Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 4

Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 20174 Nú hefur verið ákveðið að hætta með sólarhringsopnun verslunar og veitingastaðar Olís í Borgar- nesi. Frá og með morgundeginum, 1. júní, verður lokað á miðnætti og opnað klukkan 7 að morgni virka daga en 8 um helgar. Í frétt Skessu- horns frá því vorið 2012 sagði frá því að starfsmenn hefðu hent lykl- unum að versluninni 1. apríl það ár og hefur dyrum ekki verið læst síðan, að sögn Þórðar Jónssonar stöðvarstjóra. Aðspurður segir Þórður ástæð- una eingöngu vera þá að það vant- ar fólk til starfa. „Það er mikill skortur á fólki til starfa hér í Borg- arnesi. Hér eru margir veitinga- staðir, verslanir og gististaðir og íbúar eru einfaldlega ekki nógu margir til að hægt sé að manna öll störf við þjónustu. Þetta að hætta næturlokun er eiginlega það síð- asta sem við vildum gera,“ sagði Þórður. Þegar haft var samband við hann í gær, var verið að liðka upp skrár og smíða nýja lykla í skrárnar í hurðum stöðvarinnar. Þær voru eðli málsins samkvæmt orðnar ryðgaðar eftir fimm ára notkunarleysi. mm Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Sögulegar minjar í Andakíl Andakílsárvirkjun í Borgarfirði er um margt hið merkilegasta mannvirki. Vatnsaflsvirkjun sem reist var á árunum 1945-47 og stendur því á sjötugu nú í haust. Þessi virkjun er knúin með vatni sem safnað er í uppistöðulón úr affalli Skorradalsvatns. Virkjunin var á sínum tíma reist af sveitarfélögum á Vesturlandi og voru heimamenn afar stoltir af framkvæmdinni. Í dag til- heyrir virkjunin dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur; Orku náttúrunni. Heimamenn eru hins vegar ekki lengur jafn stoltir og þeir voru. Velta jafn- vel fyrir sér hvort dagar virkjunarinnar í óbreyttri mynd séu taldir. Það mun hafa verið skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar sem stofnað var félag á Vesturlandi um virkjun Andakílsár og hreyfing komst á virkjanamál. Löngu áður, eða árið 1907, hafði enskur kaupsýslumaður og rafmagnsverkfræðingur, að nafni Cooper, hins vegar keypt vatnsrétt- indi og landareignir við Andakílsfossa. Ætlun hans var að reisa virkjun og hefja verksmiðjurekstur. Mældi Cooper rennsli árinnar, en ekkert varð þó af framkvæmdum í hans tíð. Í lok seinni heimsstyrjaldar komst verulegur skriður á virkjunarmál að nýju. Árið 1942 var stofnað sameignarfélag í eigu Akraness, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu og ákveðið á lýðveldisárinu að reisa 3,7 MW rafstöð. Alþingi samþykkti ríkisábyrgð og fór undirbúningur á fullt. Virkjunin er um margt söguleg, var til dæmis fyrsta stóra virkjunin sem að öllu leyti var hönnuð og reist af Íslendingum. Við gangsetningu hennar voru einungis Ljósafossvirkjun og Laxárvirkjun stærri. Samkvæmt mínum heimildum ríkti almenn samstaða um virkjunina í fyrstu. Árið 1974 var afl stöðvarinnar hins vegar rúmlega tvöfaldað upp í 8 MW, þegar bætt var við nýrri vélasamstæðu. Um leið voru stíflumannvirki hins vegar styrkt og hækkuð. Það hafði í för með sér að hækkað var tölu- vert í Skorradalsvatni þannig að land fór undir vatn, bæði ræktunarland og annað. Hrifning heimamanna dalaði fyrir mannvirkinu, en aldrei þó meira en við umhverfisslysið sem varð þar fyrr í þessum mánuði. Engum vafa er undirorpið að Andakílsvirkjun var verkfræðilegt undur hér á landi á uppgangstímum eftir stríð. Virkjunin varð þess valdandi að þéttbýli og bæir í héraðinu voru rafvæddir með tilheyrandi þægindum fyrir íbúa. Þess vegna ekki síst hefur fólki verið einstaklega hlýtt til þessa mann- virkis. Fölskva sló á þá hrifningu eftir stóra umhverfisslysið nú