Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Side 14

Skessuhorn - 05.04.2017, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201714 SK ES SU H O R N 2 01 7 Leikdeild Umf. Stafholtstungna sýnir gamanleikinn „EINN KOSS ENN OG ÉG SEGI EKKI ORÐ VIÐ JÓNATAN“ Eftir Marc Camoletti – Leikstjóri Hörður Sigurðarson í félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi Næstu sýningar: 4. sýning fimmtud. 6. apríl kl. 20.30 5. sýning föstud. 7. apríl kl. 20.30 6. sýning sunnud. 9. apríl kl. 20.30 Veitingasala í hléi Miðaverð 2.500 kr. Ath. ekki er posi á staðnum Miðapantanir í síma 824-1988 og eg@vesturland.is Samtals voru urðuð 12.586 tonn af sorpi á urðunarstað Vestlendinga í Fíflholtum á Mýrum árið 2016. Þar af komu 2.756 tonn frá sveitarfé- lögum á Vestfjörðum. Þetta er meðal þess sem Kristinn Jónasson, formað- ur stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, greindi frá á aðalfundi 29. mars. Í árslok höfðu verið urðuð um það bil 173 þúsund tonn af sorpi Fíflholtum frá upphafi, fyrir 17 árum síðan. Nú- gildandi starfsleyfi sorpurðunarinnar í Fíflholtum gildir til 2028. Alls 47 þúsund tonn hafa verið urðuð á því svæði sem nú er í notk- un, en eldra urðunarsvæði var lokað í júlí 2016. Engar athugasemdir voru gerðar við fráganginn en stöðugt er fylgst með efnainnihaldi sigvatns frá gamla urðunarstaðnum. Hefur verið svo síðan 2012 þegar upp komu vís- bendingar um að hreinsivirkið virk- aði ekki sem skyldi. Þá voru hreinsi- virkin endurnýjuð. Framkvæmdum við tvö ný síu- beð lauk í nóvember. Þá var búið að tengja og affali frá reinum hafði verið hleypt á í október. Fljótt fór að bera á vandamálum við rein fjögur, en vatn safnaðist upp í reininni sjálfri þar sem gegnumstreymi var ekki í lagi. Þegar málið var kannað kom í ljós að vatn hafði flætt upp úr eldri fitu- skilju neðan við enda reinar númer fjögur. Í framhaldinu var ákveðið að veita uppsöfnuðu yfirborðsvatni út í útrásarskurðinn um yfirfall frá tengi- brunni á milli olíu- og fituskilju sem fyrir var og annarrar slíkrar skilju sem er hluti af nýja kerfinu. Var því lokið um miðjan desember og komst vatnsstaðan fljótt í eðlilegt horf. Alls þurfti að loka urðunarstaðn- um 17 sinnum árið 2016, en oft var um hluta úr degi að ræða og af sök- um vinds. Upp kom eldur í Fíflholt- um í ágúst á síðasta ári og ekki tókst að ráða niðurlögum hans fyrr en um miðjan næsta dag. Áætlað er að um 500 tonn af úrgangi hafi brunnið. „Kostnaður við brunann er SorpVest dýr og hleypur á milljónum króna,“ sagði Kristinn. Því næst tók Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri til máls og fór yfir ársreikninginn. Hagnaður af rekstri Sorpurðunar Vesturlands nam á árinu 2016 rétt tæpum 27 milljónum króna. SorpVest á jörðina Fíflholt, sem metin er á 4,6 milljónir króna. Eignir námu samtals 174 milljónum og eigið fé var 156 milljónir í árslok. Handbært fé var rúmar 20 milljónir, en Hrefna minnti á að þeir fjármun- ir væru í raun fastir skv. lögum til að hægt sé að reka urðunarstað í 30 ár eftir lokun hans. Eftir að ársreikningurinn var sam- þykktur var lögð fyrir tillaga um hvernig skildi fara með hagnað árs- ins. Hún hljóðaði svo að greiddur yrði 20% arður til hluthafa, sem eru sveitarfélögin á Vesturlandi og hagn- aður ársins 2016 yrði til hækkunar eigin fjár. Var það samþykkt af aðal- fundi. kgk Bruninn í Fíflholtum í ágúst síðastliðnum var einn sá mesti frá upphafi á urðunar- staðnum. Eldur logaði i einn og hálfan sólarhring. Á meðfylgjandi mynd er horft yfir að Fíflholtum yfir flóann frá Akranesi. Ljósm. úr safni. Hagnaður af rekstri Sorpurðunar Vesturlands Gert var grein fyrir ársreikningi og -skýrslu Vesturlandsstofu samhliða aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var mið- vikudaginn 29. mars síðastliðinn. Páll S. Brynjarsson, framkvæmda- stjóri SSV, fór yfir ársreikning Vesturlandsstofu. Ástæðu þess að hann gerði grein fyrir fjármálunum sagði hann vera þá að síðan í árs- lok 2013 á SSV allt hlutafé Vestur- landsstofu. Í stuttu máli var rekstr- arniðurstaða Vesturlandsstofu já- kvæð upp á rétt tæpar 4,4 milljón- ir króna. „Náðst hefur mjög góð- ur árangur í rekstri sem hefur orð- ið til þess að Vesturlandsstofa er orðin skuldlaus við lánastofnanir,“ sagði Páll. Því næst steig Kristján Guð- mundsson, forstöðumaður Vestur- landsstofu, í pontu og fór yfir starf- semina á árinu 2016. Útgefið efni er ferðahandbók og