Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 27

Skessuhorn - 05.04.2017, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur og Keflavík áttust við í undanúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik í vikunni. Fyrst mætt- ust liðin í Keflavík á miðvikudaginn var og þar sigruðu Skallagrímskonur eftir jafnan og spennandi leik, 68-70. Annar leikur liðanna fór síðan fram í Borgarnesi á sunnudaginn. Var það mikill baráttuleikur, líkamlega harð- ur og varnarleikur aðalsmerki beggja liða. Fór hann á endanum þannig að Keflavík sigraði 59-74 og jafnaði því metin í undanúrslitaeinvíginu. Jafnt var á með liðunum í upp- hafi leiksins á sunnudag, Keflvík- ingar leiddu fyrstu mínúturnar áður en Skallagrímur tók að sér að leiða skömmu síðar. Staðan var jöfn að upphafsfjórðungnum loknum 15-15. Leikurinn var í járnum í byrjun ann- ars leikhluta en þá náði Keflavík afar góðum leikkafla og tíu stiga forskoti, 19-29. Skallagrímskonur svöruðu fyrir sig og minnkuðu muninn í fimm stig áður en flautað var til hálfleiks, 30-35 og leikurinn galopinn. Baráttan og spennan sem einkennt hafði fyrri hálfleik hélt áfram í þeim síðari og bæði lið þurftu að hafa mik- ið fyrir hlutunum. Sérstaklega réru Skallagrímskonur þungan róður því þær skoruðu aðeins tvö stig fyrstu sex mínútur síðari hálfleiks. Á sama tíma tókst gestunum að skora níu og kom- ast tólf stigum yfir. Þá tóku Skalla- grímskonur smá rispu og minnkuðu muninn í sjö stig en komust ekki nær að sinni því Keflvíkingar áttu loka- orðið í þriðja leikhluta og leiddu með ellefu stigum að honum lokn- um, 41-52. Skallagrímskonur voru ákveðnar sóknarlega í fjórða leikhluta og minnkuðu muninn í sjö stig upp- hafi hans. Á sama tíma virtust þær hins vegar tapa einbeitingu í vörninni og Keflvíkingar áttu því ekki í vand- ræðum með að svara fyrir sig og auka forskot sitt að nýju. Gestirnir fundu ágætis takt sóknarlega og léku vel í vörninni. Skallagrímskonur náðu ekki að gera atlögu að forskotinu það sem eftir lifði leiks og Keflavík vann að lokum 15 stiga sigur, 59 -74. Tavelyn Tillman var atkvæðamest leikmanna Skallagríms og í raun sú eina sem náði sér almennilega á strik í stigaskori. Hún lauk leik með 29 stig og tók þar að auki sjö fráköst. Aðr- ar komust ekki í tveggja stafa tölu í stigum skoruðum, en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir lauk leik með níu stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Fanney Lind Thomas skoraði níu stig einnig. Ariana Moorer setti upp myndar- þrennu fyrir Keflvíkinga; 16 stig, 18 fráköst og ellefu stoðsendingar en Thelma Dís Ágústsdóttir var stiga- hæst gestanna með 20 stig. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1 og með sigrinum á sunnudag náði Kefla- vík heimaleikjaréttinum að nýju. Næsti leikur Skallagríms og Kefla- víkur fer fram í Keflavík annað kvöld, fimmtudaginn 6. apríl. kgk Hnífjafnt í viðureign Skallagríms og Keflavíkur Tavelyn Tillman leikur á mótherja sinn í leik Skallagríms og Kefla- víkur á sunnudag. Ljósm. Skallagrímur. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, komst ekki í gegnum niðurskurð- inn á Terre Blanche mótinu sem fram fór í París um helgina. Valdís glímdi við axlarmeiðsli sem gerðu henni erfitt fyrir í mótinu. Varð hún að láta af undirbúningi eftir fyrstu níu holur æfingahringsins miðviku- daginn fyrir mótið og hvíla öxlina á fimmtudag, daginn fyrir mót. Á fyrsta keppnishringnum á föstudag spilaði hún á 80 höggum, átta yfir pari vallarins og gekk illa á seinni níu holunum, þeim sem hún hafði aldrei spilað áður. Á öðrum hringn- um, sem leikinn var á laugardag, spilaði hún prýðilegt golf og lauk leik á pari, 72 höggum. Það dugði hins vegar ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Mótið var hluti af LET Access mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumótaröðin Evrópu. Næstu verkefni hjá Valdísi eru tvö mót á LET Evrópumótaröðinni, sterk- ustu atvinnumótaröðinni, síðar í þessum mánuði. Það fyrra fer fram í Marokkó dagana 13.