Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birt- um við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@ skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athug- ið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dreg- ið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 75 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Kyrravika.“ Vinningshafi er Garðar H Guðjónsson, Grenigrund 30, 300 Akranesi. Káeta Svip- stund Skafið Tíma- bil Líka Háls Brátt Kák Krydd Á fæti Átt Dvel Óbif- andi Óttast Kópia Steypi- regn 8 5 Vangi Duft 3 Skelin Jafn- ingja Ferð Grugg Vein Til Óskar Sýll Ruglar Grunar Dropi Rispa Spurn Friður Bauti Flík Ólokin Menn Ólæti Rennur Nískur 11 Glerið Tvíhlj. Korn Jötunn Situr Hlaup Frá Gelt Ár- mynni Samhlj. Hróp 1000 1 Gaffall Hljóðf. Kvað Skúr Flokkar Kven- fugl Heiðar Bindur Lét Fljót Stillir Leiðsla Á fæti Brík 6 Skvamp Þreyta Innan 2 Vaggan Halur Hól Hvíldu Þreytir 51 Missir Tign Dug- lega Mylur Harð- fiskur 10 Píla Umrót Fyrr Hólmi Sýl Ögn Þol 4 Fugl Kopar Tóm Erill Bjálki Beygðu 9 Vaða Ögn Temur Ílát 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 U P Á S K A B L Ó M K L Á R R J Á L A L T T Á Ó R A L A U S N S A T L U R K U R N Á T Ó F Ó M A R Á H E I T Ó S N A U T A R K L I F Á L K A Ö R A S I N Ý R Ó L M Á S T Ú Ð F R Ö R M Ó K K A R I N N P E N N I M L I R Á A R Á R D E G I A Ð A L L E G A Y S V I N N U R S E I N A R K R E M Á N S A G T D R K A U G A E I A S K A E Ð A U N S I L Æ T U R D M N K S T O Ð N Á I A F M Á A G I S N E I S K Y R R A V I K A L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Nú eru páskarnir nýaf- staðnir og ekki úr vegi að sýna þeirri hátíð nokkurn sóma. Reyndar er ég ekki sérfróður um trú- arbrögð en einhvern grun hef ég um að flest trúarbrögð haldi sínar hátíðir nálægt miðjum vetri og aftur að vori að minnsta kosti. Klerk- arnir kenna okkur að tengja þær við við- burði úr Biblíunni en að sjálfsögðu mætti eins tengja þær við hækkandi sól og vorkomuna. Það best ég man segir Jesú samkvæmt Biblí- unni, jafnvel oftar en einu sinni: „Ég er sendi- boði.“ Það þýðir þá væntanlega að einhver hefur sent hann og þá einhverra erinda. Hins vegar verða menn oft uppteknari af því hvað kom fyrir sendiboðann en gleyma að hlusta á hvaða boðskap hann færði okkur. Að kærleik- urinn er æðstur alls. Jafnvel virðast þeir hvað gleymnastir í því Guðs eigin landi þarna west- urfrá þó þeir fari stundum í kirkju. En hér kemur semsagt útgáfa Gunnars Straumland af Páskaguðspjallinu í fjórum versum: Pálmasunnudagur: Jálkinum sínum Jesús reið á Jerúsalemsvegi. Veifandi pálmum pöpull beið á Pálmasunnudegi. Skírdagur: Dagur að kveldi kominn var kvöldmáltíðin seina er Frelsarinn þvoði fætur þar feginna lærisveina. Föstudagurinn langi: Tekinn fastur, tuktaður tyllt var upp á krossinn. Titraði jörð er tyftaður tregaði dauðakossinn. Páskadagur: Annað viðhorf eflaust varð hjá okkur jarðarsauðum því undur varð við okkar garð; upp reis Hann frá dauðum. Annar merkismaður sem orti rímur af Jesú Kristi var Tryggvi Magnússon teiknari frá Bæ á Selströnd og kannske rétt að glugga örlítið í þau fræði. Varla getur það orðið okkur nema til góðs. Tekið skal fram að fylgt er stafsetningu Helga Hóseassonar en fyrst segir þar af innreið Jesú í Jerúsalem: Til Érúsalem Ésú langar, jafnan að því hné, löng þó talin leiðin þangað labbandi manni sé. Ösnu bundinn finnið fola, færið mér hann senn, ykkur mundu þetta þola þessa héraðs menn. Ef eitthvert grey vill eitthvað segja ykkur skiljast má, bara segið þeim að þegja, þengill vilji hann fá. Alls með kurt þess ýtar geymdu er öðling skipa vann, folann burt í flýti teymdu, færðu honum gripinn þann. Komu því næst þeir og sögðu: Þvílíkt stímabrak. Á folann sína larfa lögðu, lausnarann settu á bak. Og um vöku þeirra drengja í grasgarðinum kveður Tryggvi: Eftir svallið uppgefinn álmur skálma ramur synd hóf alla á hrygginn, á honum hallast klyfberinn. Þengill snjallur þar hittir þunda mundarklaka, það voru kallar þrautseigir, þeir voru allir sofnaðir. Og um Júdas heitinn sáluga og hans aðfarir og umþenkingar: Naumast Júdas boða bíður, brýndi hann mútan ill. Klerkar Júda og kennilýður Kristi stúta vill. Kaífas varð kátur næsta kastaði allri sút, bograði þá í byrðu læsta og borgaði kalli út. Júdas maura mikils virti meðan andann dró, þrjátíu aura þar hann hirti, það var fjandans nóg. Síðar dregur svo til meiri tíðinda: Buðlung nú réð byrsta sig brátt og hátt svo mælti: Satan trúi ég sendi þig, svíkur þú með kossi mig. Pétur flanar fram á svið, fleininn reyna vildi, Himnabana hræddist við hugarvana skauða lið. Bjóst að drepa bráðólmur blauða kauðagarma Hárs í nepju hamrammur, Hildar krepju þaulvanur. Ólma geira efldi þrá, óður vóð að Malkus, honum eyrað af réð flá, ekki fleiri högg þarf sá. En við vitum nú flest hvernig fór að lokum: Dæmdum oss til aflausnar allra hnossa bestur ránarblossa raftur var rokna kross á festur. Klerka sálin ör til alls örg og hál að vonum með sitt tál og trúarfals þeim tókst að kála honum. En það fór nú svo sem ekkert vel fyrir Júdasi heldur þó hann ætti einhverja aura: Silfri grýtti gólfið á, gekk það lítt að vonum, mjög sér flýtti maður sá margt gekk skítt fyrir honum. Tók að hengja sjálfan sig, svírann þveng um hnýtti, þó afdrif fengi leiðinlig lát hans enginn sýtti. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Eftir svallið uppgefinn - álmur skálma ramur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.