Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímskonur hafa lokið þátt- töku í Íslandsmótinu í körfu- knattleik þetta árið, eftir tap gegn Keflavík í oddaleik um sæti í úrslitaviðureigninni um Íslands- meistaratitilinn. Oddaleikurinn fór fram í Keflavík á skírdag, 13. apríl. Eftir mjög jafnan fyrri hálf- leik reyndust Keflvíkingar sterk- ari í þeim síðari. Skallagrímskon- ur gerðu góða tilraun til að kom- ast aftur inn í leikinn í lokafjórð- ungnum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Keflavík hafði að lokum 16 stiga sigur, 80-64. Gangur leiksins Líf og fjör var á upphafsmín- útum leiksins og varnarleikur- inn, sem hefur verið aðalsmerki beggja liða í einvíginu, var í auka- hlutverki. Þess í stað fékk sókn- arleikur beggja liða að njóta sín. Mikið var skorað en aldrei mun- aði meira en fjórum stigum á lið- unum í upphafsfjórðungnum og staðan var jöfn að honum loknum, 22-22. Það sama var uppi á ten- ingnum í öðrum leikhluta. Liðin sóttu og staðan var hnífjöfn, allt þar til annar leikhluti var hálfn- aður. Þá náðu Keflvíkingar heldur yfirhöndinni, leiddu með þremur stigum þar til á lokamínútu fyrri hálfleiks, þar sem liðið skoraði sex stig og tókst að fara með átta stiga forskot í hléið, 48-40. Þann- ig lauk gríðarlega skemmtilegum fyrri hálfleik í þessum oddaleik, þar sem mikið var skorað og bæði lið sýndu gæði sín sóknarlega. Keflavík náði 13 stiga forskoti snemma í síðari hálfleik. Þær keyrðu upp hraðann í leiknum, hertu tökin í vörninni og héldu Skallagrímskonum stigalausum á fimm mínútna kafla í leikhlutan- um, en juku forskotið hægt og být- andi á meðan. Með nokkrum góð- um körfum undir lok leikhlutans tókst Skallagrími þó að minnka muninn í 14 stig fyrir lokafjórð- unginn, 66-52. Skallagrímskonur komu mjög ákveðnar til lokafjórðungsins, tókst að halda Keflavíkurliðinu stigalausu fyrstu mínúturnar og hleypa mikilli spennu í leikinn að nýju. Þær minnkuðu muninn í sex stig þegar komið var fram yfir miðjan leikhlutann en nær kom- ust þær ekki. Keflavíkurliðið lék af mikilli yfirvegun síðustu mín- úturnar og gaf ekki frekari færi á sér. Liðið jók forskot sitt að nýju á síðustu mínútunum og sigraði 80-64. Ragnheiður Benónísdóttir skor- aði 14 stig fyrir Skallagrím og tók 5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir var með 12 stig og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði 11 stig og tók 6 fráköst. Ariana Moorer var at- kvæðamest Keflavíkinga með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og Erna Hákonardóttir skoraði 20 stig. Stoltur af liðinu Keflvíkingar sigruðu viðureign- ina þar með 3-2 og mæta Snæ- felli í úrslitaeinvíginu um Íslands- meistaratitil kvenna í körfuknatt- leik. Skallagrímskonur hafa hins vegar lokið þátttöku í mótinu að þessu sinni en mega vel við una. Þær hafa rækilega stimplað sig inn sem eitt besta körfuknattleiks- lið landsins. „Þegar það voru að- eins þrjár mínútur eftir og við vor- um sex stigum undir þá var þetta mjög tæpt en Keflavík spilaði bet- ur í kvöld. Þær eiga hrós skilið,“ sagði Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, í samtali við Vísi eft- ir leikinn en kvaðst heilt yfir vera ánægður með veturinn og sagð- ist vilja vera áfram með liðið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði, þær eru búnar að standa sig vel á þessu tímabili. Mér líður vel í Borgar- nesi. Ég er mjög ánægður með liðið og stuðninginn. Ég vil þakka fólkinu þar fyrir.“ kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímskonur komast ekki í úrslitin Kristrún Sigurjónsdóttir í baráttu við leikmenn Keflavíkur. Meistaramót Íslands í badminton fór fram dagana 7.