Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 20178
Var að flýta sér
VESTURLAND: Lögreglan
á Vesturlandi greindi frá því á
skírdag að lögregluþjónar við
umferðareftirlit hefðu stöðvað
ökumann á Vesturlandsvegi til
að kanna ástand hans og öku-
réttindi. Var lögreglubifreið-
inni lagt fyrir aftan bifreið
mannsins með forgangsljós-
in kveikt eins og reglur kveða
á um. Þar sem lögreglumenn-
irnir ræddu við ökumanninn í
lögreglubifreiðinni urðu þeir
varir við að annarri bifreið var
ekið mjög greitt framhjá þeim.
Var radar lögreglubifreiða-
rinnar því opnaður og hraði
bifreiðarinnar mældur. Reynd-
ist hraðinn vera 139 km/klst.,
á stað þar sem leyfilegur há-
markshraði er 90 km/klst. Var
ökumaðurinn sem fyrr hafði
verið stöðvaður beðinn um að
stíga út úr lögreglubifreiðinni.
Náðist síðan ökumaður bif-
reiðarinnar sem ekið hafði ver-
ið svo greitt framhjá skömmu
fyrr. Sagðist hann hafa verið að
flýta sér.
-kgk
Fimm óhöpp um
páskana
VESTURLAND: Alls voru
49 ökumenn stöðvaðir fyrir að
aka of hratt í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi um
páskahelgina. Hljóta þeir fyr-
ir vikið sekt og jafnvel punkt í
ökuferilsskrá að auki.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 8. til 14. apríl
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 5 bátar.
Heildarlöndun: 22.185 kg.
Mestur afli: Ísak AK: 8.726
kg í tveimur löndunum.
Arnarstapi 1 bátur.
Heildarlöndun: 26.137 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
26.137 kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður 4 bátar.
Heildarlöndun: 151.515 kg.
Mestur afli: Grundfirðingur
SH: 54.554 kg í einum róðri.
Ólafsvík 11 bátar.
Heildarlöndun: 108.134 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
32.541 kg í tveimur löndun-
um.
Rif 6 bátar.
Heildarlöndun: 268.195 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
67.994 kg í þremur löndun-
um.
Stykkishólmur 1 bátur.
Heildarlöndun: 4.217 kg.
Mestur afli: Gullhólmi SH:
4 217kg í einni löndun.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Örvar SH - RIF:
63.316 kg. 10. apríl.
2. Grundfirðingur SH -
GRU:
54.554 kg. 10. apríl.
3. Rifsnes SH - RIF:
52.003 kg. 11. apríl.
4. Helgi SH - GRU:
50.009 kg. 10. apríl.
5. Farsæll SH - GRU:
41.705 kg. 10. apríl.
-grþ
Inga Vildís Bjanadóttir hefur verið
ráðin í starf félagsmálastjóra Borg-
arbyggðar. Hún er með meistara-
gráðu í félagsráðgjöf og diplómapróf
í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla
Íslands. Frá árinu 2011 hefur Inga
Vildís starfað sem félagsráðgjafi hjá
Borgarbyggð.
Fjórar umsóknir bárust um starf-
ið, en auk Ingu Vildísar sóttust eft-
ir stöðunni Hanna Lára Steinsdóttir
félagsráðgjafi, Kristín Þyri Þorsteins-
dóttir félagsráðgjafi og Svanhvít Pét-
ursdóttir viðskiptafræðingur.
Hjördís Hjartardóttir, núverandi
félagsmálastjóri Borgarbyggðar, læt-
ur af störfum að loknum júnímánuði.
„Eru henni þökkuð störf sín í þágu
Borgarbyggðar og óskað velfarnað-
ar,“ segir í tilkynningu á vef Borgar-
byggðar. kgk
Inga Vildís ráðin félags-
málastjóri Borgarbyggðar
Inga Vildís Bjarnadóttir.
Ljósm. úr einkasafni.
Íbúðalánasjóður hefur að beiðni
Þorsteins Víglundssonar, félags-
og jafnréttismálaráðherra, unn-
ið að greiningu á húsnæðisskorti
á Íslandi. Fjölgun eigna hefur ekki
haldist í hendur við mannfjölda-
þróun í landinu undanfarin ár.
