Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 21 fjórum árum. Við vorum búin að tala um að það væri forvitnilegt að fara til Afríku en svo hittist akkúrat á að það var Malaví. Og eftir að hafa komið þangað, þá langar mann að gefa í með það verkefni í Grunda- skóla,“ segir Borghildur. Hún seg- ir eina skólaheimsóknina í Malaví hafa verið einstaklega eftirminni- lega. „Ég greip með mér hundrað og eitthvað blýanta, skæri og fleira en svo voru þúsund börn í skólan- um. Ég hafði líka plastað mynd af skólanum og nokkrar teikningar frá börnunum hér heima. Skólastjór- inn var 29 ára og Jesús minn, hvað hann varð glaður. Ef ég hefði verið undirbúin undir þetta, þá hefði ég tekið með mér bækur og liti líka en svona er þetta. Það var ekki planað að ég myndi taka þátt í þessu en ég tók þetta með til öryggis.“ Ómengað vatn breytir miklu Rauði krossinn á Íslandi hefur unnið að þróunarstörfum í Malaví í nokkurn tíma, ásamt fyrrum Þró- unar- og samvinnustofnun Ís- lands, sem í dag heyrir undir Ut- anríkisráðuneytið. Rauði kross- inn á Íslandi er í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku, Ít- alíu, Hollandi og Finnlandi um störfin í Malaví. „Danir sjá í raun um okkar hluta á staðnum. Það er betra að vera í samstarfi og sam- nýta mannauðinn. Í Líbanon erum við til dæmis í samstarfi við norska Rauða krossinn. Við reynum að vera í samstarfi við stærri systur- félögin til að nýta peninginn sem best,“ segir Sveinn. Hann segir að þróunarstarfið í Malaví hafi byrjað fyrir mörgum árum. „Starfið þar hefur falist í því að byggja skóla og búa til vatnsbrunna. Þarna er vatns gulls ígildi og ekki bara til að svala þorsta eða elda mat. Það er mikið heilbrigðismál að hafa aðgang að hreinu vatni. Ef vatnið er meng- að, þá veikist fólk af niðurgangs- pestum sem þýðir að þá nær þessi litli matur sem fólk hefur ekki að nýtast. Bara að fólk fái vatn sem er ómengað breytir svo miklu,“ seg- ir Sveinn. Hann bætir því við að skólaverkefnin séu einnig mjög mikilvæg. Þróunar- og samvinnu- stofnun hafi byggt skóla en Rauði krossinn hafi meira verið í því að byggja upp innviðina. Áhersla lögð á menntun kvenna Hjónin segja að mikið sé talað um samstarf og samvinnu í sambandi við þróunarstarf. „Þannig að þetta hljómi ekki eins og einhver ölm- usa. Þetta er fjárfesting, m.a. fjár- festing í menntun. Það sem skipt- ir svo miklu máli í þessum löndum er að mennta fólkið til sjálfshjálp- ar og þar eru konur og stelpur al- gjör lykilþáttur,“ útskýrir Sveinn. Hann segir að ef karlmaður sé menntaður, sé verið að mennta einn einstakling sem sé gott. „En ef þú ert að mennta konu, þá ertu að mennta heila fjölskyldu. Kon- urnar bera ábyrgð á fjölskyldunni og því er lögð megin áhersla á að ná stelpunum inn í skólana.“ Þá er Rauði krossinn einnig að inn- leiða tilraunaverkefni í einu þorpi í Malaví, sem snýst um að auka maísuppskeru. „Venjulega eru tvær uppskerur á ári, um haust og vor. Stundum bregðast þær vegna þurrka og þá þarf að senda mikinn mat til Malaví. Með þessari tilraun er verið að dæla vatni úr á og upp í tank. Því vatni verður svo veitt yfir akrana og reynt að ná þriðju upp- skerunni. Vaxtarhraðinn ræðst svo mikið af vatninu, það er ráðandi faktor. En með þessu er mögu- lega hægt að bæta uppskeruna um þriðjung.“ Snýst um að ná börnunum í skóla Sveinn og Borghildur lýsa dæmi- gerðum skóla í Malaví sem húsi með þaki og sandi á gólfunum. Al- gengt sé að um 80 til 100 börn séu í hverjum bekk. Skólarnir eru því ólíkir því sem Íslendingar mega venjast. „Aðalatriðið snýst um að ná krökkunum inn í skólana. Það er gert með því að gefa þeim bún- inga, þá eiga þau föt, og með því að gefa þeim að borða. Þannig er hægt að ná þeim inn. Þetta gengur yfirleitt vel fyrstu tvö til þrjú árin en svo eykst þrýstingurinn á að þau fari að vinna og hjálpa til heima við. Þá detta þau oftar en ekki úr skólanum,“ segir Sveinn alvar- legur. Hann segir að mikilvægast sé að reyna að halda stelpunum í námi. Að ná þeim inn í skólakerfið og auka menntun kvenna. „Rauði krossinn hefur lagt áherslu á það. Það hefur verið boðið upp á verk- efni fyrir mæður og fyrir þungaðar konur. Þá er þeim boðið að koma og fylgst er með heilsu barnanna, þau vigtuð og mæld og það skráð niður. Síðan er reynt að ná mæðr- unum inn í hádeginu og gefa þeim mat og fræðslu í leiðinni.