Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 22. tbl. 20. árg. 31. maí 2017 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Sumarblóm Matjurtir Garðverkfæri Mold og margt fleira Breyttur opnunartími: Virka daga kl. 12-18 Laugardaga kl. 11-15 Skagabraut 17, AkranesVeðrið í vor og á þessum fyrstu vikum sumars hefur veirð milt fyrir okkur íbúa Vesturlands. Víða er gróður því vel á veg kominn miðað við að ennþá er maí. Stúlkan á myndinni heitir Valentina Cara Þórhildardóttir. Hún var nýverið að hjálpa ömmu sinni í Stykkishólmi að hreinsa beðin og bar sig fagmannlega við verkið. Ljósm. Eyþór Benediktsson. Haldinn var opinn hádegisfundur um ferðaþjónustu á Akranesi síð- astliðinn föstudag. Viðstaddir voru m.a. Gunnlaugur Grettisson, fram- kvæmdastjóri Sæferða og Ólaf- ur William Hand, upplýsinga- og markaðsstjóri Eimskipa. Greindu þeir frá fyrirhuguðum ferjusigl- ingum Sæferða milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Gunnlaugur sagði frá því að Sæ- ferðir hefðu samið við norskt fyr- irtæki um leigu á ferjunni Tedno, sem er 22,5 metra löng tvíbytna, háhraðaferja sem tekur 112 farþega í senn. Getur hún siglt á allt að 35 hnúta hraða en áætlað er að sigla henni á 25 hnútum milli Akraness og Reykjavíkur. Siglingin myndi því taka um það bil hálfa klukku- stund. Ferjan var smíðuð árið 2007. Gunnlaugur fræddi fundarmenn hins vegar um að siglingastofn- un Norðmanna ætti eftir að leggja blessun sína yfir leigu skipsins til Íslands. Því væri ekki útséð hvenær hægt væri að hefja siglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Kvaðst hann vonast til þess að ferjan feng- ist afgreidd á næstu dögum og hægt yrði að hefja siglingar í byrjun júní. Sjá nánar bls. 10. kgk Styttist í ferjusiglingar á Akranes Orkustofnun hefur kallað eftir and- mælum Orku náttúrunnar vegna meint brots á ákvæðum vatnalaga og umhverfisskaða í Andakílsá af völd- um fyrirtækisins, þegar þúsund- um rúmmetra af aur var hleypt úr uppistöðulóni Andakílsárvirkjun- ar 15.-18. maí sl. Það er niðurstaða Orkustofnunar að Orka náttúrunnar hafi brotið þrjár greinar vatnalaga og þannig með ólögmætum hætti valdið tjóni á lífríki í Andakílsá og takmark- að veiðimöguleika í ánni. „Orku- stofnun tekur þó hvorki afstöðu til þess mögulega tjóns né til skaða- bóta, eftir atvikum landeigenda og/ eða Veiðifélags Andakílsár,“ segir í tilkynningu frá Orkustofnun. Orkustofnun mælir fyrir um að Orka náttúrunnar færi umhverfi Andakílsár til fyrra horfs, eins og kostur er, á sinn kostnað og leggur áherslu á að áætlun um úrbætur verði skilað til Orkustofnunar eigi síðar en 30. júní nk. Orkustofnun mun taka afstöðu til þeirrar áætlunar í sam- ráði við Fiskistofu. Brot gegn ákvæð- um vatnalaga geta varðað sektum. Í ljósi alvarleika meintra brota, kemur til álita að beita öðrum úrræðum, en Orkustofnun frestar ákvörðun sinni þar að lútandi, þar til andmæli Orku náttúrunnar liggja fyrir. Sjá nánar bls. 10. mm Telja vatnalög hafa verið brotin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.