Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 20172
Fyrr í þessum mánuði voru á Hil-
ton Nordica í Reykjavík kynntar
niðurstöður úr könnun SFR stétt-
arfélags yfir stofnanir ársins. Verð-
launin eru tvískipt, annars vegar
eru veitt verðlaun fyrir Stofnun
ársins en sú könnun nær yfir alla
ríkisstarfsmenn og hins vegar er
veitt verðlaun fyrir Stofnun ársins-
borg og bær, þar sem könnunin
nær aðeins yfir félagsmenn Starfs-
mannafélags Reykjavíkur. Flest-
ir félagsmenn Starfsmannafélags
Reykjavíkur starfa hjá Reykjavík-
urborg en félagið nær einnig til
stofnana í öðrum sveitarfélögum,
þá einkum á Akranesi og Seltjarn-
arnesi.
Könnun SFR fer fram með þeim
hætti að lagður var spurningalisti
fyrir starfsfólk stofnananna sem
miða að því að leggja mat á innra
starfsumhverfi stofnunarinnar.
Þeir þættir sem eru skoðaðir eru;
stjórnun, starfsandi, launakjör,
vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu,
sjálfstæði í starfi, ímynd stofunnar,
ánægja og stolt og loks jafnrétti.
Leikskólinn Vallarsel á Akranesi
var verðlaunaður sem Stofnun árs-
ins - borg og bær og er það í fyrsta
sinn sem Vallarsel hlýtur verð-
launin en leikskólinn hefur verið
í efstu sætum síðustu ár og hafn-
aði m.a. í öðru sæti á síðasta ári.
Af öðrum jákvæðum niðurstöðum
á Vesturlandi má nefna að Orku-
veita Reykjavíkur hafnaði í fimmta
sæti og Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands í því sjöunda.
Sú stofnun sem kemur verst út
á Vesturlandi er Fjölbrautaskóli
Vesturlands á Akranesi sem hafn-
aði í þriðja neðsta sæti í Stofn-
un ársins. Einu stofnanirnar fyrir
neðan FVA eru sýslumaðurinn og
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
bþb
Nú er Hvítasunnuhelgin framundan
og margir sem ætla í sumarbústað eða
tjaldútilegu. Veðurhorfur fyrir helgina eru
ekki góðar, mikilli rigningu spáð. Þrátt fyr-
ir það má ætla að umferðin verði mikil og
því ekki úr vegi að brýna fyrir ökumönn-
um að fara gætilega. Sérstaklega í ljósi
þess ef aðstæður verða ekki eins og best
er á kosið.
Á morgun verður austanátt 10-15 m/s,
rigning og hiti 8-15 stig; hlýjast SV-lands.
Á föstudag; austan 10-18 m/s og dregur
úr úrkomu. Hiti 5-13 stig. Á laugardag og
sunnudag verður austlæg átt og skúrir
eða dálítil rigning, hiti 8-14 stig. Á mánu-
dag má búast við norðaustlægri átt, stöku
skúrum og kólnandi veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Telur þú að Costco muni hafa
varanleg áhrif á verðlag á Íslandi?
Vestlendingar hafa fulla trú á að Costco
muni hafa mikið að segja í verðlagi. 47%
sögðu að Costco myndi hafa mikil áhrif
á verðlag, 40% sögðu á áhrifin yrðu ein-
hver. 5% voru ekki vissir og aðeins 8%
sögðu að Costco myndi hafa lítil eða
engin áhrif á verðlag á Íslandi.
Í þessari viku er spurt:
Flokkar þú sorpið þitt?
Starfsmenn Límtrés Vírnets í Borgarnesi
tóku sig til um helgina og hreinsuðu
rusl og snyrtu til í kringum fyrirtækið og
niðri í fjöru í Borgarnesi. Margir mættu
taka sér þetta til fyrirmyndar enda er öll-
um hollt að hugsa vel um náttúruna og
umhverfið.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Sjómannadags-
blað í næstu
viku
SKESSUHORN: Með
blaðinu í næstu viku fylgir
árlegt Sjómannadagsblað
Skessuhorns. Þar verður rætt
við sjómenn og ýmsa aðra
sem tengjast greininni. Líkt
og undanfarin ár er blaðinu
dreift auk hefðbundinnar
dreifingar á öll heimili og í
fyrirtæki á Snæfellsnesi. Aug-
lýsendum er bent á að hafa
samband við markaðsdeild
Skessuhorns í þessari viku,
eða í síðasta lagi á hádegi á
föstudag, vilji þeir koma sér
á framfæri í blaðinu. Síminn
er 433-5500 og netfang aug-
lysingar@skessuhorn.is
-mm
Brákarhátíð
verður 24. júní
BORGARNES: „Opinn
undirbúningsfundur fyr-
ir Brákarhátiðina verð-
ur haldinn í Landnámssetr-
inu miðvikudaginn 31. maí
kl. 20.Við hvetjum alla sem
langar til að koma að dag-
skránni, hafa hugmyndir
um eitthvað nýtt sem gam-
an væri að gera eða vilja á
einhvern hátt leggja sitt af
mörkum, að mæta á fund-
inn. Forsvarsmenn félaga-
samtaka sem áður hafa tekið
þátt í dagskránni eru beðn-
ir um að sjá til þess að senda
fulltrúa. Í samráði við alla
hlutaðeigandi verður dag-
skráinn sett upp og skipu-
lögð,“ segir í tilkynningu frá
undirbúningsnefnd Holl-
vinasamtaka Borgarness en
í henni eiga sæti þau Eirík-
ur Þór Theódórsson, Sigríð-
ur Margrét Guðmundsdóttir
og Geir Konráð Theódórs-
son. „Eins hvetjum við full-
trúa hverfanna að senda full-
trúa og minnum sérstak-
lega á að gert er ráð fyrir að
bæði Hvanneyri og sveitirn-
ar skarti fallegu litaskrauti.
