Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201726 Hvað á að gera í sumarfríinu? Spurning vikunnar (Spurt í Öldunni í Brákarey í Borgarnesi) Árni Jónsson: „Fer til Tenerife og vestur á firði.“ Ásta Birna Einarsdóttir: „Verð að flækjast einhvers stað- ar.“ Guðmundur Ingi Einarsson: „Heimsækja Vestfirði.“ Helgi Guðmundsson: „Fara til Þýskalands.“ Ölver Þráinn Bjarnason: „Fer á hestbak í sumar hjá Gunnu á Ölvaldsstöðum.“ Hulda Hildibrandsdóttir og Hreið- ar Már Jóhannesson hafa stofn- að ferðaþjónustufyrirtækið Ocean Adventures í Stykkishólmi. Munu þau bjóða ferðamönnum upp á styttri siglingar um eyjarnar og ná- grenni Stykkishólms. „Við keypt- um nýlega lítinn bát sem við erum að gera kláran í ferðir með túrista. Aðal áherslan verður á sjóstang- veiðiferðir og styttri lundaferð- ir, um það bil klukkustundarlang- ar siglingar í kringum eyjarnar við Stykkishólm,“ segir Hulda í sam- tali við Skessuhorn. „En þar fyrir utan getum við boðið fólki upp á alls konar ferðir ef það vill, hvort sem eru norðurljósaferðir, sigling út í Flatey eða bara hvað sem fólki dettur í hug. Við munum reyna að koma til móts við óskir fólks sem óskar eftir hvers kyns sérferðum, en þessar lundaferðir og sjóstöng- in verða skipulögðu ferðirnar okk- ar,“ segir hún. Báturinn er níu metra lang- ur, útbúinn stóru húsi og nóg er af sætum. Að sögn Huldu komast tíu farþegar í hverja siglingu. „Við ætlum að leggja áherslu á góða og persónulega þjónustu við okkar viðskiptavini,“ segir hún. Byrja í lok apríl Aðspurð hvaðan hugmyndin kem- ur segir Hulda að sjórinn hafi alla tíð verið bæði sér og Hreiðari hug- leikinn. „Ég er frá Bjarnarhöfn, alin upp við ferðaþjónustuna þar. Síðan fór ég á Hóla og útskrifaðist með BA próf í ferðamálafræði frá háskólanum þar. Maðurinn minn er sjómaður og fyrir fimm árum keyptum við saman strandveiðibát, þannig að hugur okkar beggja hef- ur alltaf verið við sjóinn. Að bjóða ferðamönnum í siglingu er eitt- hvað sem okkur hefur lengi langað að prófa, við erum búin að hugsa um þetta í mörg ár en ákváðum að stökkva á þetta núna og láta vaða,“ segir Hulda. Hún vonast til að geta byrjað að sigla áður en langt um líður. „Við byrjum vonandi bara fljótlega eftir páska. Við erum að vinna í því núna að fá leyfi á bát- inn, því það er ýmislegt sem þarf að huga að til að mega sigla með fólk. En vonandi getum við byrjað í lok apríl, annars byrjum við bara um leið og öll tilskilin leyfi hafa verið veitt,“ segir hún. „Nóg af ferðamönnum hérna“ Hulda á von á því að til að byrja með verði þrír starfsmenn hjá Ocean Adventures. „Auk bátsins verðum við með lítinn kofa niðri við höfnina. Þar verður miðasalan okkar og minjagripabúð. Við verð- um með einn starfsmann í miðasöl- unni og svo mun ég vera þar líka. Hreiðar ætlar að sjá um siglingarn- ar en ég er með pungapróf og mun geta siglt með fólk ef svo ber und- ir,“ segir hún. Aðspurð um væntingar til kom- andi sumars vonast Hulda fyrst og fremst eftir því að veðrið leiki við Hólmara. „Ég vona bara að það verði gott veður, þetta byggist svo- lítið á því. Ég hef engar áhyggj- ur af því að það verði ekki nóg af fólki, það er nóg af ferðamönnum hérna,“ segir hún. „Hins vegar hef- ur mér alltaf fundist vanta meiri af- þreyingu fyrir ferðamennina. Hér er nóg af gistingu og mat en minna af afþreyingu. Það er hins vegar að- eins að taka við sér núna og okkar fyrirtæki er þar á meðal. Ég er mjög ánægð með það því þetta helst allt í hendur. Því meira sem er í boði fyrir fólk þeim mun meira heillandi er áfangastaðurinn,“ segir Hulda Hildibrandsdóttir að lokum. kgk Ocean Adventures er nýtt ferðaþjónustu- fyrirtæki í Stykkishólmi Hulda Hildibrandsdóttir og Hreiðar Már Jóhannesson fyrir framan bátinn. Evrópumót unglinga 18 ára og yngri í keilu fór fram í Finnlandi í vikunni fyrir páska. Fjórir dreng- ir og fjórar stúlkur kepptu fyrir Ís- lands hönd á mótinu. Akurnesingar áttu sína fulltrúa í mótinu því Jó- hann Ársæll Atlason frá Keilufélagi Akraness keppti þarna á sínu öðru Evrópumóti og Guðmundur Sig- urðsson var annar þjálfaranna sem fór með liðinu til Finnlands. Aðr- ir fulltrúar Íslands voru Ágúst Ingi Stefánsson, Steindór Máni Björg- vinsson, Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín, Elva Ósk Hannesdótt- ir, Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir, Helga Ósk Freysdóttir, Málfríður Jóna Freysdóttir og þjálfarinn Stef- án Claessen. Í tvímenningi drengja lék Jóhann Ársæll ásamt Ólafi Þór og höfnuðu þeir í 23. sæti með 191,5 í meðaltal, en í heildina spiluðu 45 tvímenn- ingar. Í liðakeppni drengja hafnaði Ís- land í 12. sæti í liðakeppninni og þar var Jóhann atkvæðamestur liðs- manna. Stúlkurnar gerðu gott mót í liðakeppninni og hrepptu 8. sætið. Mikil spenna ríkti hjá strákun- um fyrir keppni í einliðaleik þar sem Jóhann átti góða möguleika að komast í 24 manna úrslit í heildar- keppni mótsins. Erfið byrjun hjá Jóhanni þýddi hins vegar að hann þurfti að sækja það sem vantaði í þeim leikjum sem eftir voru. Þrátt fyrir góða spilamennsku hjá Jó- hanni þá féllu pinnarnir ekki með honum og þegar uppi var stað- ið missti hann af niðurskurðinum með 75 pinnum og endaði í 34. sæti í heildarkeppni mótsins. kgk Skagamaður lék vel á Evrópumóti í keilu Fulltrúar Íslands á Evrópumóti unglinga í keilu. Skagamaðurinn Jóhann Ársæll Atlason er lengst til hægri. Ljósm. KLÍ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.