Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 20176 Innbrot og of hraður akstur VESTURLAND: Í dagbók lög- reglunnar á Vesturlandi kemur fram að 25 ökumenn voru kærð- ir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Einnig voru afskipti höfð af nokkrum ökumönn- um sem voru ekki með bílbelt- in spennt. Einn ökumaður var tekinn úr umferð vegna gruns um ölvun við akstur og annar til reyndist sviptur ökuréttindum. Fjögur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglu og voru þau öll án teljandi meiðla. „Vilj- um við öryggisins vegna hvetja fólk til að spenna alltaf bílbelt- in, jafnvel þó einungis sé ekið innanbæjar eða um stutta leið,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Loks var tilkynnt um innbrot í nokkra sumarbústaði í Skorra- dal í liðinni viku og eru þau mál í rannsókn. -mm Stofnun láti umhverfi njóta vafans REYKHÓLASVEIT: Fugla- vernd mótmælir harðlega fyr- irætlun Vegagerðarinnar sem mælir með að vegagerð um Gufudalssveit fari um Teigs- skóg. Eftirfarandi tilkynning var send fjölmiðlum: „Fugla- vernd leggst eindregið gegn þeirri veglínu, sem Vegagerð- in vill fylgja í Gufudalssveit. Ákvörðun Vegagerðarinnar brýtur í bága við fjölmörg lög, bæði lög um náttúruvernd sem og lög um verndun Breiðafjarð- ar, alþjóðlega samninga eins og Bernar- og Ramsar-sáttmálana, auk þess að snúa á Hæstarétt- ardóm með málamyndabreyt- ingum á þeirri veglínu sem þeir voru gerðir afturreka með. Fuglavernd hvetur Vegagerð- ina að stíga inní nútímann, hlíta áliti Skipulagsstofnunar og velja ætíð þá leið sem hefur minnst umhverfisáhrif, þrátt fyrir að slík leið kunni að vera eitthvað dýrari en aðrar leiðir. Stofnunin á að láta umhverfið njóta vafans. Fuglavernd skorar á ráðherra samgöngu- og umhverfismála að hlutast til um að Vegagerðin endurskoði þessa afstöðu sína.“ -mm Ekki einhugur um argreiðslu OR RVK: Meirihluti stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á mánudagsmorg- un tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu til eigenda að upp- hæð 750 milljónir króna. Til- lagan verður tekin fyrir á aðal- fundi fyrirtækisins síðar sama dag og samþykkt. Tveir fulltrú- ar Reykjavíkurborgar í stjórn- inni, borgarfulltrúarnir Kjart- an Magnússon og Áslaug Frið- riksdóttir, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Töldu þau að arð- greiðsla brytu í bága við þau arðgreiðsluskilyrði sem eigend- ur fyrirtækisins hafa sett því. „Er ljóst að vegna bágs fjárhags Reykjavíkurborgar leggur Dag- ur B. Eggertsson borgarstjóri hart að stjórn Orkuveitunnar að inna umrædda arðgreiðslu af hendi, þótt það þýði að víkja þurfi frá gildandi arðgreiðslu- skilyrðum. Eru slík vinnubrögð að sjálfsögðu með öllu óviðun- andi,“ sögðu þau Kjartan og Ás- laug í bókun um málið. -mm Síðasta mótið í KB mótaröðinni BORGARNES: Móta- nefnd hestamannafélag- anna Skugga og Faxa held- ur síðustu keppni í KB mótaröðinni laugardaginn 8. apríl í Faxaborg. Hefst keppni klukkan 9:30, en tímasetning er með fyrir- vara um skráningar. Keppt verður í fimmgangi F2 í 1. flokki og ungmennaflokki og Tölti T3 í barna- flokki, unglingaflokki og 2. flokki. Skráningu líkur fyrir miðnætti miðviku- daginn 5. apríl. Skrán- ing fer fram inná skrán- ingakerfinu Sportfeng og verður það hægt eftir laug- ardaginn 1. apríl. Velja þarf hestamannafélagið Skugga sem mótshaldara. Senda þarf kvittun fyrir skráningunni á netfang- ið motanefndsf@gmail. com Nánari upplýsingar verða birtar á Facebook- síðu KB mótaraðarinnar. Verðlaunaafhending fyrir efstu knapa í einstaklings- keppninni og liðakeppn- inni