Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201712
LÆKNA
R
MÆLA
MEÐ
HUSK!
NÁTTÚRULYF
Á SÉRLYFJASKRÁ
Náttúrulegar trefjar sem halda
meltingunni í góðu formi
ehb@ebridde.is, www.ebridde.is
HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum
Aukin umsvif í byggingafram-
kvæmdum komu greinilega fram í
sölutölum byggingavöruverslana í
marsmánuði. Þetta á bæði við um
almennar byggingavörur svo og
sérhæfðar verslanir sem selja gólf-
efni. Í samantekt Rannsóknamið-
stöðvar verslunarinnar kemur fram
að sömuleiðis var umtalsverð veltu-
aukning hjá húsgagnaverslunum
og verslunum sem selja stór heim-
ilistæki. Velta húsgagnaverslana
jókst um 21,2% frá mars í fyrra en
verð á húsgögnum hefur hins veg-
ar lækkað um 8,9% á tímabilinu.
Velta byggingavöruverslana jókst
um 13,3% en verð á byggingaefni
hélst óbreytt frá mars í fyrra. Velta
stórra raftækja jókst um 9,5% og
verð þeirra var 5,9% lægra en fyrir
tólf mánuðum síðan.
Athyglisvert er að velta í dag-
vöruverslun var nokkru meiri í
mars síðastliðnum heldur en í sama
mánuði í fyrra. Þetta er þrátt fyrir
að páskarnir hafi verið í mars í fyrra
en mánuði síðar ár. Þegar leiðrétt
hefur verið fyrir þessum árstíða-
mun nam veltuaukning dagvöru-
verslana 5,1%. Verð á dagvöru fer
lækkandi, eins og á flestum öðrum
vörutegundum, og var 2,2% lægra
en fyrir ári síðan.
Velta fataverslunar í mars var
6,4% minni en í sama mánuði í
fyrra. Kemur þar annars vegar til
að hætt var rekstri nokkurra stórra
fataverslana í byrjun þessa árs og
hins vegar að staðið hefur yfir end-
urskipulagning á öðrum fataversl-
unum að undanförnu. Þar að auki
má ætla að töluverður hluti fata-
verslunar Íslendinga fari fram er-
lendis þar sem mikil aukning hef-
ur orðið í ferðum landsmanna til
útlanda. Fatakaupmenn sem RSV
hefur rætt við eru almennt sammála
um að þó dregið hafi úr fatasölu á
heildina litið sé aukning í sölu á
dýrari merkjavöru, sem sé mjög
samkeppnisfær við sambærilegar
vörur í erlendum verslunum. Þann-
ig virðist sem mestur samdráttur sé
í sölu á ódýrari fatnaði.
Óvenjulegt er að merkja samdrátt
í sölu snjallsíma, eins og reynd-
in var í mars. En sala þeirra dróst
saman um 16,9% frá sama mánuði
í fyrra. Líklegasta skýringin er að í
mars fyrir ári var nýkomin á mark-
að ný útgáfa af vinsælum snjallsím-
um en sú var ekki raunin í ár, segir
í samantekt Rannsóknamiðstöðvar
verslunarinnar.
mm
Rífandi gangur í húsgagna- og
byggingavöruverslun
Síðastliðinn laugardag opnuðu
hjónin Justyna Ondycz og Miko-
laj Ondycz veitingastaðinn Matar-
list við Ólafsbraut í Ólafsvík. Þar var
áður veitingastaðurinn Hobbitinn.
Justyna segir í samtali við Skessu-
horn að eigin veitingarrekstur hafi
verið draumur hennar í mörg ár og
þarna væri kjörinn staður til þess að
láta draum sinn rætast. „Við hjónin
höfum verið lengi í þessum bransa
og síðustu ár hef ég verið yfirþjónn
á Hótel Búðum og maðurinn minn
kokkur þar. Hann mun starfa áfram
á Búðum en við erum með tvo mat-
sveina og getum kallað fleiri til ef
á þarf að halda. Við erum mest að
höfða til heimafólks og er allt hrá-
efni héðan úr Snæfellsbæ. Við kaup-
um engar unnar vörur,“ segir Justyna
og bætir við að þau munu hafa fjöl-
breyttan matseðil sem muni höfða
til flestra. „Viðtökurnar voru fram-
ar öllum vonum þegar við opnuð-
um á laugardaginn. Fiskurinn klár-
aðist svo við urðum að reyna að ná í
meira,“ sagði Justyna.
Fréttarritari Skessuhorns prófaði
staðinn og getur staðfest að matur-
inn var í toppklassa og heimalagaða
skyrið var hrein snilld. af
Nýr veitingastaður opnaður í Ólafsvík
Jaroslaw Dobrowolski, Mikolaj Ondycz, Justyna Ondycz og Piotr Iechonski.
Girnilegt kjúklingapasta.
Réttirnir eru skemmtilega skreyttir, hér er ostakaka. Heimalagað skyr í Matarlist.
Snorrastofa í Reykholti
Fyrirlestrar í héraði
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Þriðjudagurinn 25. apríl 2017
kl. 20:30
í Bókhlöðu Snorrastofu
Er það Mímir við sinn brunn?
Snorri Sturluson þjóðar dýrlingur Norðurlanda
Simon Halink doktorsnemi í sagnfræði flytur
Umræður og kaffiveitingar
Aðgangur kr. 500
Í fyrirlestrinum leitar Simon
svara við því, hvaða sögulegu
aðstæður hafi orðið til þess að
Snorri varð þjóðardýrlingur
tveggja, eða jafnvel þriggja
þjóða, Íslands, Noregs og
Danmerkur.
SKEIFUDAGURINN 2017
13:30 Setningarathöfn á Mið-Fossum
Óvænt atriði
Kynning á frumtamningartrippum - Búfræðinemar
Úrslit í Reynisbikarnum - Nemendur í Reiðmanninum
Kynning á reiðhrossum - Búfræðinemar
Úrslit í Gunnarsbikarnum
15:15 Kaffi í Ásgarði, Hvanneyri - 1000 kr.
Verðlaunaafhending
Útskrift nemenda í Reiðmanninum
Stóðhestahappdrætti Grana - 1000 kr.
Happdrættismiða er hægt að kaupa á staðnum og sjá má
frekari upplýsingar á facebook síðu Grana
Frítt er á viðburðinn