Borgarnes fagnar 150 ára
verslunarafmæli í ár og af
því tilefni hefur hátíðarnefd-
in veitt hátíðinni veglegan
styrk. Við viljum því minnast
þessara tímamóta sérstaklega
á þessari hátíð.“ -mm
Þjóðlaga
tónleikar í
Akranesvita
AKRANES: Norska þjóð-
lagatríóið Lyra fra Nord
heldur tónleika í Akranesvita
laugardaginn 3. júní næst-
komandi. Nafnið útleggst
„Lýra norðursins“ upp á ís-
lensku og samanstendur
tríóið af söngkonu og tveim-
ur lýruleikurum, sem einn-
ig syngja. Tríóið skipa Rolf
Agaton, Tone Holte og John
Vedde. Tónleikarnir hefjast
kl. 14. Aðgagnseyrir er eitt
þúsund krónur. -kgk
Lokaviðureign í spurningaþættin-
um Útsvari fór fram á föstudag-
inn í Ríkissjónvarpinu. Þar átt-
ust við Fjarðabyggð og Akranes.
Leikar fór þannig að Fjarðabyggð
sigraði nokkuð örugglega, með 65
stigum gegn 38. Viðureignin var
jöfn framan af en í orðaruglinu fór
lið Fjarðabyggðar fram úr og hélt
forystunni nokkuð örugglega eft-
ir það. Engu að síður mega Skaga-
menn vera stoltir af góðum árangri
og skemmtilegu liði í vetur.
Í lok þáttarins tilkynntu þátt-
arstjórnendurnir Sigmar Guð-
mundsson og Þóra Arnórsdóttir
að þau væru hætt að stýra Útsvari
eftir áratug á skjánum. Engu að
síður yrði Útsvar þó áfram á dag-
skrá en mögulega í breyttri mynd.
Ómar Ragnarsson afhenti Fjarða-
byggð sigurlaunin, Ómarsbjöll-
una sem er kennd við hann. Hann
afhenti Þóru og Sigmari auk þess
að kveðjugjöf mynd sem Halldór
Baldursson skopmyndateiknari
hafði gert af þeim.
mm
Fjarðabyggð bar sigurorð
af Akranesi í úrslitaþætti
Skjáskot af verðlaunaafhendingu í lok þáttar. Til vinstri eru Skagamennirnir Örn
Arnarson, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Vilborg Þ Guðbjartsdóttir, þá Sigmar
og Þóra en til hægri sigurliðið óstöðvandi að austan; Heiða Dögg Liljudóttir,
Davíð Þór Jónsson og Hákon Ásgrímsson.
Leikskólinn Vallarsel Stofnun ársins
Starfsmenn leikskólans Vallarsels með verðlaunin. Ljósm. sfr.is
Undirbúningshópur vegna bygg-
ingar íþróttamannvirkja í Búðardal
var skipaður í október 2016. Hóp-
urinn hefur nú skilað sveitarstjórn
Dalabyggðar skýrslu sinni. Þar kem-
ur fram að heppilegasta staðsetning-
in fyrir mannvirkin verði á reitn-
um sunnan við leikskólann í Búð-
ardal. Þykir sú staðsetning heppi-
legust vegna nálægð við grunn- og
leikskólann, fráveita er til staðar þar,
möguleiki til stækkunar í framtíð-
inni og næg bílastæði eru á svæð-
inu. Núverandi íþróttamannvirki
eru á Laugum í Sælingsdal, í um 20
kílómetra fjarlægð frá grunnskólan-
um. Þykir það óheppilegt með tilliti
til skipulagningar skólastarfs og ekki
síður með tilliti til skólabarna sem
sum hver eru búin að sitja í skólabíl
í allt að einni klukkustund þegar þau
koma í skólann.
Nefndin leggur til að gólfflötur
íþróttahússins verði 19 x 32 metrar
og er mikilvægt að í hönnunarferl-
inu verði skoðaðir möguleikar til
stækkunar í framtíðinni með tilliti
til breikkunar og lengingar. Þá telur
hópurinn að æskilegt sé að sundlaug
verði að lágmarki 16,67 x 8 metrar
og að besti kosturinn sé að laugin
verði innilaug. Til grundvallar er
að sundlaugin verði kennslulaug
fyrst og fremst. Þetta kom fram á
fundi sveitarstjórnar Dalabyggð-
ar 16. maí síðastliðinn. Byggðar-
ráði hefur verið falið að gera til-
lögu að næstu skrefum í ferlinu.
Að sögn Sveins Pálssonar sveitar-
stjóra í Dalabyggð skýrist málið
vonandi á næsta byggðarráðsfundi.
„Væntanlega þarf að ákveða hvort
hefja eigi hönnun mannvirkisins
og þá hvernig eigi að velja hönn-
uði. Ein forsenda fyrir því að ráðist
verði í framkvæmdir eru að eign-
ir Dalabyggðar að Laugum seljist
á ásættanlegu verði. Ekki er ljóst
hvaða tíma það tekur að selja og því
er ekki hægt að tímasetja upphaf
framkvæmda,“ segir Sveinn.
grþ
Lagt til að íþróttamannvirki verði
byggt við Auðarskóla í Búðardal