Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 5

Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 5 SK ES SU H O R N 2 01 7 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi Bæjarstjórn Akraness samþykkti 23. maí s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af reiðvegi meðfram lóðum nr. 17, 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda til suð- austurs, mörkum náttúruverndarsvæðis til norðurs, mörkum Æðarodda 36 til suð- vesturs. Í breytingunni felst m.a. að nh. lóðar breytist úr 0,7 í 0,76, afmörkuð er ný lóð Æðaroddi 38 fyrir hestagerði og bílastæði, snúningsplan við enda götu er stækkað og breyting á reiðgötu meðfram lóðum húsa nr. 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með 1. júní t. o.m. 14. júlí 2017, og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Athugasemdir eiga að vera skriflegar og berast í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is. SK ES SU H O R N 2 01 7 Sumarnámskeið barna og unglinga 2017 Það er margt í boði fyrir börn og ungmenni á Akranesi í sumar. Allar upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Akra- neskaupstaðar, www.akranes.is. Einnig fer þar fram skráning. Þorpið verður með eftirfarandi námskeið: Leikjanámskeið Þorpsins fyrir börn fædd 2007-2011 Sumarnámskeið Gaman-Saman fyrir börn fædd 2004-2006 Securitas hf Óskar eftir starfsfólki í verslunarþjónustu Borgarnesi Hæfniskröfur: Þjónustulund• Hæfni í mannlegum samskiptum• Sjálfstæð vinnubrögð• Stundvísi• Góð íslenskukunnátta• Um er að ræða 80% og eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið á heimasíðu Securitas www.securitas.is. Umsækjendur þurfa að vera búnir að ná tuttugu ára aldri. Securitas fer fram á að allir starfsmenn leggi fram hreint sakavottorð og að þeir séu reiðubúnir að leggja fram upplýsingar úr málaskrá lögreglu. Securitas hf. er stærsta fyrirtæki landsins á öryggismarkaði, með um 500 starfsmenn. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land en höfuðstöðvarnar eru í Skeifunni 8 í Reykjavík. SK ES SU H O R N 2 01 7 Fyrir skemmstu bárust svör þriggja ráðherra við spurningum Lilju Raf- neyjar Magnúsdóttur alþingis- manns VG í Norðvesturkjördæmi um sjávarrof, sjávarflóð og sjó- varnir. Sjávarrof hefur valdið land- eyðingu víða um land og orði til þess að minjar um búsetu og lífsbar- áttu genginna kynslóða eru horfnar eða í hættu og í sumum tilvikum á þetta einnig við um mannvirki sem nútímafólk hefur reist og notar. Umhverfis- og auðlindaráðherra greindi frá því í svari sínu að nú er unnið að því að greina áhrif lík- legra loftslagsbreytinga á hæð sjáv- arborðs við Ísland og að endurmeta þurfi hættu á sjávarflóðum og rofi í ljósi þessa. Ýmis mannvirki, ný og gömul, geta orðið fyrir tjóni af völdum sjávarflóða og er því mikil- vægt að hættan sem af þeim getur stafað verði metin og greind. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra greindi því frá nokkrum sjóvarnarverkefnum sem eru á gild- andi samgönguáætlun og er ólok- ið sökum þess að ekki hafa feng- ist fjárveitingar til þeirra. Ekki má við svo búið standa enda geta verið mikil verðmæti í húfi. Á síðastliðnum fjórum árum voru gerðar sjóvarnir á fimm stöðum í því skyni að verja menningarminj- ar fyrir sjávarrofi. Svar mennta- og menningarmálaráðherra sýnir að betur þarf að gera því vitað er um fjölda minjastaða sem liggja und- ir skemmdum vegna ágangs sjáv- ar eða eru í fyrirsjáanlegri hættu. Í svari ráðherra kemur einnig fram að ætla megi að fyrir um 330 millj. kr. mætti ljúka skráningu fornleifa á ströndum landsins og tryggja þann- ig að vitneskja um sögu og menn- ingu landsmanna varðveitist enda þótt minjarnar kunni að fara for- görðum. Með skráningarstarfinu fengist einnig grundvöllur til að forgangsraða gerð sjóvarna sem ætlað er að vernda menningarminj- ar fyrir ágangi sjávar ks/mm Ráðherrar svöruðu fyrirspurnum um sjávarrof og sjóvarnir Frá rannsóknum vísindamanna á Gufuskálum fyrir nokkrum árum á fornum verbúðum. Þrátt fyrir að reynt væri að raða sandpokum til varnar fornminjunum gegn brimróti vetrarins eyddi brimið veturinn eftir miklu af þeim minjum sem þarna sjást. