Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201718 Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sín- um síðastliðinn mið- vikudag að fela hafn- arstjóra að vinna áfram að tæknilegum und- irbúningi fyrir hafn- arbætur á Akranesi. Einnig var hafnarstjóra falið að gera ráð fyr- ir þeim í framkvæmda- áætlun, þegar ljóst yrði að af þeim geti orðið. Í samþykkt sinni vís- ar stjórn Faxaflóahafna til þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um starfsemi HB Granda á Akranesi. Þar segir að árið 2007 hafi stjórnin samþykkt að fyrirtækið væri reiðubúið til fram- kvæmda sem myndu tryggja bætta starfs- aðstöðu HB Granda á Akranesi, en með þeim fyrirvara þó að skipu- lag svæðisins heimil- aði þær framkvæmd- ir og að samkomu- lag lægi fyrir milli Faxaflóahafna og HB Granda um verkefnið. Í október 2014 var stjórn Faxaflóahafna kynnt aðstöðuþörf HB Granda á Akranesi og á fundi í nóvember sama ár var hafnarstjóra fal- ið að kynna bæjaryfir- völdum og HB Granda hugmyndir að útfærslu mögulegra fram- kvæmda. Á fundi stjórnar Faxa- flóahafna í apríl 2015 voru frum- tillögur lagðar fram og samþykkt að kynna þær HB Granda og Akraneskaupstað. „Í viðræðum við Akraneskaupstað og HB Granda var með sama hætti og árið 2007, tekið jákvætt í óskir um landfyll- ingu og bætta aðstöðu innan hafn- ar að því tilskyldu að fyrir lægi samkomulag aðila og að skipulag heimilaði umræddar framkvæmd- ir,“ segir í fundargerð síðasta fund- ar stjórnar Faxaflóahafna. Miklar framkvæmdir Stjórnin óskaði sömuleiðis eftir því að Akraneskaupstaður annað- ist þá skipulagsvinnu sem nauð- synleg er vegna þeirra tillaga sem gerð er grein fyrir í samantekt um starfsemi, skipulag og þróun hafn- arinnar. Samantektin sem vís- að er til var unnin af Gísla Gísla- syni hafnarstjóra og lögð fram fyr- ir fundinn á miðvikudaginn. Með- al þess sem þar kemur fram er að raunhæft sé að gera um það bil 40 þúsund fermetra landfyllingu með tilheyrandi sjóvörn. Kostnaður við slíka landfyllingu er gróflega met- inn 1,2 til 1,3 milljarðar, án virð- isaukaskatts en á móti kemur að við úthlutun lóðar yrðu greidd af henni lóðagjöld. Á landfyllingunni yrðu skipulagðar lóðir fyrir stars- femi HB Granda, til dæmis fisk- vinnsluhús, frystigeymsla og upp- sjávarvinnsluhús. Hvað varðar endurbætur inn- an hafnarinnar sjálfrar tilgrein- ir hafnarstjóri í samantekt sinni nokkrar hugmyndir sem tald- ar eru raunhæfar. Yrðu þær unn- ar í áföngum. Fyrsti hluti verk- efnisins væri að endurraða grjóti milli Aðalhafnargarðsins og Báta- bryggju, til að draga úr hreyf- ingu í höfninni og ná fram demp- un á soghreyfingum skipa. Ann- ar áfangi væri rekstur stálþils á fremsta hluta Aðalhafnargarðs og gerð um 220 metra viðlegubakka. Henni myndi fylgja dýpkun utan og innan mynnis hafnarinnar og gerð snúningssvæða fyrir stærri skip. Þriðji áfangi yrðu endur- bætur á enda sjóvarnargarðs með um 50 metra lengingu hans. Ef á þarf að halda er síðan fjórði áfang- inn mögulegur, en það er stytting Bátabryggju. Kostnaður þessara verkefna allra er í samantektinni gróflega metinn á um 1,3 millj- arða króna, án virðisaukaskatts. Þessum endurbótum mætti ljúka á þremur til fjórum árum. Á landfyllingunni verða skipu- lagðar lóðir fyrir starsfemi HB Granda, til dæmis fiskvinnslu- hús, frystigeymsla og uppsjávar- vinnsluhús. kgk Vart hefur farið framhjá nokkrum að ferðamenn leggja leið sína hing- að til lands allt árið. Einnig þeir sem kjósa að leigja sér