um daginn þegar þúsundum rúmmetra af aur var hleypt í ána. Í Skessuhorni í dag og í síðustu viku má lesa um afleiðingarnar. Ekki einvörðungu að lífríkið og m.a. laxveiði í Andakílsá hafi orðið fyrir tjóni, heldur hefur umræðan um að nota Skorradalsvatn sem risastórt uppistöðulón með sveiflukenndri vatns- hæð látið á sér kræla. Hægt er að lesa um það í blaðinu í dag þegar tvær kjarnakonur tóku til sinna ráða um helgina og byggðu undir hreiður him- brima austast í vatninu til að koma í veg fyrir að hreiður fuglsins færi á kaf. Verið var að hækka vatnsborð Skorradalsvatns af því það hentaði virkjun- inni. Örugglega er það í fyrsta skipti sem varpi fugls í útrýmingarhættu er bjargað með þessum hætti. Samkvæmt mínum upplýsingum er virkjana- og starfsleyfi fyrir Anda- kílsá á nokkuð þokukenndu róli og kannski einfaldlega ekki til. Byggja nú- verandi leyfi á vatnshæð í Skorradalsvatni sem er á reiki, mælipunktur er jafnvel annar en upphaflega var gert ráð fyrir. Nú hlýtur því að þurfa að taka starfsleyfi og almennt rekstrargrundvöll þessarar virkjunar til endur- skoðunar. Kannski er einungis réttlætanlegt að þarna verði í framtíðinni lítil rennslisvirkjun, sem framleiddi mun minni orku en núverandi virkjun gerir. Í það minnsta er nauðsynlegt að Andakílsvirkjun og rekstur hennar komist að nýju í betri sátt við íbúa og lífríkið á svæðinu. Magnús Magnússon Leiðari Hreyfivika Ungmennafélags Ís- lands stendur nú yfir í nokkrum sveitarfélögum. Í Grundarfirði fór hún af stað 29. maí og stend- ur til 4. júní. Í henni kennir ým- issa grasa hvað hreyfingu varðar. Það var kynning á frisbígolfi í Pa- impol garðinum, skokk með skokk- hópnum, klifurveggur hjá Björg- unarsveitinni Klakki, nýliðafræðsla í golfi svo eitthvað sé nefnt. Frítt verður á golfvöllinn og í sund alla vikuna og ljóst að Grundfirðing- ar geta eflaust fundið sér einhverja hreyfingu við hæfi. tfk Hreyfivika UMFÍ í gangi Um síðustu helgi var haldin fótbolta- hátíð VÍS og Þróttar, VÍS mót- ið, í Laugardalnum í Reykjavík. Þar kepptu yngstu iðkendur knatt- spyrnunnar, drengir og stúlkur í 6., 7. og 8. flokki við góðar aðstæður. Fjölmenni var á mótinu og spiluðu börnin fótbolta í ágætis veðri. Með- al þeirra íþróttafélaga sem áttu lið á mótinu voru Skagamenn og hér má sjá eitt af liðum ÍA í 7. flokki karla stilla sér upp fyrir myndatöku. grþ ÍA tók þátt í VÍS mótinu Árlegt Vesturlandsmót félags eldri borgara í boccia fór fram í Borgar- nesi síðastliðinn laugardag. Þetta mun vera í ellefta skipti sem mót- ið er haldið en a.m.k. sex sveitarfé- lög hafa skipst á að hýsa það. Til leiks mættu að þessu sinni 16 sveitir; fjórar frá Akranesi, Borgarbyggð og Stykk- ishólmi og tvær sveitir frá Snæfellsbæ og Húnaþingi vestra. Úrslit urðu þau að Félag eldri borgara á Akranesi bar sigur úr býtum. Sigursveitina skipuðu þeir Böðvar Jóhannesson, Þorvaldur Valgarðsson og Baldur Magnússon. Í öðru sæti varð Félag eldri borgara í Vestur-Húnavatnssýslu en sveit- ina skipuðu Eggert Karlsson, Bald- vin Baldvinsson og Anna Scheving. Í þriðja sæti varð Félag eldri borgara í Snæfellsbæ. Þá sveit skipuðu Einar Kristjónsson, Gunnar Gunnarsson og Sævar Friðjónsson. Keppt var í fjórum riðlum, fjórar sveitir í hverjum riðli. Sigurvegarar í riðlunum kepptu síðan í undanúrslit- um og að lokum sigurvegarar undan- úrslita til úrslita um sæmdarheitið Vesturlandsmeistari í boccia 2017. Sigurvegarar fengu að launum far- andbikar sem Guðmundur Runólfs- son hf. í Grundarfirði gaf árið 2012. mm/fj/ Ljósm. Þórhallur Teitsson. Þurfa að smíða nýja lykla og liðka upp skrárnar í Olís Vesturlandsmótið í boccia

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.