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Ari Grétar Björnsson leigubílstjóri mun hefja leigubílaakstur á Akra- nesi frá og með morgundeginum, 1. júní. „Leyfið tekur gildi á morgun og þá get ég byrjað,“ segir Ari í samtali við Skessuhorn. Hann hefur langa reynslu af leigubílaakstri. „Ég hef ekið leigubíl í Reykjavík síðan 2004 og er með flekklausan feril, þó ég segi sjálfur frá. En ég þurfti að breyta til af persónulegum ástæðum og vil haga starfinu þannig að ég geti verið sem mest í mínum heimabæ,“ segir hann. Taxi 83 Leigubíllinn er af gerðinni Skoda Superb og er dísilbíll, árgerð 2015. „Bíllinn er í lægsta útblástursflokkn- um og telst því vistvæn bifreið,“ seg- ir Ari. Númeraplata bílsins vekur at- hygli blaðamanns. Þar er einkanúm- erið Taxi 83, en það er einmitt heiti leigubílaþjónustunnar. „Ég var núm- er 83 þegar ég ók á Hreyfli og fékk mér það meira að segja sem einka- númer. Það vildu margir fá þetta númer þegar það losnaði. Sá sem hafði það á undan mér á stöðinni var kallaður Kóngurinn og númerið var mjög eftirsótt,“ útskýrir Ari. Ekur alla daga Ari mun verða til taks alla daga vik- unnar, frá morgni til kvölds. „Ég sé fyrir mér að aka yfir daginn og sinna fyrirfram pantaðri nætur- vinnu. Ég verð niðri í bæ eitthvað fram eftir kvöldi um helgar en ætla ekki að keyra alla nóttina. Hinir bíl- stjórarnir mega bara eiga það,“ seg- ir Ari og brosir. „En það er von mín að Skagamenn verði duglegir að nýta sér þessa þjónustu, ekki síst eldri borgarar. Ég hef trú á því að það sé þörf fyrir þjónustu sem þessa á Akranesi. Ég veiti afslátt eldri borgurum og öryrkjum og mun að- stoða með farangur þá sem eru að- stoðar þurfi, er öllu vanur í þeim efnum,“ segir hann. „Síðan vænti ég þess auðvitað líka að túristum muni fjölga hér í bæ, ekki síst þegar ferja fer að ganga milli Akraness og Reykjavíkur samhliða vaxandi fjölda ferðamanna hingað til lands. Þegar ferjan leggst að bryggju þá verð ég niðri á höfn.“ Hvert á land sem er Leigubílstjórinn mun að sjálfsögðu aka fólki hvert á land sem er. „Ég má sækja fólk hvert sem er á Vesturland og mun vitanlega aka fólki þangað sem það þarf að komast, hvort sem það er innanbæjar eða út á Keflavík- urflugvöll,“ segir hann. „Ég ræddi við bankastjóra um daginn sem tók leigubíl út á völl. Ástæðuna sagði hann vera að maður væri nánast jafn lengi að finna bílastæði við völlinn og að keyra þangað. Þar fyrir utan er auðvitað tekið gjald fyrir stæðið. Þetta er alveg rétt hjá honum, það er orðinn mikill vandi að fá stæði við völlinn og sömuleiðis við umferðar- miðstöð BSÍ þaðan sem flugrútan fer. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn að aka Skagamönnum og öðrum út á völl eða í flugrútuna,“ segir Ari. „Ég tek einnig að mér að aka brúð- hjónum með tilheyrandi skreyting- um eftir óskum fólks. Í slíkum til- fellum þarf vart að taka það fram að leigubílaskiltið verður að sjálfsögðu tekið af bílnum,“ segir hann. Allir ánægðir Utan þjónustu við einstaklinga ætlar Ari einnig að bjóða upp á reiknings- viðskipti fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. „Fyrst ég ákvað að prófa að keyra leigubíl hér á Akranesi ákvað ég að gera þetta almennilega og bjóða upp á alla þá þjónustu sem hugsast get- ur,“ segir hann og leigubílstjórinn lofar góðri þjónustu. „Ég hef aldrei lent í því á mínum leigubílstjóraferli að farþegi fari ekki ánægður út úr bílnum,“ segir Ari Grétar að lok- um. Áhugasamir geta haft sam- band við Ara og pantað bíl í síma 864-2100 eða á taxar@simnet.is. kgk Hefur leigubílaakstur á Akranesi Ari Grétar Björnsson leigubílstjóri við bifreiðina, sem er af gerðinni Skoda Superb.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.