Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201714 Sigfús Helgi Kristinsson er talmeina- fræðingur á Reykjalundi. Hann ólst upp á Hlíðarbæ í Hvalfirði en býr nú á Akranesi ásamt eiginkonu sinni Huldu Ólöfu Einarsdóttur sjúkra- liða og börnunum þremur; Pétri Jó- hannesi Óskarssyni, Rebekku Klöru Óskarsdóttur og Sigþóri Draupni Sigfússyni. En brátt verður breyting á lífi Sigfúsar, Huldu og barnanna því í júlímánuði flyst fjölskyldan búferlum til Bandaríkjanna. Sigfús fékk nýverið boð um doktorsnám í málstoðsfræðum við háskólann í Suður-Karólínu, University of So- uth Carolina. Boðið þáði hann og í samráði við fjölskylduna var ákveðið að flytja rúmlega fimm þúsund kíló- metra til Columbia í Suður-Karól- ínufylki Bandaríkjanna. Skessuhorn hitti Sigfús að máli á dögunum og ræddi við hann um það sem fram- undan er hjá honum og fjölskyld- unni. Hann er fyrst og síðast þakk- látur og ánægður að hafa fengið inn við skólann og kveðst alltaf hafa stefnt að því að feta þessa braut. „Að fara í doktorsnám og fá tæki- færi til að vinna við rannsóknir fyrst og fremst, er stefna sem ég hef allt- af haft. Að fá að taka þátt í að auka þekkingu er það sem mér þykir hvað mest heillandi af öllu,“ segir Sigfús í samtali við Skessuhorn. „Hins vegar ætlaði ég mér aldrei að fara í dokt- orsnám fyrr en eftir kannski tíu ár eða svo. Eftir að ég útskrifaðist úr meistaranámi síðasta vor þá byrjaði ég að vinna á Reykjalundi sem tal- meinafræðingur. Ég kunni vel við starfið á Reykjalundi, þótti gott að vera kominn í vinnurútínu og naut þess ágætlega að vera ekki í skóla,“ segir Sigfús. „Líklega þess vegna gleymdi ég því fljótt hvað það er mikil vinna að vera í háskóla, bú- inn að sækja um doktorsnám strax næsta haust,“ segir hann og brosir. „En þar fyrir utan hefur okkur allt- af langað að prófa að búa erlendis og þetta veitir okkur einstakt tæki- færi til þess. Ég held að það sé öllum hollt að kynnast öðru landi og ann- arri þjóð,“ segir Sigfús. Hvað er málstol? Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við og útskýra í sem stystu máli hvað málstol er. Nafnið er í raun nokkuð gegnsætt, því málstol kallast það þegar heilaskaði veldur því að fólk tapar hæfninni til að tjá sig og/eða skilja mælt mál. „Birt- ingarmyndum málstols má í sem einföldustu máli skipta í tvenns konar málstol; skilningsstol og tjáningarstol. Einstaklingur með tjáningarstol getur haft fullan eða einhvern skilning á mæltu eða rit- uðu máli en á í erfiðleikum með að tjá sig. Skerðingin getur falist í orðminniserfiðleikum eða hvers kyns vandkvæðmum með að fram- reiða merkingarbær orð og setn- ingar. Einstaklingur með skiln- ingsstol skilur illa eða ekki mælt eða ritað mál, en getur oft tjáð sig með reiprennandi hætti, þó tján- ingin geti verið snauð að innihaldi. Algengast er að málstol birtist sem einhvers konar blanda af skertri tjáningu og skilningi,“ segir Sig- fús. „En birtingarmynd málstols endurspeglar ekki alltaf heilaskað- ann sem liggur þar að baki,“ seg- ir hann. Alltaf þótt gaman í skóla Sigfús útskrifaðist með BA próf í ís- lensku frá Háskóla Íslands og síðan lá leiðin í meistaranám í talmeina- fræði, sem hann lauk árið 2016. Síð- an þá hefur hann starfað sem tal- meinafræðingur á Reykjalundi, sem fyrr segir og mun gera þar til hann fer utan. En hvað varð til þess að hann yfirhöfuð ákvað að leggja fag- ið fyrir sig? „Í íslenskunáminu tók ég í kúrsa um máltöku barna og þá kviknaði áhugi á þessum málstöðv- um í heilunum og hvernig mál kem- ur fram í tali. Sigríður Sigurjóns- dóttir prófessor kenndi þessa kúrsa og á þeim tíma presenteraði hún í gríð og erg nýtt meistaranám í tal- meinafræði við nemendur sína. Ég ákvað að prófa en vissi svo sem ekki hvort ég myndi fara út í þetta, en mér var engu að síður mikilvægt að leggja fyrir mig meistaranám við fag sem ég gæti hugsað mér að starfa við,“ segir Sigfús. „Sömuleið- is fannst mér rökrétt að samrýma áhuga minn á heilanum og málinu. Það var það sem heillaði mig við tal- meinafræðina. Málstolsfræðin voru síðan annað rökrétt framhald af þeim áhuga,“ segir hann. „En síð- an hefur mér bara alltaf þótt gaman í skóla, hvernig sem stendur á því og skemmtilegra eftir því sem ég kemst lengra í námi. Ég kann best við mig þegar ég get sökkt mér djúpt í eitt- hvað mjög sértækt.