-10. apríl. Badmin- tonfélag Akraness sendi 14 keppend- ur til þátttöku undir merkjum ÍA og gekk mörgum þeirra vel í mótinu. Brynjar Már Ellertsson sigraði í tvenndarleik í B flokki þar sem hann lék ásamt Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur úr UMFS. Brynjar Már hafnaði síðan í öðru sæti í tvíliðaleik í sama flokki ásamt Tómasi Andra Jörgenssyni, sem einnig er í ÍA. Aðalsteinn Huldarsson hafnaði í öðru sæti í einliðaleik í Æðstaflokki, en þar leika keppendur 50 ára og eldri. Drífa Harðardóttir varð önnur í tvenndarleik í Meistaraflokki ásamt Davíð Bjarna Björnssyni úr TBR og einnig varð hún önnur í tvíliðaleik í Meistaraflokki þar sem hún spilaði með Elsu Nielsen úr TBR. kgk Íslandsmeistarar í tvenndarleik í B flokki eru Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS. Þau sigruðu Sigurð Inga Pálsson úr TBR og Bjarndísi Helgu Blöndal úr Hamri í úrslitaviðureigninni. Brynjar Már varð Íslands- meistari í tvenndarleik Snæfell og Keflavík eigast við í úr- slitaeinvíginu um Íslandsmeistaratit- il kvenna í körfuknattleik. Ríkjandi Íslandsmeistarar Snæfells sópuðu Stjörnunni úr undanúrslitunum með þremur sigrum gegn engum en Kefl- víkingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með því að leggja Skallagrím í odda- leik á skírdag. Það sama gildir í úr- slitum og undanúrslitum, það lið sem fyrr sigrar þrjár leiki sigrar viðureign- ina og hampar þar með Íslandsmeist- aratitlinum. Snæfell hefur heimaleikjaréttinn í einvíginu og fyrsti leikur liðanna fór fram í Stykkishólmi í gærkvöldi, þriðjudaginn 18. apríl. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á mánudag en var frestað vegna veðurs. Því var hann leikinn í gær og af þeim sökum er ekki hægt að greina frá úrslitum hans í Skessuhorni vikunnar því blað- ið var farið í prentun áður en leikur- inn hófst. En þrátt fyrir að fyrsta leiknum í úrslitum hafi verið frestað þá færast aðrir leikdagar ekki til. Liðin mætast næst í Keflavík á fimmtudag, 20. apríl og aftur í Stykkishólmi sunnudaginn 23. apríl næstkomandi. Verði úrslit ekki ráðin að þremur leikjum lokn- um mætast liðin fjórða sinni í Kefla- vík miðvikudaginn 26. apríl og þurfi oddaleik til að knýja fram Íslands- meistara mun hann fara fram í Stykk- ishólmi laugardaginn 29. apríl. kgk Úrslitin hófust í gærkvöldi Snæfell sópaði Stjörnunni 3-0 í undanúrslitum og mætir Keflavík í úrslitum. Ljósm. sá. Borgnesingurinn Bjarki Péturs- son kom, sá og sigraði á Boilerma- ker Invitational mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu um helgina. Á Kylfingi.is segir að Bjarki, sem spilar fyrir Kent State háskólann, hafi leikið hringina þrjá á fjórum höggum undir pari og lék höggi betur en liðsfélagi hans, Josh Whalen. Á lokahringnum gerði Bjarki fá mistök, fékk þrjá skolla og fimm fugla og kom inn á 70 högg- um (-2) og tryggði sér sigur í annað skiptið á háskólaferlinum. mm/ Ljósm. kylfingur.vf.is Bjarki sigraði á sterku amerísku háskólamóti Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 50. sæti á Lalla Meryem Cup mótinu sem fram fór í Mar- okkó um páskahelgina. Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu. Var þetta annað mót tímabilsins hjá Valdísi á mótaröðinni. Valdís lék fyrsta hring mótsins á 76 höggum, eða fjórum yfir pari en flaug í gegnum niðurskurð- inn með frábærri spilamennsku á öðrum hring. Hann lék hún á 71 höggi, einu undir pari og komst því áfram í mótinu á sam- tals þremur yfir pari. Þriðja hring- inn fór hún á 73, einu höggi yfir pari og lyfti sér upp í 26. sætið fyr- ir lokahringinn, sem leikinn var á páskadag. Valdísi fataðist hins vegar flugið á lokahringnum þar sem hún spilaði á 77 höggum, eða fimm yfir pari og samtals lauk hún því keppni í mótinu í 50. sæti á níu höggum yfir pari. „Ég er með blandaðar tilfinn- ingar eftir þetta mót,“ skrifaði Valdís á Facebook-síðu sína eft- ir mótið. „Skorin sem ég spilaði á endurspegla enganvegin spila- mennsku mína í þessu móti og það er svekkjandi. Pútterinn minn var ískaldur allt mótið og það reyndi heldur betur á þolinmæð- ina að vera stöðugt í fuglafærum en setja varla eitt einasta pútt ofan í. Stundum er það víst þannig! Seinni 9 í dag [sunnudag; innsk. blaðamanns] voru ekki góðar og þær hreinlega eyðilögðu mótið fyrir mér.“ Næsta mót Valdísar á LET Evr- ópumótaröðinni fer fram á Spáni og hefst það á morgun, sumardag- inn fyrsta, 20. apríl. kgk/Ljósm. kylfingur.is. Fataðist flugið á lokahringnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.