Samkvæmt greiningu sjóðsins er
uppsafnaður munur á framboði
og eftirspurn húsnæðis á landsvísu
4.600 íbúðir, sé tekið tillit til þess
að um 1.600 íbúðir séu á hverjum
tíma í skammtímaleigu til ferða-
manna. Milli tvö og þrjú þúsund
íbúðir vantar á markaðinn á lands-
vísu til að jafnvægi náist miðað við
uppsafnaða þörf og þróun íbúa-
fjölda á hverja íbúð undanfarin ár.
Heildarþörf á byggingu á íbúðar-
húsnæði á næstu þremur árum eru
9.000 íbúðir.
Greining sjóðsins er hluti af ít-
arlegri greiningu á stöðu húsnæð-
ismála á Íslandi, sem Íbúðalána-
sjóður hefur annast fyrir aðgerða-
hóp um húsnæðisvandann. Fjórir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga
sæti í þeim hópi og mun hann skila
tillögum að úrbótum í húsnæðis-
málum í maímánuði.
Í niðurlagi greiningar sjóðsins
segir að þörf sé á byggingu 3.079
íbúða á þessu ári, 2.121 á næsta ári
og 2.169 árið 2019. „Mikilvægt er
þó að fara ekki of geyst í uppbygg-
ingu þar sem við viljum ekki lenda
aftur í ástandi líkt og var hér á síð-
ustu uppsveifluárum þar sem byggt
var langt umfram þörf. Einnig er
mikilvægt að leggja mat á hvers
konar íbúðir er mest þörf fyrir og
hvar á landinu,“ segir í greiningu
Íbúðalánasjóðs.
kgk
Vantar 4.600 íbúðir á markað
Byggt í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni: SÁ.
Nú stendur yfir árleg söfnun álestra
af hitaveitumælum. Veitufyrirtækið
Veitur vill hvetja íbúa í Borgarbyggð
til að lesa af mælunum og skrá stöð-
una á vefnum, www.veitur.is/alest-
ur. Þegar búið er að skila aflestri er
hægt að sjá notkunina myndrænt á
Mínum síðum Veitna (https://min-
arsidur.veitur.is) og um leið sjá hvort
hún er undir eða yfir meðallagi mið-
að við sambærilegt húsnæði og fjöl-
skyldustærð.
„Þetta er bæði einfalt og þægi-
legt,“ segir í tilkynningu frá Veit-
um. „Íbúar er jafnframt hvattir til
að skoða vefinn þar sem auk notk-
unarupplýsinga og álestraskila er
að finna ýmis holl ráð um notkun á
rafmagni og heitu vatni, auk annars
fróðleiks.“ kgk
Hvetja til lesturs
af mælum
Bandaríska stórfyrirtækið DuPont
hefur eignast meirihluta í Þörunga-
verksmiðjunni hf. á Reykhólum í
gegnum kaup sín á heilsuvörufram-
leiðslu bandaríska fyrirtækisins FMC
Corporation. FMC Corporation er
skráð fyrir 71,6% hlutafjár Þörunga-
verksmiðjunnar, en Byggðastofnun á
27,7% hlut. Aðrir hluthafar eru um
70 talsins. Morgunblaðið greinir frá.
Þar er haft eftir Magnúsi Helgasyni,
sem situr í stjórn Þörungaverksmiðj-
unnar fyrir hönd Byggðastofnun-
ar, að ekki sé gert ráð fyrir neinum
breytingum starfsemi verksmiðjunn-
ar á Reykhólum.
Nýtt eignarhald Þörungaverk-
smiðjunnar tengist samruna fyrir-
tækjanna DuPont og Dow Chemi-
cals, sem kemur til framkvæmda á
seinni hluta þessa árs. DuPont hef-
ur selt hluta efnaframleiðslu sinn-
ar til FMC og keypt á móti heilsu-
vöruframleiðsluna.
DuPont er eitt stærsta efnafram-
leiðslufyrirtæki í heimi. Það var
stofnað í Delaware í Bandaríkjunum
árið 1802 til að framleiða byssupúð-
ur. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur
fram að söluandvirði af vörum Du-
Pont á síðasta ári nam 25 milljörðum
Bandaríkjadala. kgk
Eignarhald Þörungaverksmiðjunnar breytist