“ Fræðsl- an sem um ræðir er m.a. um al- mennt hreinlæti. „Það er ekki nóg að drekka hreint vatn. Það þarf að læra almennt hreinlæti líka,“ segir hann. Auk þess er reynt að halda eldri börnunum í skóla. Rauði krossinn hefur unnið að því að búa til salernisaðstöðu við skólana og bæta hana þar sem hún var fyr- ir. „Til að halda stelpunum áfram í námi er mikilvægt að bjóða upp á aðskilin salerni og rými fyrir þær stúlkur sem eru byrjaðar að hafa blæðingar. Þær hætta sumar í skól- anum út af aðstöðuleysi.“ Breyta krónum í gull Á hverju ári safnar Grundaskóli um hálfri milljón til styrktar fátækum í Malaví. Það hafa því safnast um tíu milljónir á Akranesi í gegnum árin. „Það er ævintýralega mikill peningur í Malaví. Þetta er gull fyrir fólkið þar,“ segir Borghildur. Hún útskýrir að hálf milljón dugi fyrir um það bil hálfri skólastofu. „Það má því segja að þetta séu tíu skólastofur sem búið er að safna fyrir og það eru um hundrað börn í hverri stofu. Þessi árlega söfnun er þá búin að skaffa þúsund börn- um aðstöðu til að vera í skóla.“ Borghildur hefur mikinn áhuga á því að efla söfnunina á Akra- nesi. Hún myndi til dæmis vilja byrja fyrr og bæta í söfnunina með þeim hætti. „Búa til eitthvað form í kringum það. Að breyta hugsun- arhætti barnanna, fá þau til dæmis til að vera með krukku heima við sem safnað er í,“ segir hún. Börnin þæg Aðspurð hvað hafi komið mest á óvart í Malaví segir Borghildur að það sé hvað allir hafi verið glaðir og hvað fólki virðist líða vel þar, þrátt fyrir allt. „Og hvað börnin voru rosalega stillt, það kom mikið á óvart. Við lentum óvænt á tónleik- um og börnin þar högguðust ekki. Þetta voru pínulitlir krakkar og þau stóðu alveg grafkyrr,“ segir hún. „Já, ég er sammála því og hvað all- ir eru glaðir og taka með hlýhug á móti manni. Fólkið er vingjarnlegt og tekur á móti manni með söng og dansi,“ segir Sveinn og bætir því við að það hafi einnig komið á óvart hversu fáa hann sá í yfirþyngd á öllu ferðalaginu, að hann hafi ein- ungis séð einn mann reykja og eng- an undir áhrifum áfengis, þrátt fyr- ir að vínbúðir hafi verið á staðnum. „Það var líka sérstakt að sjá bæði kirkjur og moskur, nánast hlið við hlið. Það stingur í stúf að sjá þessi risa hús sem eru byggð af einhverj- um erlendum söfnuðum. Ég held að þeim fjármunum væri Guði bet- ur þóknanlegir í að hjálpa fólki til sjálfshjálpar en að gefa þeim að- stöðu til að biðja,“ segir Sveinn. Fólksfjölgun aðalvandamálið Að sögn Sveins er stefnan tekin á að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á vegum Rauða krossins í Malaví. Hann segir mik- ilvægustu verkefnin snúa að því að gera lífið í landinu sjálfbærara. „Rauði krossinn mun halda áfram að mennta fólk, auka hreinlæti og heilbrigði og veita fjölskylduráð- gjöf. Það er mikil mannfjölgun í landinu sem veldur því að fram- farir í innviðum étast upp, vegna fólksfjölgunarinnar. Það þarf því að koma til einhver jákvæður hemill á mannfjöldaaukningu. Fólksfjöld- inn þarna hefur þrefaldast á fjörtíu árum og ef sú þróun heldur áfram, þá verður samfélagið þar aldrei sjálfbært.“ Hjónin segja að einn af algeng- um misskilningi um Malaví sé að þar séu ungar stúlkur látnar gift- ast eldri mönnum. „Það er mis- skilningur. Þetta eru oftast ungir krakkar sem eru látnir giftast. Þau eru látin ganga í hjónaband, þá fara þau af heimilinu og byrja svo sjálf að hlaða niður börnum.“ Þetta sé ein af þeim ástæðum að mikilvægt sé að halda áfram að veita fræðslu og fjölskylduráðgjöf í landinu. Nú sé stefnan tekin á að halda starfinu áfram. „Það þarf að reyna að bæta í. Það væri gaman að sjá okkur taka meira á. Við höfum verið að setja tuttugu milljónir í Malavíverkefn- ið en það væri gaman ef við gæt- um bætt tíu milljónum við það, það munar svo miklu. En Rauði kross- inn mun halda áfram að einbeita sér að heilbrigðisverkefnum og verk- efnum með konum. Það er lykill- inn að breytingum og við leggjum áherslu á það.“ grþ Norðurskógur 3 - Húsafell Heilsárs orlofsshús54.500.000 6 herbergi Eitt vandaðasta orlofshúsið í húsafelli, stór pallur, heitur pottur og leiksvæði fyrir börnin. Eignin stendur í þéttum gróðri við Hvítá, stendur því sér en frekar langt er í næstu hús. Héðinn fasteignasali 848 4806 143 fm EINSTAKLEGA VANDAÐ ORLOFSHÚS Í HÚSAFELLI Sveinn ræðir við nemendur í einum skólanum sem heimsóttur var.Daglega er eldaður maísgrautur sem gefinn er þunguðum konum og mæðrum í Malaví. Hjónin í Malaví.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.