Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 19 Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar Dalamönnum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Snæfellsbær sendir íbúum Snæfellsbæjar og íbúum Vesturlands ósk um gleðilegt sumar Grundararðarbær óskar íbúum Grundararðar og öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars Skessuhor� óskar lesendu� gleðileg� sumar� o� þakkar veturin� Brynjar Mar Guðmundsson, ung- ur listamaður á Akranesi, opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í Galleríi Bjarna Þórs næstkomandi laugardag, 22. apríl kl. 14:00. Sýningin ber heit- ið Sólarlag og tileinkar Brynjar hana ömmu sinni, Brynju Einarsdóttur. „Ég er skírður í höfuðið á henni og það var hún sem kveikti áhuga minn fyrir listinni. Hún rétti mér blað og blýant, liti og litabækur þegar mig vantaði eitthvað að gera þegar ég var lítill strákur. Það er henni að þakka að ég hef verið að teikna og mála alveg frá því ég gat fyrst haldið á blýanti,“ segir Brynjar í samtali við Skessuhorn. Nafn sýningarinnar er jafnframt sótt í smiðju Brynju, en hún gaf út ljóða- bók með sama nafni fyrir nokkrum árum. Hún lést á síðasta ári. „Amma dó í fyrra, en við vorum mjög náin. Upp frá því byrjaði ég að mála vatns- litamyndir í abstrakt súrrealískum stíl og hef meðal annars sótt innblástur í ljóðabókina hennar. Ég ákvað því að láta sýninguna heita Sólarlag, eins og ljóðabókina og tileinka hana ömmu minni, sem á heiðurinn af því að ég fór að teikna og mála. Þessar myndir hefðu líka höfðað til hennar, abstrakt súrrealískar myndir eru eitthvað sem hún kunni vel að meta,“ segir hann. Bjarni alfaðir Sýningin verður sem fyrr segir hald- in í Galleríi Bjarna Þórs að Kirkju- braut 1 á Akranesi. Leiðir Brynjars og Bjarna lágu fyrst saman fyrir meira en áratug síðan, þegar Brynjar var nemandi í Brekkubæjarskóla. „Þegar ég var strákur þá kenndi Bjarni mér myndist í Brekkó og ég hef eiginlega bara elt hann allar götur síðan,“ segir Brynjar og brosir. „Ég man að þeg- ar ég var í 1. bekk og eftir einhverja kennslustundina þá mætti ég hon- um á ganginum og sagði við hann: „Bjarni, þegar ég verð stór þá á ætla ég að að verða listamaður alveg eins og þú. Hann sagði bara „já“ og fór að hlæja,“ segir Brynjar sem nú er orðinn nokkurs konar lærlingur hjá Bjarna og lætur afar vel af því. „Bjarni er mjög hvetjandi og hefur haft mikil áhrif á marga unga lista- menn á Akranesi, eins og til dæm- is Tinnu Royal, Veru Líndal og Al- dísi Petru. Hann er eiginlega alfað- ir ungu listamannanna á Akranesi,“ segir hann og brosir. Hann bætir því við að Aldís Petra hafi veitt honum sérstakan stuðning í listinni. „Aldís Petra hefur veitt mér mikinn stuðn- ing og hvatt mig áfram í myndlistinni þegar mér hefur ekki fundist ganga alveg nógu vel. Til dæmis var það hún sem hvatti mig til að láta vaða og halda þessa sýningu,“ segir hann og bætir því við að í listinni líti hann mikið upp til allra af áðurnefndum þremur listakonum á Akranesi. Að- spurður um aðra áhrifavalda nefnir Brynjar að verk þekktra listmálara á borð við Van Gogh, Salvador Dalí, DaVinci, Michelangelo og fleiri hafi haft mikil áhrif á sig. En mestu beinu áhrifin eru þó komin frá Bjarna Þór. „Hann hvatti mig til að fara að nota vantsliti og síðan þá finnst mér eins og nýr heimur hafi opnast fyrir mér. Það var um svipað leyti og amma mín dó, en fram að því hafði ég að- allega verið að mála og teikna fótó- realískar myndir. Í fyrstu hafði ég miklar áhyggjur af því að gera mis- tök, því það er að sumu leyti erfitt að mála með vatnslitunum en eins og Bjarni kenndi mér þá snýst þetta um að láta bara vaða, leyfa mistökunum að vera með og nýta þau sem hluta af verkinu. Mér finnst því gott að nota vatnsliti til að mála abstrakt og súrr- ealískt. Þar má allt og þannig á listin að vera,“ segir Brynjar. Uppi til 2. maí Sýningin Sólarlag verður opin frá kl. 14:00 til 18:00 á opnunardaginn næstkomandi laugardag. Hún verð- ur uppi í Galleríi Bjarna Þórs þar til þriðjudaginn 2. maí næstkomandi. Á virkum dögum er opið milli kl. 15:00 og 18:00, en um helgar frá 16:00 til 20:00. Um sölusýningu er að ræða og þeim sem vilja fá forsmekk af verkum sem til sýnis verða vill Brynjar benda á Instagram-síðuna sína; brynjarmar. art. „Síðan langar mig til að hvetja fólk til að kíkja á sýninguna mína og kaupa myndirnar,“ segir Brynjar að lokum með brosi á vör. kgk Myndlistamaðurinn Brynjar Mar með pensil í hönd. Á vinnuborðinu fyrir framan hann má sjá nokkur af verkum hans. Sólarlag er fyrsta myndlistarsýning Brynjars Mars

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.