Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201718 Skemmti- og styrktarkvöld knatt- spyrnudeildar Víkings var haldið síðastliðið laugardagskvöld í félags- heimilinu Klifi. Gestir gæddu sér á dýrindismat sem þeir Lárus, Stef- án og Hilmar útbjuggu. Leikmenn meistaraflokks sáu um að þjóna til borðs. Þeir sáu einnig um skemmti- atriði þar sem þeir könnuðu þekk- ingu gesta á leikmönnum og þjálf- urum. Varð úr hin besta skemmt- un. Einnig voru dregnir út vegleg- ir vinningar í leikmannahappdrætti meistaraflokks. Að því loknu voru boðnar upp nokkrar treyjur í fjár- öflunarskyni. Má þar nefna treyju frá Gylfa Sigurðssyni og takka- skór frá landsliðsmanninum Ara Skúlasyni sem félaginu höfðu verið gefnar. Það var svo hinn eini sanni “Mummi” eða Guðmundur Reynir Gunnarsson fyrrverandi leikmaður Víkings sem sá um tónlistaratriði. þa Skemmtikvöld Víkings Hópur nemenda úr Varmalands- deild Grunnskóla Borgarfjarðar fór í ferð í hellinn Víðgelmi í Hallmund- arhrauni í síðustu viku, ásamt gest- um sínum frá Finnlandi. Gestirn- ir komu frá grunnskóla í Olu í Finn- landi en Varmalandsskóli hefur unn- ið að verkefni í vetur sem styrkt var af Nordplus. Að sögn Þorbjargar Valdísar Kristjánsdóttur kennara á Varmalandi snerist verkefnið meðal annars um það að senda nemendur út til Finnlands og að taka á móti öðrum hópi frá Finnlandi. „Við komumst í samband við þenn- an frábæra skóla í Olu í Finnlandi og þegar við fórum að spjalla sam- an, komumst við að því að skólarn- ir okkar eru staðsettir nánast á sömu breiddargráðu. Megin markmiðið með verkefninu var svo að fá nem- endur til að hittast og kynnast, bera saman þessa tvo staði og skoða hvers vegna það er svona mikill munur á milli þessara tveggja staða þrátt fyr- ir að þeir séu nánast á sömu breidd- argráðu,“ segir Þorbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir verkefnið hafa verið náttúrufræðitengt og að mikil áhersla hafi verið lögð á nátt- úrufræði á unglingastigi skólans í vet- ur. „Þau hafa bæði lagt mikið á sig við að fræðast um landið sitt og búa til landkynningu fyrir hópinn sem þau tóku á móti, ásamt því að kynnast því sem er að gerast í Finnlandi. Síðan var þetta þannig að þegar nemendur okkar fóru út, þá gistu þeir á heimil- um annarra nemenda og fengu þann- ig að kynnast því hvernig er að vera unglingur í Finnlandi. Finnsku nem- endurnir fengu líka að taka sama þátt í lífi og starfi hér,“ útskýrir Þorbjörg. Heimsóknin í Víðgelmi sem far- in var í síðustu viku var unnin í tengslum við þetta verkefni og hluti af heimsókn finnsku krakkanna á Ís- landi. „Þau í Fljótstungu voru svo dásamleg að leyfa okkur að koma og skoða hellinn og tóku alveg rosalega vel á móti okkur. Við höfum fjallað mikið um jarðfræði í vetur og þetta var alveg punkturinn yfir i-ið,“ sagði Þorbjörg. grþ / Ljósm. Hörður Míó Ólafsson. Nemendur frá Varmalandi og Finnlandi heimsóttu Víðgelmi Hópur nemenda frá Varmalandi og Finnlandi ásamt kennurum. Nýju tæknifyrirtæki hefur ver- ið hleypt af stokkunum í Borgar- nesi. Fyrirtækið heitir Netvöktun og að því standa Anna Rún Krist- björnsdóttir og Aron Hallson, sem er jafnframt eini starfsmaður fyrir- tækisins. Hann á að baki áralanga reynslu sem tæknimaður. „Ég hef starfað sem tæknimaður í töluvert langan tíma, þannig að það er ekk- ert nýtt fyrir mér að þjónusta fyr- irtæki og einstaklinga þegar kemur að tæknimálum,“ segir Aron í sam- tali við Skessuhorn. „Ég var nokk- uð lengi hjá Tækniborg og