“ Einn besti skóli í heimi Eftir að hafa spurst fyrir um dokt- orsnámið við Háskólann í Suð- ur-Karolínu, sent tilheyrandi gögn og staðist þau próf sem honum var gert að standast var Sigfús boðaður til Bandaríkjanna í viðtöl og heim- sókn. „Mér og Huldu var flogið út í janúar. Þetta var tveggja daga heim- sókn og ég fór í viðtöl hjá 18 manns, þannig að maður var fljótur að hætta að reyna að leggja öll nöfn á minn- ið,“ segir Sigfús og brosir. „Þar að auki þurfti ég að flytja klukkustund- ar fyrirlestur um meistararitgerðina mína.“ Nokkru eftir heimsóknina fékk Sigfús síðan tölvupóst. „Þar var mér sem sagt tilkynnt að mér hefði verið boðin þessi doktorsnema- staða og námsstyrkur í að minnsta kosti þrjú ár,“ segir hann og kveðst hafa verið mjög ánægður. „Þetta er býsna góður skóli og í raun einn sá besti í heiminum í þessu fagi, það er að segja þessum málstolshluta talmeinafræðinnar, málstolsfræð- unum. Skólinn var efstur á mínum óskalista þegar ég byrjaði að velta fyrir mér doktorsnámi. Hins veg- ar er ekki tekið kerfisbundið við doktorsnemum þarna heldur sérval- ið og kríterían til að komast þarna inn mjög ströng. Það var því mikill heiður að fá boð um námsvist og ég var hæstánægður þegar tölvupóstur- inn barst,“ segir Sigfús. Stærsta rannsóknarstöð málstolsfræða Við háskólann er ein stærsta rann- sóknarstöð á sviði málstolsfræða sem til er í heiminum, svokölluð C- STAR rannsóknarstofa, eða Cen- ter for the Study of Aphasia Reco- very eins og hún heitir á móðurmál- inu. „Það vill reyndar svo skemmti- lega til að það er Íslendingur sem stýrir rannsóknum við skólann, Júl- íus Friðriksson. En ég hafði reynd- ar hvorki hitt hann né rætt við hann áður en ég sótti um, en það er samt skemmtileg tilviljun. En um þessar mundir er unnið að fjórum stórum málstolsrannsóknum við skólann. Þar er unnið á stórum styrk með öðrum háskólum, m.a. Kaliforn- íuháskóla og Johns Hopkins há- skólasjúkrahúsinu í Baltimore. Ég myndi fara inn í einhvern hluta einnar af þessum fjórum rannsókn- um sem doktorsnemi og byggja mína doktorsritgerð á þeirri vinnu,“ segir Sigfús. „En meginmarkmið þessara rannsókna sem eru í gangi við háskólann í Suður-Karólínu er að gera meðferð við málstoli skil- virkari og kortleggja meinafræðina sem liggur að baki, með það í huga að gera greiningu á málstoli ná- kvæmari, markvissari og geta þá séð út frá greiningunni hvaða meðferð myndi henta hverjum sjúklingi fyrir sig,“ segir hann. „Til þess er unnið að því að myndgreina heilann á C- STAR rannsóknarstofunni. Til að mynda eru teknar myndir af honum og honum skipt upp í 3x3 millimetra ferninga og síðan er hver kubbur kortlagður nákvæmlega. Þetta er gert með líklega jafn fullkomnu eða jafnvel fullkomnari myndgreining- artæki en til er á Landspítalanum,“ segir Sigfús og gefur það kannski nokkra vísbendingu um umfang rannsóknanna og stærð rannsóknar- stofunnar sem hann kemur til með að starfa á. „Rannsóknir á málstoli hafa hing- að til fyrst og fremst verið rann- sóknir á tiltekinni meðferð. Það er verið að máta meðferð við tiltekna tegund málstols og mæla útkom- una. „Þarna er þetta hins vegar gert með myndgreiningu og það er mælt hvernig málstolsmeðferð breyt- ir taugaboðleiðunum í heilanum. Það er semsagt tekin mynd af mál- stolssjúklingi, hann sendur í með- ferð og síðan tekin önnur mynd til að sjá hvaða breytingum í heilanum meðferðin gat stuðlað að. Þannig Sigfús er á leið í doktorsnám í málstolsfræðum: „Rökrétt að samrýma áhuga minn á heilanum og málinu“ Sigfús Helgi Kristinsson talmeinafræðingur. Sigfús og Hulda Ólöf Einarsdóttir gengu í hjónaband síðasta haust. Hér eru þau nýgift ásamt börnunum þremur; Rebekku Klöru Óskarsdóttur, Pétri Jóhannesi Óskarssyni og Sigþóri Draupni Sigfússyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.