bíla og gista svo þar sem slíkt er leyfilegt, þ.e. á tjaldsvæðum. Tjaldsvæði hér á landi hafa hins vegar fram að þessu ekki verið opin nema yfir sumar- tímann og þá lenda tjaldferðamenn og fólk á bílaleigubílum í vandræð- um, vilji þeir ekki kaupa sér gist- ingu í húsum. Meðfylgjandi mynd var tekin af tjaldsvæðinu í Borgar- nesi um páskahelgina. Þrátt fyrir að tjaldstæðið sé enn lokað og ekki þjónustu þar að hafa hefur fólk lagt leið sína þangað og gist í bílum og jafnvel einnig í tjöldum. Í umræðu á íbúasíðu Borgarness á Facebook um helgina greinir umsjónarmaður tjaldsvæðisins frá því að nú standi til að opna tjaldsvæðið í Borgarnesi 20. apríl, eða mun fyrr en nokkru sinni áður. Þá er einnig stefnt að heilsársopnun þess. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Landamerki ehf en það leigir bæði tjaldsvæðið í Borg- arnesi og á Varmalandi af Borgar- byggð. mm/ Ljósm. gj. Ferðamenn allan ársins hring ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, fram- kvæmdi úttekt á eftirliti með rekjan- leika kjöts og kjötvara á Íslandi dag- ana 28. nóvember til 7. desember 2016. Markmiðið var að kanna hvort eftirlit Matvælastofnunar og heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga sé í sam- ræmi við löggjöf Evrópska efnahags- svæðisins. Áhersla var lögð á merk- ingar í tengslum við rekjanleika og notkun aukefna. Í síðustu viku voru niðurstöður úttektarinnar birtar. Í niðurstöðunum eru dregnir fram annmarkar hjá framleiðendum og í eftirliti varðandi rekjanleika hrá- efna og aukefna sem og og merking- um kjöts og kjötvara. Jafnframt eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem MAST vinnur nú með, að því er fram kemur í tilkynningu frá MAST. Með rekjanleika er m.a. átt við að unnt sé að rekja öll innihaldsefni matvöru í gegnum alla matvælafram- leiðsluna. Úttekt ESA leiddi í ljós að matvælaframleiðendur reyndust al- mennt vera með ferla til staðar eða í þróun til að tryggja rekjanleika, en gátu þó ekki allir sýnt fram á að öll þau hráefni og aukefni sem notuð voru við framleiðslu væru rekjanleg. ESA taldi eftirlitsmenn einnig skorta ítarlegri leiðbeiningar um rekjanleika og merkingar. Þá var ekki í öllum til- vikum hægt að rekja innihaldsefni vara á markaði alla leið til framleið- anda þeirra. Jafnframt telur stofnunin að eftirlitskerfið tryggi ekki að fullu að öll fyrirtæki sem komi að kjöt- framleiðslu séu rétt skráð og sam- þykkt. Í niðurstöðum úttektar ESA kemur fram að viðkomandi löggjöf hafi ver- ið innleidd í íslenskt regluverk. Eftir- litið skiptist milli MAST annars veg- ar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga hins vegar. Opinbert eftirlitskerfi sé til staðar hjá MAST með áhættumið- uðu eftirliti, skráðum verklagsreglum og kynningu á niðurstöðum. Eftir- lit sé framkvæmt samkvæmt áætl- aðri tíðni, með eftirfylgniheimsókn- um eftir þörfum. Skipulag eftirlits hafi hins vegar verið mismunandi hjá þeim heilbrigðiseftirlitssvæðum sem heimsótt voru. „Matvælastofnun hefur tekið at- hugasemdirnar sem settar eru fram í skýrslu ESA til greina og lagt fram tímasetta aðgerðaráætlun sem nú er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar,“ segir í tilkynningu frá MAST. kgk Úttekt á eftirliti með rekjanleika kjöts Annmarkar hjá framleiðendum og í eftirliti Unnið verði að undirbúningi hafnarbóta Teikning sem sýnir útlínur fjögurra hektara landfyllingar við Akraneshöfn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.