Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 9

Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 9 Í fyrsta erindi hins magnþrungna kvæðis um Útlagann, eftir Jón Sig- urðsson, segir frá ungum manni sem flúið hafði til fjalla eftir sauða- þjófnað frá hreppsstjóranum og hafst við upp undir Eiríksjökli í kulda og vosbúð fjarri öðru fólki. Í fyrsta erindi kvæðisins segir: „Upp undir Eiríksjökli á ég í helli skjól. Mundi þar mörgum kólna, mosa er þakið ból.“ Nokkrar kindur úr Reykholtsdal hafa í vetur fetað í slóðir útilegumannsins og hafst við í Torfabæli við suðvesturjaðar Eiríksjökuls. Þeim til happs og lík- lega lífs er að veður í vetur hefur verið með besta móti. Því til stað- festingar telja veðurfræðingar vet- urinn nú í hópi fjögurra bestu veð- ursfarlega séð, en aðrir voru árin 1927, 1964 og 2002. Frændurnir Jón Eyjólfsson á Kópareykjum og Bjarni Marinós- son á Skáney riðu upp til fjalla í blíðviðri síðastliðinn miðvikudag og sóttu fé sem vitað var að væri að finna upp undir Eiríksjökli. „Ég flaug þarna yfir í febrúar og þá sáum við fimm kindur. Þær reynd- ust svo átta þegar til kom,“ segir Jón í samtali við Skessuhorn. „Við riðum upp frá Kalmanstungu, fram með Strúti og yfir Hall- mundarhraun. Kindurnar fund- um við svo í Torfabæli sem er eina tólf kílómetra innan við Kalmans- tungu, undir rótum Eiríksjökuls. Þetta reyndust fjórar fullorðnar kindur og fjögur lömb og þar af tveir hrútar þannig að það er fjölg- unar von,“ sagði Jón. Kindurnar voru frá Kópareykjum, Hofsstöð- um og Grímsstöðum. Þær reynd- ust í sæmilegu ástandi, hafa hafst við í hraunbölum og nagað mosa og annan gróður sem vex við upp- sprettur sem þarna eru. Kindurn- ar ráku þeir frændur heim að Kal- manstungu og óku þeim þaðan til síns heima eftir vel lukkaða ferð. mm Fundu átta útigengnar kindur uppundir Eiríksjökli Þessi mynd var tekin að sumri fyrir 20 árum í Torfabæli. Ljósm. Dieter Graser. Horft yfir Torfabæli í átt að Flosaskarði sem liggur milli Eiríksjökuls og Langjökuls. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1252. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn • 8. apríl kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn 10. apríl kl. 20.00.• Samfylkingin í Stj• órnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 8. apríl kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, • kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 10. apríl kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur SK ES SU H O R N 2 01 7 Unnið er á vöktum við framleiðslu á lífrænt vottuðu mjöli. Gerðar eru strangar kröfur um öryggi og gæði. Réttindi og hæfni til að nota vinnuvélar eru kostur. Störfin geta hentað hvort sem er konum eða körlum á öllum aldri. Um Þörungarverksmiðjuna Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem þang og þari eru þurrkuð í mjöl í háum gæðaflokki. Bæði framsleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna vottun. Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum mörkuðum, þar sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og snyrtivöruiðnaði auk framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru. Auðarskóli, þak 2017 – útboð Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Auðarskóli, þak 2017 - útboð“. Verkið felur í sér rif á núverandi trapisustáli af þaki efri álmu Auðarskóla og klæðningu á bárustáli í staðinn, að endurnýja þak- pappa, skotrennur, flasningar, kjöljárn o.fl. Einnig endurnýjun burðar- virkis og klæðningu þakkants, skipta um þakrennur og niðurfallsrör. Þakflötur er um 690 m2 og þakkantur um 100 m. Skiladagur verksins er 4. ágúst 2017. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal frá og með miðvikudeginum 5. apríl nk. Hægt er að óska eftir gögnum hjá Kristjáni Inga Arnarssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is og í síma 430-4700. Tilboð verða opnuð í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, föstudaginn 21. apríl 2017, kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SK ES SU H O R N 2 01 7 Föstudagurinn 31. mars var harla óvenjulegur í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði. Þá varð þó- nokkur fjölgun á nemendum þar sem 10. bekkingar allra grunnskól- anna á Snæfellsnesi komu í heim- sókn í skólann. Þetta var svokall- aður framhaldsskólahermir þar sem tíundu bekkingum gafst kostur á að kynna sér skólann og námið. Nemendur sóttu kennslustundir og fengu kynningu á starfsemi nem- endafélagsins. Þetta á eflaust eftir að hjálpa einhverjum í því vanda- sama vali þegar nemendur fara að huga að framhaldsnámi. tfk Nemendur tíunda bekkjar í framhaldsskóla- hermi í FSN Grunnskólanemendurnir virtust skemmta sér ágætlega í framhaldsskólahermi- num. Það var fjölmennt í stofunni hjá Freydísi Bjarnadóttur stærðfræðikennara. Brúin yfir Geirsá hjá Runnum í Borgarfirði er talin slysagildra af þeim sem til þekkja og ætti mið- að við ástand hennar að vera lok- að eða gert við hana að öðrum kosti. Vegurinn frá Borgarfjarðar- braut við Flóku að bænum Stóra- Kroppi flokkast sem styrkvegur, en það þýðir að hann er í forsjá sveitarfélagsins Borgarbyggðar en ekki Vegagerðarinnar. Það helgast af því að ekki er búseta á bæjun- um Kletti og Runnum. Atvinnu- starfsemi sem hins vegar stunduð á Stóra-Kroppi sem talin er forsenda fyrir því að Vegagerðin sinnir við- haldi þess hluta vegarins og upp að þjóðveginum við bæinn Hamra. Bryndís Brynjólfsdóttir sem býr á Stóra-Kroppi tók meðfylgjandi myndir af undirstöðum brúarinn- ar og hefur komið þeim á framfæri við Borgarbyggð og Vegagerðina. Eins og glöggt má sjá á myndun- um eru undirstöður brúarinnar fúnar og hún því ótvírætt slysa- gildra sérstaklega ef ekið er yfir hana á þungum ökutækjum. Þá fauk handriðið af brúnni í vetur en Borgarbyggð annaðist viðgerð á því. Vegurinn er ekki merktur lok- aður og því er talsverð umferð um veginn, að sögn Bryndísar og aug- ljós slysagildra eins og fyrr segir. mm Lúin brú og fausknar stoðir

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.