tókst okkur að byggja upp góða tækni- sþjónustu. Var það mál manna á Vesturlandi hvað tækniþjónust- an væri góð þannig og ég tel mig hafa staðið mig prýðilega vel í því starfi. Hins vegar tók ég nýlega ákvörðun um að fara að starfa sjálf- stætt,“ bætir hann við. Því varð úr að hann stofnaði Netvöktun ásamt Önnu Rún. „Ég og Anna konan mín eigum þetta saman. Rekstur- inn var hliðarverkefni um tíma en núna er fyrirtækið komið af stað og með góðan hóp viðskiptavina. Ég er eini starfsmaðurinn, enn sem komið er, en ég reikna með að ráða fólk í vinnu í framtíðinni,“ segir Aron. Fyrirtækið er staðsett í Borgar- nesi og nú um mánaðamótin fengu Aron og Anna afhenta lykla að skrifstofuhúsnæði sem fyrirtæk- ið leigir að Borgarbraut 61. „Nú verður allt sett á fullt og stefn- an er að byggja upp og efla góða tækniþjónustu á Vesturlandi,“ seg- ir Aron og bætir því við að fyriræk- ið muni einbeita sér að viðskipta- vinum innan landshlutans. „Ég ætla að starfa eingöngu á Vestur- landi. Ástæðan er sú að til að geta veitt þá þjónustu sem ég vil veita þá getur maður ekki verið langt í burtu. Viðbragðstíminn þarf að vera góður.“ Öll almenn tækniþjónusta Að sögn Arons býður fyrirtækið upp á alla almenna tækniþjónustu. „Allt frá einföldum atriðum eins og að setja upp prentara og vírusv- arnir og upp í flókin verkefni eins og að setja upp stór tölvukerfi og sýndarumhverfi. Ég býð jafnframt upp á afritunarlausnir, skýjalausn- ir, hýsingu á vefsíðum og sýndar- vélum. Einnig tek ég að mér for- ritun og vefsíðugerð og hef hann- að töluvert margar síður í gegnum tíðina. Til dæmis vefsíðu Borgar- byggðar og síðu Landnámsseturs- ins,“ segir Aron. „Ég býð í raun upp á flest allt sem viðskiptavin- urinn þarf á að halda og hef góða þekkingu og reynslu af úrlausn fjölda vandamála. Ég veit ekki ann- að en af mínu starfi fari gott orð. Ég hef til dæmis þjónustað Borg- arbyggð og undirstofnanir í gegn- um mitt fyrra starf og held að all- ir séu ánægðir með mína þjónustu. Ég hugsa alltaf fram í tímann. Þeg- ar maður kemur að tölvum þar sem vandamálin eru mörg þá er örygg- ið númer eitt og maður tekur allt- af afrit af gögnum áður en maður byrjar. Það fylgir því auðvitað smá auka kostnaður en viðskiptavin- ir vilja frekar greiða þann klukku- tímatíma eða tvo sem tekur að taka afrit frekar en að tapa gögnum sín- um,“ segir hann. Samkeppnishæft verð Hjá Netvöktun segir Aron enn fremur vera mikið framboð hvers kyns vöru á samkeppnishæfu verði. „Flest tæknifyrirtæki sýna til dæm- is bara þrjár grunnútfærslur á Of- fice 365 hugbúnaðinum frá Micro- soft á vefsíðu sinni en ég er með hátt í 380 Microsoft vöruliði á vef- síðunni minni. Og ég er að smíða kerfi sem mun sýna verð og upplýs- ingar um 10.001 vörulið er tengj- ast sýndarumhverfum Microsoft. Þannig að ef fyrirtæki eru að leita að sértækum hugbúnaði eða sér- stakri útfærslu þá er hægt að finna hana á netvoktun.is eða bara hafa samband,“ segir hann. „Vöruúr- valið er mjög gott og ég tel þjón- ustuna sem ég veiti einnig vera mjög góða. Ég gerði nafnlausa þjónustukönnun fyrir skemmstu sem ég kom mjög vel út. Mér þótti vænt um að sjá svart á hvítu að við- skiptavinir væru ánægðir með mín vinnubrögð. Þjónustuna býð ég, rétt eins og vörurnar, á mjög sam- keppnishæfu verði,“ segir Aron Hallsson að lokum. kgk Netvöktun er nýtt tæknifyrirtæki í Borgarnesi Aron Hallsson. Ljósm. hlh. Á skrifstofunni að Borgarbraut 61 í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.