Skessuhorn - 05.04.2017, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 11
Krókhaysiskerra. 3500 kg heildarburður, ýmsar gerðir af gámum.
Unilader. 2700-3500 kg heildarburður, sem véla og sturtukerra.
WC-vagn ýmsar útfærslur. Leitið upplýsinga.
Smiðjuvegi 40 gul gata. Kópavogi.
Veitum upplýsingar í síma: 517 7718.
Heimasíða: www.topplausnir.is
Kerrurnar frá Humbaur hafa
margsannað sig á Íslandi!
750 kg 201x102 cm
verð: 139,900, -m/vsk.
750 kg 251x131 cm
verð: 250,000, -m/vsk.
750 kg 251x131 cm og sturtur.
verð: 285,000, -m/vsk.
2500 kg 303x150 cm
verð: 495,000, -m/vsk og skráningu.
Ýmsar gerðir og möguleikar
Nýtt á Íslandi frá
Wörmann kerrum!
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2017
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Þriðjudagur 11. apríl
Miðvikudagur 12. apríl
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
7
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Kailber KG-1503
Gasgrill 3x3KW
brennarar, grillflötur
2520 cm2, 9KW
39.900
Kailber KG-KG-2
Gasgrill 4x3,5KW brennarar,
grillflötur 3036 cm2,14KW
52.880
Grillandi gott
Kailber Ferðagasgrill
2x8.5KW brennarar, grillflötur
1960cm2, 18KW
29.890
Síðastliðinn mánudag boðaði HB
Grandi uppsagnir alls starfsfólks
í fiskvinnslu fyrirtækisins á Akra-
nesi, eins og fjallað er um á síð-
unni hér til hliðar. Hjá fyrir-
tækinu starfa 93 við vinnsluna
og fengu tíðindin mjög á starfs-
fólkið. Skúlína Guðmundsdóttir
er annar tveggja trúnaðarmanna
HB Granda á Akranesi. Hún seg-
ir fréttirnar hafa verið reiðarslag
og að starfsfólk sé í mikilli óvissu.
„Við fréttum þetta á mánudag og
svo var haldinn fundur á miðviku-
deginum þar sem okkur var sagt
að það yrði farið í viðræður, sem
mér skilst að séu að hefjast. En
þeir lofa engu, við vitum bara að
viðræður eiga að hefjast í vikunni
á milli HB Granda, Akraneskaup-
staðar og Faxaflóahafna. Við vit-
um það svo að gangi þetta ekki eft-
ir, þá verður okkur sagt upp 1. júní
og uppsagnir taka gildi 1. septem-
ber.“ Skúlína segir starfsfólk fisk-
vinnslunnar enn vera hálf dofið
yfir fréttunum. „Við viljum helst
halda í þessa litlu von fram í júní.
Fólk er dofið og svona en þetta
er skemmtilegt fólk og við reyn-
um að létta lundina. Við reynum
að slá á létta strengi en þetta tek-
ur ofsalega á fólk á þessum aldri,
á milli fertugs og sextugs. Maður
tekur þetta inn á sig.“
Að sögn Skúlínu hefur ástand-
ið töluvert verið rætt á vinnu-
staðnum. „Þetta var mikið rætt
fyrir helgina og þá var fólk að spá
og spekúlera. En við reynum að
halda ró okkar og vonandi fáum
við góðar fréttir í maí. Ég hugsa
nú að yngra fólkið fari að leita að
einhverju öðru samt, allavega þeir
sem eru með styttri uppsagnar-
frest.“ Hún segir að þrátt fyrir
óvissuna og áhyggjur af framhald-
inu ríki bjartsýni á vinnustaðn-
um. „Hérna er svo frábært fólk,
sem reynir að halda í vonina. Hér
vinnur duglegt og gott fólk, enda
væru menn ekki að vinna hérna
í áratugi ef hér væri ekki gott að
vera. Þetta er skemmtilegur og
góður hópur, þannig að manni
finnst maður ekki bara vera að
fara að missa vinnuna, heldur líka
félaga og vinkonur. Andinn er svo
góður hérna.“
grþ
Starfsfólk HB Granda reynir
að halda í vonina
Skúlína Guðmundsdóttir er annar af tveimur trúnaðarmönnum í fyrirtækinu á
Akranesi.