Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201716 „Keppni er mjög mikilvæg hvatn- ing í allri íþróttaiðkun. Það að stefna að einhverju takmarki og finna fyrir framförum fær fólk til að leggja sig fram. Það skiptir síð- an engu máli hversu gamall mað- ur er. Kappið er alltaf til staðar,“ segir Ingimundur Ingimundarson, íþróttakennari til áratuga, sem hef- ur skipulagt íþróttastarf fyrir eldri borgara í Borgarbyggð með góð- um árangri síðastliðin ár. Ævistarf Ingimundar hefur verið á íþrótta- sviðinu en hann hefur komið að íþróttaþjálfun og félagsmálum frá fermingu kringum 1960 og þjálf- að hundruð einstaklinga í frjálsum, sundi og öðrum íþróttum. Boccia, ringó og pútt „Það er mikilvægt fyrir alla, unga sem aldna, að stunda íþróttir,“ seg- ir Ingimundur. „Regluleg hreyfing og það að taka þátt í æfingum og keppni hefur jákvæð áhrif á heils- una og eflir fólk á öðrum sviðum daglegs lífs,“ bætir hann við og segir að þetta eigi ekki síst við fólk sem komið er fram yfir miðjan ald- ur. „Ég tel að hreyfing og félags- starf sé ekki síst mikilvægt fyrir þennan hóp, einkum hjá þeim sem eru hættir að vinna. Marga vantar ný viðfangsefni á daginn og þá er ekki úr vegi að taka þátt í íþrótt- um.“ Það var fyrir tæpum ellefu árum sem Ingimundur hóf að skipu- leggja íþróttastarf fyrir eldri borg- ara en þá byrjaði hann að standa fyrir tímum í boccia í Borgarnesi þar sem hann er búsettur. „Ég var sjálfur að minnka við mig vinnu og sá að það vantaði skipulagt starf fyrir eldri borgara. Þá gerði ég bara það sem ég hef alltaf gert, varð mér út um græjurnar og byrj- aði að skipuleggja tíma og hvetja fólk til að mæta,“ segir Ingimund- ur. „Fljótlega kom Flemming Jes- sen með mér í þetta en við höfum báðir komið að íþróttastarfi og félagsmálum í áratugi hér í Borg- arfirði. Boccia er enn stundað í hverri viku yfir veturinn og hvílir skipulagið nú á herðum Flemm- ings sem er líka farinn að skipu- leggja tíma í nýrri íþrótt, ringói. Ég er hins vegar á fullu í púttinu.“ Fólk bíður spennt Ingimundur hafði stundað golf í áraraðir þegar hann byrjaði að halda pútttíma fyrir eldri borgara á æfingaflötinni á Hamarsvelli í Borgarnesi fyrir sex árum. „Pútt- ið hentar vel fyrir þennan hóp og kviknaði strax áhugi hjá mörg- um. Við hittumst tvisvar í viku á Hamri og púttuðum og voru skor skráð niður. Ég fór síðan að senda yfirlit í tölvupósti um skor vikunn- ar og þá gat fólk séð hvar það var statt,“ segir Ingimundur og bætir því við að þetta hafi virkað hvetj- andi á iðkendur. „Fólk beið alltaf spennt eftir að fá að sjá hvar það var statt miðað við hina og hvort að það var í framför eða ekki. Þetta virkaði hvetjandi.“ Púttið var bundið við sumar- ið en það breyttist fyrir nokkrum árum þegar Golfklúbbur Borgar- ness tók höndum saman við hóp eldri púttara um að byggja inni- aðstöðu í gamla kjötsal sláturhúss KB í Brákarey. „Aðstaðan í Eyj- unni eins og við köllum aðstöð- una breytti miklu fyrir okkur og gerði það að verkum að við getum stundað púttið yfir veturinn. Við hittumst þar tvisvar í viku, á þriðju- dögum og fimmtudögum, og pútt- um á stórri 18 holu flöt sem þar er,“ segir Ingimundur. „Allt í allt erum við 27 sem hitt- umst til að pútta, en þar af er um 15-18 manna kjarni sem mættir nánast alltaf. Flestir eru komnir yfir sjötugt, en þó eru nokkrir komnir yfir sextugt og einn yfir áttrætt.“ Keppa við Skagamenn í pútti Ingimundur segir pútthópinn allt- af vera að keppa. „Við förum í alls- kyns keppni í tímunum okkar og síðan tökum við þátt í mótum þar sem púttarar úr öðrum byggð- arlögum mæta til leiks. Í febrúar héldum við t.d. opna mótið Þorra- þræl í Eyjunni þar sem þátttak- endur komu víða að og tókst það vel. Þar voru um 50 manns sem mættu, þar af 15 sem voru 80 ára og eldri. Undanfarin ár höfum við síðan keppt við Akurnesinga í bæj- arkeppni en sú keppni fer fram á sumrin og á þremur stöðum; á Akranesi, í Nesi í Reykholtsdal og í Borgarnesi,“ segir Ingimundur sem kveðst hvetja sína liðsmenn í Borgarnesi fyrir komandi keppni gegn Skagamönnum. „Þeir hafa unnið síðustu tvö ár þannig að við þurfum að standa okkur bet- ur í sumar. Þessi keppni er sérlega ánægjuleg og hafa myndast góð tengsl á milli hópanna.“ Einnig hefur hópur farið að keppa á Landsmóti 50+ sem hefur verið haldið árlega frá 2011. „Það er ómetanlegt að UMFÍ haldi þetta mót. Það er keppt í allskyns greinum og vil ég nota tækifærið og hvetja fólk til að taka þátt en hægt er að skrá sig á heimasíðu UMFÍ. Mótið fer fram í Hvera- gerði í júní.“ Alinn upp í þessu Ingimundur vill að lokum hvetja fólk til að taka þátt í íþróttum og býður nýliða velkomna í tímana hjá sér og Flemming. „Ég held að það sé góð stemning hjá okk- ur og er nóg pláss fyrir nýliða. Í hópnum eru t.d. margir sem hafa ekki stundað íþróttir á lífsleiðinni og er sérstaklega gaman að sjá þá færast í aukanna þegar kemur að keppni,“ segir hann og sem kveðst sjálfur lifa fyrir íþróttastarf og félagsmál. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég mundi gera ef ég myndi hætta að koma að íþróttum og félagsstarfi. Við Flemming höf- um ferðast í önnur byggðarlög til að kynna íþróttir eldri borgara og vonum að þeir eldar haldi áfram að loga. Ég er alinn upp í félags- málum og íþróttum og er alltaf jafn gefandi að taka þátt, sérstak- lega þegar maður sér hvað þetta gefur fólki mikið.“ hlh Íþróttir mikilvægar fyrir eldri borgara Ingimundur Ingimundarson. Verðlaunahafar á púttmótinu Þorraþræl sem fram fór í Eyjunni í febrúar. Um 50 manns tóku þátt í mótinu. Ljósm. ii. Borgfirskir púttarar í Nesi í Reykholtsdal eftir keppni gegn Skagamönnum. Ljósm. þt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.