sem að mynd- inni koma, frá tökuliði til leik- stjóra. Þá sé hátíðin viðurkennd af Internet Movie Database og því geti hann nú skráð verðlaun- in á síðu myndarinnar á IMDB. com. „En það besta við þessa há- tið er tengslanetið sem myndast við aðra kvikmyndagerðarmenn, víðs vegar að úr heiminum. Maður mun reyna að nýta sér það í fram- tíðinni,“ segir Knútur. Sótti um aftur Aðspurður um þau verkefni sem framundan eru kveðst Knútur þessa dagana leggja stund á nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Í frí- stundum gerir hann kvikmyndir og tónlistarmyndbönd ásamt félögum sínum. „Ég og Arnór Elís Krist- jánsson og Heimir Snær Sveins- son, vinir mínir, höfum lengi ver- ið að búa til stuttmyndir, sketsa og tónlistarmyndbönd undir merkj- um Flying Bus Films. Við erum núna að undirbúa gerð tónlistar- myndbands, en eigum sjálfsagt eft- ir að ræða áframhaldandi sketsa og fleira slíkt. Stundum verður eitthvað úr þessum fundum okk- ar og stundum ekki, en við ætlum að halda áfram að gera myndir og myndbönd saman,“ segir Knút- ur en upplýsir að hann setji stefn- una á að fara aftur á WideScreen Film & Music Video Festival að ári liðnu. „Ég sótti um strax aftur,“ segir hann og hlær við „en að þessu sinni fyrir tónlistarmyndband við lagið Hope (2015). Það komst í spilun á sjónvarpsstöðinni Bravo á sínum tíma og hefur komist inn á sex stuttmyndahátíðir hingað til. En ég ætla að fara á hátíðina hvort sem ég kemst með verk á hana eða ekki. Þetta er ótrúlega skemmtileg hátíð, rosalega skemmtilegt fólk og stemningin er mjög góð,“ segir Knútur Haukstein Ólafsson kvik- myndagerðarmaður að lokum. kgk Vann til verðlauna á kvikmyndahátíð í Miami Knútur Haukstein Ólafsson með verðlauna- gripinn í hönd í miðri þakkarræðu á hátíðinni í Miami. Stilla úr verðlaunamynd Knúts, stuttmyndinni INFERNO.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.