Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 20176
Framkvæmda-
lokum seinkar
AKRANES: Í Skessu-
horni í síðustu viku var
greint frá því að stefnt
væri að framkvæmd-
um við Jaðarsbakka-
laug myndi ljúka fyrir
Akranesleikana í byrjun
júní. Nú er ljóst að það
mun ekki takast og er
nú stefnt að verklokum
seinnihluta júní. Akra-
nesleikarnir munu þó
fara fram um næstu helgi
enda laugin nothæf þótt
pottarnir séu ekki full-
gerðir. Laugin verður
af þeim sökum lokuð al-
menningi á meðan Akra-
nesleikarnir eru haldn-
ir dagana 3.-4. júní. Þá
verður aðeins opið til
kl. 13:00 föstudaginn
2. júní. Þreksalir verða
opnir á meðan Akranes-
leikarnir standa yfir en
búningaaðstaða lokuð.
-bþb
Skráningu
steinasafns
lokið
BORGARNES: Sá
áfangi náðist í Safna-
húsi Borgarfjarðar nú í
maí að lokið var við að
greina, mynda og skrá
steinasafn Náttúrugripa-
safns Borgarfjarðar. Auk
þess er búið um gripina
upp á nýtt og þeim kom-
ið í geymslur. Þar með er
Náttúrugripasafn Borg-
arfjarðar fyrsta safn sinn-
ar tegundar sem skrá-
ir safnkost sinn í Sarp.
Greiningu steinasafns-
ins annaðist Unnur Þor-
steinsdóttir, meistara-
nemi í jarðfræði, en
einnig komu Bryndís Ýr
Gísladóttir og Rob As-
kew að verkinu. Ljós-
myndun, skráning og
frágangur var í hönd-
um Halldórs Óla Gunn-
arssonar. Stærsti hluti
safnsins er steinasafn
sem Þórdís Jónsdóttir frá
Höfn á Borgarfirði eystra
gaf náttúrugripasafn-
inu árið 1983 (sjá mynd).
Steinasöfnun hóf Þór-
dís fyrst á efri árum og
þá einvörðungu í Hafn-
arfjalli og fjörum. Marg-
ir steinasafnarar lögðu
þá leið sína í Hafnarfjall
og gaukuðu þá að henni
steini og steini. Sumar-
krakka í Höfn sendi hún
líka út af örkinni í steina-
leit. Sjá nánar á safna-
hus.is.
-mm
Hundaeigandi
sviptur dýrum
sínum
SV-LAND: Matvæla-
stofnun hefur tekið tvo
hunda og átta hvolpa úr
vörslu eiganda. Ástæða
vörslusviptingar er óvið-
unandi aðbúnaður og um-
hirða, sinnuleysi og van-
þekking til að halda dýr.
Umdæmisskrifstofu Mat-
vælastofnunar á Suðvest-
urlandi barst í vor ábend-
ing um tík á lausagangi.
Hún var örmagna og við
það að gjóta. Haft var upp
á eiganda tíkurinnar sem
hafði ekki gert neinar ráð-
stafanir þegar tíkin, sem
var hvolpafull og komin
að goti, hvarf frá heim-
ili sínu. Eigandinn reynd-
ist eiga aðra tík sem hald-
in var við óviðunandi að-
búnað og umhirðu. „Skv.
38. gr. laga um velferð
dýra getur Matvælastofn-
un tekið dýr úr vörslu um-
ráðamanns telji stofnun-
in að úrbætur þoli enga
bið, hafi dýrið orðið fyr-
ir varanlegum skaða sök-
um vanfóðrunar, harðýgi,
slysa eða slæms aðbún-
aðar. Matvælastofnun er
heimilt að krefja umráða-
mann dýra um kostnað af
þvingunaraðgerðum sbr.
40. gr. laganna,“ segir í
tilkynningu.
-mm
Byggðarráð Borgarbyggðar hef-
ur samþykkt að bjóða níu mánaða
börnum í sveitarfélaginu leikskóla-
pláss eftir að fæðingarorlofi foreldra
þeirra lýkur, frá og með haustinu
2017. Um er að ræða tilraun með
þetta fyrirkomulag sem stendur yfir
í tólf mánuði til reynslu. Á fundi
byggðarráðs var lagt fyrir minnis-
blað frá Önnu Magneu Hreinsdótt-
ur, sviðsstjóra fræðslusviðs Borgar-
byggðar, þar sem bent er á að fag-
legt leikskólastarf sé kostur sem
þykir eftirsóknarverðastur fyrir
börn og foreldra eftir að fæðingar-
orlofi lýkur. Leikskólar starfi sam-
kvæmt lögum, reglugerðum og að-
alnámsskrá þar sem meðal annars
sé kveðið á um eftirlit sveitarfélaga
og ráðuneytis með starfsemi leik-
skóla. Þá bendi rannsóknir til þess
að verulegur faglegur ávinningur sé
fyrir yngstu börnin að vera í góð-
um leikskólum með vel menntuðu
starfsfólki og eigi það sérstaklega
við um börn með seinkaðan þroska,
börn sem búi við bága félagslega
stöðu og börn af erlendum upp-
runa.
Vonandi strax í lok
sumars
Í fundargerð byggðarráðs kem-
ur fram að stjórnendur leikskóla í
sveitarfélaginu telji sig reiðubúna
til að vista börn frá því að fæðingar-
orlofi foreldra þeirra lýkur ef hús-
næði, starfsmannahald og fjárhagur
leyfir. Vel hafi gengið að aðlaga tólf
mánaða börn í leikskólana og að
deildarstjórar yngstu barna deilda
hafi hist og deilt hugmyndum um
starfsemi með svo ungum börnum.
Að sögn Björns Bjarka Þorsteins-
sonar, forseta sveitarstjórnar, snýst
hugmyndin um að taka börnin inn
á þeim stöðum þar sem aðstæður
leyfa. „Sumir leikskólarnir eru full-
ir og húsnæði leyfir ekki að bæta
við fleiri börnum. En það er talinn
möguleiki á öðrum stöðum. Sviðs-
stjóri og fræðslunefnd ásamt leik-
skólastjórum eru að fara yfir málin
núna, hvar sé húsrúm og mannafli
til að hefja þessa starfsemi í lok
sumars.“ Hann segir skort á dag-
mæðrum í sveitarfélaginu tvímæla-
laust spila inn í þessa ákvörðun,
enda hafi dagmæðraskortur ver-
ið viðvarandi í Borgarbyggð. „Við
höfum boðið upp á leikskóladvöl
fyrir 12 mánaða börn undanfar-
ið ár og það hefur gengið vel. Það
er gert á öllum leikskólum þar sem
pláss leyfir. Nú vitum við að það er
til húsrúm á Hvanneyri og á Bifröst
og það er verið að skoða málin hér
í Borgarnesi með tilliti til að taka
þessi yngri börn inn. Þar er málið
statt í augnablikinu,“ útskýrir Björn
Bjarki. Fjölga þarf starfsfólki á leik-
skólunum til að hægt sé að fjölga
börnum, enda er starfsmannafjöldi
í takt við fjölda barna. „Ég vona svo
sannarlega að þessi starfsemi fari í
gang í lok sumars, það er markmið-
ið. Út á það gengur þessi samþykkt
byggðarráðs og vonandi tekst okk-
ar fólki á okkar stofnunum að búa
þannig um hnútana að þetta geti
gengið.“
grþ
Bjóða upp á leikskólapláss
eftir fæðingarorlof
Börn að leik á leikskólanum Hraunborg á Bifröst árið 2016.