verður strax að móti loknu í reiðhöllinni Faxa- borg. „Ef einhver hefur áhuga á að panta stíu fyr- ir hestana sína í reiðhöll- inni Faxaborg fyrir mótið er hægt að hafa samband við Maríu Magnúsdóttir, s. 899-5600. -fréttatilk. Félag eldri borgara á Akranesi og ná- grenni hélt framhaldsaðalfund sinn föstudaginn 31. mars. Fyrir fundin- um lá að kjósa nýja stjórn þar sem fráfarandi stjórn hafði boðað afsögn. Viðar Einarsson ökukennari var kos- inn formaður félagsins í stað Jóhann- esar Finns Halldórssonar. Með laga- breytingu var jafnframt fækkað í að- alstjórn félagsins. Nú verða fimm í aðalstjórn og fimm í varastjórn í stað sjö aðalmanna og þriggja til vara. Aðrir í aðalstjórn voru kosnir Jó- hannes Ingibjartsson, Edda Elías- dóttir, Sigrún Elíasdóttir og Georg Einarsson. Stjórn á eftir að skipta með sér verkum. Í varastjórn voru kosin Bjarni Þóroddsson, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Hilmar Björns- son, Jónas Kjerúlf og Ólöf Gunn- arsdóttir. Þá var á fundinum kosið í nefndir og ráð og var umboð flestra endurnýjað. Viðar Einarsson nýr formaður FEBAN segir að fundurinn hafi sam- þykkt tvær ályktanir sem báðar snú- ast um húsnæðismál. Annars vegar var samþykkt að hafna hugmynd frá Akraneskaupstað þess efnis að félagið gangi til samstarfs við golfklúbbinn Leyni um uppbyggingu félagsað- stöðu sem þá yrði til húsa við Garða- völl. „Við óskum að sjálfsögðu golf- klúbbnum alls góðs, en stefna FEB- AN nú er að halda áfram baráttu fyrir uppbyggingu félagsaðstöðu við Dalbraut 6 eins og til hefur staðið,“ segir Viðar. Hins vegar segir hann að samþykkt hafi verið á fundinum að mótmæla því að á næstu fjórum árum leggur Akraneskaupstaðar ekki krónu til nýframkvæmda vegna hús- næðismála eldri borgara á Akranesi. „Þessu mótmælum við. Við viljum að bæjaryfirvöld geri ráð fyrir því í fjár- hagsáætlun Akraneskaupstaðar að við eldri borgarar höfum um það að segja hvar framtíðar húsnæði félags- ins verður og hvernig frá því verður gengið. Þetta er búið að vera bar- áttumál þessa félags frá upphafi. Það er rétt að rifja það upp að á 25 ára afmæli FEBAN keypti Akraneskaup- staður húsið við Dalbraut 6 til að það gæti þjónað sem félagsaðstaða eldri borgara. Þáverandi bæjarstjóri lýsti því yfir að þetta yrði húsið okkar, en það yrði lagfært og breytt til að þjóna félagsstarfi eldri borgara. Nú- verandi bæjarstjórn kaus hins vegar að kollvarpa þeim áætlunum. Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs lýsti því yfir við okkur á aðalfundinum síðastliðinn föstudag að hann væri ekki samþykkur því að núverandi hús yrði gert að félagsaðstöðu FEBAN. Ég met það því þannig að við erum á byrjunarreit í baráttunni í húsnæðis- málum félagsins. Það er því ljóst að við ramman reip verður að draga, en við eldri borgarar ætlum að hafa um það að segja hvernig húsnæðismálum okkar um ókomin ár verður háttað. Þessi áherslubreyting félagsins end- urspeglaðist með stjórnarskiptum í FEBAN síðastliðinn föstudag,“ segir Viðar Einarsson. mm Áherslur í húsnæðimálum FEBAN leiddu til stjórnarskipta Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hef- ur um nokkurt skeið verið hægt að hanna og smíða skartgripi undir öruggri leiðsögn Trausta Tryggva- sonar kennara. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa margar gersem- arnar verið smíðaðar í þessum tím- um. Nemendur voru önnum kafn- ir þegar að fréttaritari kíkti í heim- sókn á dögunum enda um vanda- samt verk að ræða. tfk Viðar Einarsson formaður FEBAN. Skartgripasmíði í FSN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.