Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 25
Tveir líffræðingar (par) sem eru
ólmir í að ganga í rannsóknarstörf í
Ólafsvík leita að leiguhúsnæði
Við erum tveir líffræðingar (par),
Jóhann og Jónína, sem störfum
hjá Hafrannsóknastofnun og erum
búsett í Reykjavík. Við komum til
með að hefja störf í starfstöðinni í
Ólafsvík um leið og okkur hefur tekist
að finna hentugt leiguhúsnæði. Við
erum reyklaus og róleg og mikið
útivistarfólk. Við erum barnlaus enn
sem komið er og þurfum því ekki
mikið pláss en erum opin fyrir öllum
möguleikum. Vonin er að finna hús-
næði í Ólafsvík en við erum einnig
tilbúin að skoða möguleika fyrir utan
bæjarfélagið ef einhverjir eru. Það má
ná í okkur í síma 866-7092/848-7023
eða með tölvupóst jonina.herdis.olafs-
dottir@hafogvatn.is.
Óskum eftir húsnæði
Hjón með 3 börn óska eftir húsnæði
til leigu í Borgarnesi. Anna 865-1873.
Sammi 892-2944.
Óska eftir húsnæði
Óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á
Akranesi eða rétt fyrir utan. Arco1366@
gmail.com.
Óskum eftir húsnæði á Akranesi
Hjón með tvö börn óska eftir 4. her-
bergja íbúð til leigu sem fyrst. Erum að
flytja til Íslands frá Danmörku eftir 14
ára búsetu. Erum reglusöm og skilvís.
Vinsamlegast hafið samband í síma
856-2999, Jörgen.
Antik sófi frá ca. 1920 mjög glæsi-
legur til sölu
Antik sófi frá ca. 1920, ný bólstraður
og eikar tréverk fallega útskorið og
sér ekki á. Málin á sófanum: 200 cm
(L) x 87 cm (B) x 77 cm (H). Hægt að
taka bak af vegna flutninga. Verð 90
þús. og upplýsingar í síma 696-2334.
Til sölu peugeot racer hjól, flott
klassískt hjól
Til sölu peugeot
racer hjól, flott
klassískt hjól,
53cm frá pedala
upp í sæti. Verð
40 þús. Uppl. í
síma 696-2334.
Markaðstorg Vesturlands
LEIGUMARKAÐUR
Dalabyggð -
miðvikudagur 19. apríl
Jörfagleði 2017. Opið hús í leikskól-
anum kl. 8 - 17. Gestum og gangandi
verður boðið upp á kaffi og meðlæti
allan daginn á leikskólanum í Búðardal.
Fátt er betra en fagna sumarkomu og
sól með leikskólabörnum. Jörfagleði
verður sett í Dalabúð kl. 21. Þorrakór-
inn og Nikkolína skemmta gestum eins
og þeim er lagið.
Snæfellsbær -
miðvikudagur 19. apríl
Kynningarfundur strandhreinsiverk-
efnis í Átthagastofu Snæfellsbæjar
kl. 15. Snæfellsnes hefur verið valið
sem fyrsta íslenska svæðið fyrir sam-
norræna strandhreinsiverkefnið Nordic
Costal Cleanup 2017. Verkefnið er í
undirbúningi en þann 6. maí munu
sjálfboðaliðar ganga fyrirfram ákveðn-
ar strandlengjur og tína rusl. Allt rusl
verður flokkað og sent í endurvinnslu.
Kynntu þér málið á fundinum.
Akranes - miðvikudagur 19. apríl
Hið margrómaða konukvöld ÍA verður
haldið í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum
á síðasta vetrardag, klukkan 19. Þema
kvöldsins er „Í sól og sumaryl“.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 19. apríl
Elskum mat og sóum honum ekki.
Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur
hjá Landvernd, fjallar um hvað mat-
arsóun er, umfang hennar og hvaða
áhrif hún hefur á Jörðina. Einnig hvað
hægt er að gera til að koma í veg fyrir
matarsóun. Fyrirlesturinn verður hald-
inn á efstu hæð ráðhúss Stykkishólms-
bæjar, Hafnargötu 3, kl. 20. Aðgangur
er ókeypis.
Staðarsveit -
miðvikudagur 19. apríl
Karlakórinn Heiðbjört heldur sína
árlegu vortónleika í Langaholti, Staðar-
sveit, að kvöldi síðasta vetrardags kl.
21. Aðgangseyrir: 1000 kr. (ath. ekki
hægt að greiða með korti). Að vanda
framreiðir kokkur hússins léttar veit-
ingar fyrir tónleika, gegn vægu gjaldi
og því tilvalið að skella sér í sveitina
og eiga notalega kvöldstund. Fjöl-
breytt efnisskrá. Kórstjóri: Hólmfríður
Friðjónsdóttir. Undirleikari: Evgeny
Makeev.
Dalabyggð -
fimmtudagur 20. apríl
Jörfagleði 2017. Frá Eiríki rauða að
Jörfagleði kl. 11. UDN stendur fyrir 4
km hlaupi frá Eiríksstöðum að Jörva.
Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir,
hlaupandi sem gangandi. Sauðafell
opið hús kl. 13-16. Finnbogi og
Berglind á Sauðafelli bjóða heim í
glæsilegt nýuppgert hús frá 1897.
Spurningakeppni Einars Jóns kl. 19:30.
Spurningakeppni Einars Jóns verður
í Dalabúð kl. 19:30. Aðgangseyrir er
1.000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Snæfellsbær -
fimmtudagur 20. apríl
Hinn árlegi kökubasar Slysavarnadeild-
arinnar Sumargjafar verður sumar-
daginn fyrsta í Mettubúð frá kl. 13 - 17.