landshluta- kort, sem nýtur vaxandi vinsælda. Verða prentuð 100 þúsund kort á þessu ári og er útgáfa þess kost- uð með auglýsingum. Hann sagði Vesturlandsstofu fylgja stefnu Ís- landsstofu í kynningarmálum og þau hefðu breyst aðeins undan- farið. Nú snúist málið ekki leng- ur um að fá sem flesta heldur væri unnið að því að byggja upp vitund og sýna ábyrgð, benda fólki á staði sem eru uppbyggðir og geta tekið á móti ferðamönnum. Blaðamannaferðir gefa góða raun Erlendum blaðamönnum var boð- ið í sérstakar blaðamannaferðir um Vesturland. Sagði Kristján að það hefði gefið góða raun við kynningu landshlutans á Bretlands-, Banda- ríkja- og Þýskalandsmarkaði. „Það er góð kynning fyrir lítinn pen- ing,“ sagði hann. Þá hafa mynd- bönd af svæðinu verið i vinnslu þó þau séu ekki alveg tilbúin enn. Þrjú myndbönd sagði hann mjög langt komin en tökur í Dölum og á Snæfellsnesi hefðu ekki náðst fyrir veturinn. Taldi Kristján að mynd- böndin ættu að nýtast sveitarfélög- unum vel til kynningar þegar þau verða tilbúin. Helstu verkefni sem framund- an eru nefndi Kristján DMP-áætl- unina, eða stefnumarkandi stjórn- unaráætlanir í ferðaþjónustu. Byrjað verður á að mynda svæðis- ráð sem síðan ákvaðra skiptingu í vinnuhópa sem mynda aðgerða- áætlun fyrir sitt svæði. Síðan er á döfinni áframhaldandi markaðs- setning Vesturlands. Boðið verður upp á námskeið fyrir svæðislóðs á Vesturlandi í samstarfi við fræðslu- aðila og þá er horft til þess að stuðla að auknu samstarfi safna og menningarsetra á Vesturlandi til að styðja starfsemi og auka hlut þeirra í móttöku ferðafólks. Umræður og fyrirspurnir Að lokinni kynningu Kristjáns spunnust nokkrar umræður um ferðamál. Hér verður stiklað á stóru í þeim umræðum. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tók dæmi úr sínu nærsamfélagi og sagði að 500 þúsund manns hefðu sótt Snæfellsnes heim á síðasta ári og þau byggjust við 200 þúsund fleiri í ár. Spurði hann því Kristján hvernig Vesturlandsstofa sæi fyrir sér kynningarstarf næstu sex mán- uði eða svo, miðað við þann fjölda sem spáð er að sæki til dæmis Snæ- fellsnes heim. Kristján svaraði því til að undanfarið hefði verið lögð áhersla á að kynna svæði sem væru uppbyggð og gætu tekið við ferða- mönnum. Þá hvatti hann sveitar- félög til að koma því á framfæri við Vesturlandsstofu ef þau vildu ákveðin svæði innan sveitarfélag- anna kynnt sérstaklega, til dæmis svæði sem eru betur í stakk búin að taka við ferðamönnum en önnur. Kristján var einnig spurður hvaða sýn menn hefðu um að þróa vöru- merkið Vesturland. Hann svaraði því að staðið hefði til að gera mark- aðsáætlun, því stefnumótun Mark- aðsstofu Vesturlands náði til 2015. Hins vegar hafi verið ákveðið að fresta því vegna vinnu við DMP áætlunina, því ferðaþjónustuað- ilar hafi bara viss mikinn tíma. Hins vegar muni DMP vinnan að einhverju leyti leiða í ljós hvernig ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög sjá fyrir sér þróun ferðaþjónust- unnar á Vesturlandi og því nýtast við gerð markaðsáætlunar í fram- tíðinni. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, lagði orð í belg og kallaði eftir frekara samstarfi ferðaþjónustu og atvinnuráðgjaf- ar, þannig gætu sveitarstjórnar- menn myndað sér framtíðarsýn til dæmis með tilliti til skipulagningar byggðar. Kristján taldi þegar vera kominn vísi að samstarfi markaðs- stofu og atvinnuráðgjafar en tók undir að meira samstarf væri bæði þarft og gott. Taldi hann í þessu samhengi að vinna við DMP áætl- unina gæti orðið vísir að framtíð- aráætlun. Að lokum kvaddi sér hljóðs Gunnlaugur A Júlíusson, sveitar- stjóri Borgarbyggðar og hvatti sig og samstarsfmenn sína til að hafa í huga að framundan væri ekki áskor- un um að fá fólkið til sín, heldur að bregðast við komu þess. Krist- ján tók undir það og fagnaði því að sveitarfélög sýndu ferðaþjónustu stöðugt meiri áhuga. kgk Vesturlandsstofa orðin skuldlaus við lánastofnanir Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Vesturlandsstofu. Kynningarstarf Vesturlandsstofu hefur undanfarið snúist meira í þá átt að benda fólki á staði sem eru uppbyggðir og geta tekið á móti ferðamönnum. Á með- fylgjandi mynd er Svöðufoss á Snæfellsnesi, en þar var vegur lagfæður og bílaplan steypt síðasta sumar. Var það fyrsti áfangi uppbyggingar áningarstaðar fyrir ferðamenn á svæðinu. Ljósm. úr safni/ Gunnar Ólafur Sigmarsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.