-16. apríl og að því loknu keppir Valdís í móti á Spáni. kgk Valdís Þóra glímdi við meiðsli í Frakklandi Knattspyrnufélag ÍA hefur feng- ið til liðs við sig Rashid Yussuf frá pólska úrvalsdeildarliðinu Arka Gdynia og mun hann leika með liði Skagamanna í Pepsi deildinni í sumar. Rashid er 26 ára gamall Englendingur. Hann er örvfættur miðjumaður sem getur jafnframt leyst stöðu vinstri bakvarðar og vinstri kantmanns. „Hann kom á reynslu í síðustu viku og spilaði leik í ævintýralega vondu veðri gegn Stjörnunni. Það veður varð þó ekki til þess að fæla hann frá,“ sagði Gunnlaugur Jónsson léttur í bragði í samtali við fotbolta.net. „Hann stóð sig vel í leiknum og við höfum fínar upplýsingar um hann auk þess sem hann hefur fína reynslu.“ Rashid lék með Charlton í yngri flokkum og á að baki einn leik með U18 ára landsliði Englendinga. Hann lék í fjögur ár með AFC Wimbledon í ensku D-deildinni og eftir stutt stopp á Möltu lá leiðin til Arka Gdynia í Póllandi árið 2015, en liðið lék þá í næstefstu deild. Arka Gdynia fagnaði sigri í næst- efstu í fyrra og komst upp í pólsku úrvalsdeildina Ekstraklasa. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni hafa Skagamenn þegar samið við pólska miðvörðinn Robert Ment- zel og nú kemur Rashid sömu- leiðis frá pólsku félagi. Í frétt fotbolta.net er greint frá því að Skagamenn ætli að halda áfram að skoða liðsstyrk frá Póllandi. Skagamenn fóru til Spánar í æf- ingaferð um síð- ustu helgi og með þeim í för var pólskur leik- maður sem fór með liðinu á reynslu, en sá ku geta spilað bæði á kantinum og í fremstu víglínu. kgk Íslandsmeistarar Snæfells léku tvisvar gegn Stjörnunni í undanúr- slitum úrslitakeppni kvenna í körfu- knattleik í liðinni viku. Fyrst mætt- ust liðin í Stykkishólmi þriðjudag- inn 28. mars og síðan öðru sinni í Garðabæ síðastliðinn laugardag. Snæfellskonur sigruðu heimaleik- inn sannfærandi, 93-78 og unnu síðan öruggan sigur í Garðabæ, 70-86 eftir að hafa haft yfirhöndina allan leikinn. Þær leiða því einvígið með tveimur sigrum gegn engum og eru komnar í vænlega stöðu fyr- ir þriðja leik liðanna sem fram fer í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudag- inn 5. apríl. Nokkurt jafnræði var með lið- unum í upphafi leiksins á laugar- dag. Snæfell hafði þó undirtökin en Stjarnan fylgdi fast á eftir. Þeg- ar fyrsti leikhluti var rétt hálfn- aður var staðan jöfn, 15-15. Eftir það skellti Snæfell í lás og Stjarn- an skoraði ekki fleiri stig í leikhlut- anum. Á meðan skoraði Snæfell átta og leiddi því 15-23 eftir upp- hafsfjórðunginn. Stjarnan minnk- aði muninn lítillega í upphafi ann- ars leikhluta en það dugði skammt. Snæfell kom forystu sinni fljótt upp í tveggja stafa tölu og hélt Stjörn- unni í þægilegri fjarlægð allt til hálfleiks. Snæfell leiddi með ellefu stigum í hléinu, 35-46. Með snörpum leikkafla snemma í síðari hálfleik náði Stjarnan að minnka forskot Snæfells í fjögur stig. En Íslandsmeistararnir voru ekki á því að hleypa heimaliðinu inn í leikinn. Snæfellskonur endur- heimtu fyrra forskotið seint í þriðja leikhluta og settu síðan í fluggírinn. Áður en fjórðungurinn var úti voru þær komnar með 19 stiga forskot, 50-69 og með unninn leik í hönd- unum. Stjarnan reyndi að gera áhlaup eftir miðjan lokafjórðung- inn en það var brotið á bak aftur. Þær minnkuðu muninn í tíu stig þegar þrjár mínútur lifðu leiks en nær komust þær ekki. Snæfell átti lokaorðið og varði lokamínútum leiksins í að innsigla 16 stiga sigur, 70-86. Aaryn Ellenberg skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst fyrir Snæfell. Bryndís Guðmundsdóttir var með 21 stig og Gunnhildur Gunnars- dóttir var með tíu stig og sex stoð- sendingar. Í liði Stjörnunnar var Danielle Rodriguez atkvæðamest með 33 stig, níu fráköst og níu stoðsend- ingar. Sem fyrr segir leiðir Snæfell ein- vígið með tveimur sigrum gegn engum. Sigra þarf þrjá leiki til að komast áfram og Snæfell getur því tryggt sér farseðilinn í úrslitaviður- eignina með sigri í næsta leik lið- anna. Sá fer fram í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl. kgk Snæfell leiðir örugglega eftir tvo sannfærandi sigra Geta tryggt sér farseðil í úrslitin í kvöld Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði og stöllur hennar í Snæfelli eru komnar í vænlega stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Stykkishólmi í kvöld. Ljósm. úr safni/ sá. ÍA semur við enskan miðjumann Rashid Yussuff tekur á móti boltanum í leik með Arka Gdynia.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.