Endilega komið og kaupið köku til að
styrkja slysavarnadeildina Sumargjöf.
Stykkishólmur -
fimmtudagur 20. apríl
Sumarmarkaður Ásbyrgis í Setrinu
kl. 14 - 18. Starfsfólk Ásbyrgis í
Stykkishólmi verður með varning og
handverk sem þau hafa unnið í vetur til
sölu á gjafverði.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 20. apríl
Reykholtskórinn og Kór Hólmavíkur-
kirkju fagna sumarkomu í Reykholts-
kirkju sumardaginn fyrsta, kl 16.
Stjórnandi beggja kóra er Viðar Guð-
mundsson frá Kaðalstöðum, nú bóndi
á Miðhúsum við Kollafjörð. Aðgangur
er ókeypis, en söfnunarbaukur verður á
staðnum til styrktar kórstarfinu.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 20. apríl
Píratar á Vesturlandi boða aðalfund
sinn klukkan 19.30. Fundurinn verður
haldinn í Félagsbæ, Borgarnesi, Borgar-
braut 4. Hefðbundin aðalfundarstörf
og lagabreytingar. Kaffiveitingar í boði
og allir hjartanlega velkomnir.
Borgarbyggð -
föstudagur 21. apríl
Eftirherman & Orginalinn láta gamm-
inn geysa. Magnað sagnakvöld með
þjóðsögum og eftirhermum í Land-
námssetrinu Borgarnesi kl. 20. Jó-
hannes Kristjánsson og Guðni Ágústs-
son koma fram saman og skemmta.
Miðaverð 3.500 kr. Tilboð til hópa 10+
3.000 kr.
Dalabyggð - föstudagur 21. apríl
Jörfagleði 2017. Hollvinafélag
Dalabyggðar fundar í litla salnum
í Dalabúð kl. 18. Margrét Jóhanns-
dóttir stjórnar fundinum og fer yfir
starfsemi félagsins. „Hvað er bak við
ystu sjónarrönd?“ í Dalabúð kl. 20. Ein-
söng-leikur. Höfundur, sögumaður og
söngkona er Svanlaug Jóhannsdóttir.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. og frítt fyrir
16 ára og yngri. Dj Maggi í Dalakoti kl.
23. Dj Maggi heldur uppi stuðinu fram
á nótt. Aldurstakmarkið er 20 ára og
aðgangseyrir er 1.000 kr.
Snæfellsbær -
laugardagur 22. apríl
Úlfur Úlfur í Frystiklefanum Rifi kl. 21.
Rappveisla í Frystiklefanum á Rifi þar
sem Úlfur Úlfur klárar kvöldið. Ungir og
efnilegir rapparar af svæðinu sjá um
upphitunina.
Akranes - laugardagur 22. apríl
The Beatles - Hin lögin á Gamla Kaup-
félaginu. Kvöldstund sem engin alvöru
Bítlaaðdáandi ætti að missa af! Á dag-
skrá eru fullt af perlum frá árunum
1966-1970 sem fólk elskar af plötunum
en fór stundum minna fyrir á topp-
listunum. Hljómsveitina skipa: Hlynur
Ben - söngur og gítar, Birgir Þórisson -
hljómborð, slagverk og söngur, Þorgils
Björgvinsson - gítar og söngur, Brynjar
Páll Björnsson - bassi og söngur,
Ingvar Valgeirsson - gítar og söngur
og Hannes Friðbjarnarson - trommur
og söngur. Tónleikarnir hefjast kl.22:00
Miðaverð 2.500 kr.
Stykkishólmur -
sunnudagur 23. apríl
Úrslitakeppni Dominos deild kvenna:
Snæfell tekur á móti Keflavík í Stykkis-
hólmi kl. 19:15.
Stykkishólmur -
þriðjudagur 25. apríl
Grjótkrabbi og aðrir nýbúar í sjó við
Ísland. Jörundur Svavarsson, Háskóla
Íslands, segir frá grjótkrabba og fleiri
framandi tegundum í sjó, sem nú
breiðast út með miklum hraða og geta
haft áhrif á annað lífríki. Fjallað verður
um stöðu þekkingar og hvaða ógnir
og tækifæri þessu fylgi. Fyrirlesturinn
verður haldinn á efstu hæð ráðhúss
Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3
í Stykkishólmi kl. 20. Aðgangur er
ókeypis.
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
3. apríl. Stúlka. Þyngd 3.450
gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Silja
Rós Guðjónsdóttir og Gústaf
Kristjánsson, Vestmannaeyjum.
Ljósmóðir: Hrafnhildur
Ólafsdóttir.
4. apríl. Stúlka. Þyngd 3.750 gr.
Lengd 52 sm. Foreldrar: Særós
Ýr Þráinsdóttir og Börkur Tryggvi
Ómarsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir.
TIL SÖLU
10. apríl. Drengur. Þyngd 3.616
gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Ása
Björg Ingimarsdóttir og Grétar
Þór Þorsteinsson, Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
12. apríl. Drengur. Þyngd 4.300
gr. Lengd 56 sm. Foreldrar:
Hafdís Guðmundardóttir og
Magnús Karl Gylfason, Akranesi.
Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir.
12. apríl. Stúlka. Þyngd 3.496
gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Inga
Berta Bergsdóttir og Guðmundur
Antonsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Lára Dóra Oddsdóttir.
16. apríl. Stúlka. Þyngd 4.206 gr.
Lengd 53 sm. Foreldrar: Arnbjörg
Baldvinsdóttir og Ísleifur Örn
Guðmundsson, Kópavogi.
Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir.