Skessuhorn - 31.05.2017, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 9
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum. S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá
félagsþjónustu Borgarbyggðar
Félagsþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa stöðu
félagsráðgjafa.
Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
o Greining og meðferð barnaverndarmála
o Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
o Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun
o Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
o Forvarnarstarf og fræðsla
Menntun og hæfniskröfur:
o Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
o Reynsla á sviði barnaverndar æskileg
o Lipurð í mannlegum samskiptum
o Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
o Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands við
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur
hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og
umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir
1. júní 2017.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félags-
ráðgjafi í síma 433 7100, netfang: vildis@borgarbyggd. is og
Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840-1522,
netfang: annamagnea@borgarbyggd.is
Stykkishólmsbær
Hafnargötu 3
340 Stykkishólmur
Sími: 433-8100
netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is
KT.: 620269-7009
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Laust starf forstöðumanns
Amtbókasafnsins
Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar starf
forstöðumanns Amtbókasafnsins, stofnun mennta,
menningar og upplýsingatækni.
Starfið felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bóka- og
ljósmyndasafnsins, s.s. rekstur, mannaforráð, gerð
fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun og stjórnun.
Umsækjendur þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum,
færni í mannlegum samskiptum og hafa reynslu
af öflun og miðlun upplýsinga.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns-
og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun
sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og
möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl.
sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nýtt safnahús er að rísa við Grunnskóla Stykkishólms og og
mun safnið starfa í nánu stjórnunar- og rekstrarlegu
sambandi við skólann. Stefnt er að opnun nýja
safnahússins á haustmánuðum.
Umsóknarfrestur er til 20. júní 2017.
Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra,
Hafnargötu 3 eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is, sem
einnig veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Ríkharði
Hrafnkelssyni rikki@stykkisholmur.is, sími433-8100.
„Við munum opna Norðurá form-
lega á laugardaginn næsta. Laxinn er
kominn en við sáum laxa á Brotinu
um helgina,“ sagði Einar Sigfús-
son sölustjóri árinnar í samtali við
Skessuhorn. Nýtt veiðihús verð-
ur jafnframt vígt sama dag við ána
en framkvæmdir hafa staðið yfir frá
því veiðitímabilinu lauk í fyrrahaust.
Hafa þær gengið vel og stækkunin
sómir sér vel á einum fallegasta út-
sýnisstað héraðsins, þaðan sem Lax-
foss og Baula blasa við. „Þetta lítur
vel út. Laxinn er komin og verið að
klára húsið,“ sagði Einar.
Sést hefur til laxa víða í ánum í
Borgarfirði meðal annars í Þverá og
Kjarará. Nokkuð er síðan sást til lax-
agöngu áleiðis upp í árnar við Sel-
eyri. Menn spá því að byrjunin gæti
orðið góð í ánum, í það minnsta er
laxinn að mæta jafn snemma eða
jafnvel fyrr en á síðasta ári.
gb
Laxveiðitímabilið hefst á laugardaginn
Norðurá verður formlega opnuð á laugardaginn, en myndin
er frá opnuninni í fyrra og sýnir hvar Einar Sigfússon hnýtir á
réttu fluguna. Kristinn Sigmundsson til hægri. Ljósm. gb.
Í fyrra var settur upp áningarstað-
ur við Svöðufoss á Snæfellsnesi.
1,6 km vegur frá þjóðveginum var
lagfærður, bílaplan steypt sem og
útsýnisstaður að fossinum. Farið
var í framkvæmdirnar til að mæta
fjölgun ferðamanna á Snæfellsnesi
og voru þær fyrsti áfangi uppbygg-
ingar áningarstaða fyrir ferða-
menn á svæðinu. Framkvæmdirnar
þykja vel heppnaðar og er aðgeng-
ið að fossinum mjög gott í dag.
Hér má sjá mynd af Svöðufossi og
nýja áningarstaðnum sem tekin var
í kvöldsólinni í maímánuði.
grþ / Ljósm. Kristinn Jónasson.
Svöðufoss í
kvöldsólinni
Á morgun, fimmtudaginn 1. júní,
hefst Viðburðasumar í Frystiklefan-
um í Rifi. Á dagskrá eru 90 menn-
ingarviðburðir á jafn mörgum dög-
um. „Þetta verður sannkallað við-
burðamaraþon hjá okkur. Á dag-
skránni í sumar verður meðal annars
söngleikurinn Journey to the centre
of the earth, gestaleiksýningin Pur-
gatorio, kvikmyndin Hrútar og
fjöldinn allur af tónleikum. Ber þar
helst að nefna Mugison, Valdimar,
Jónas Sig & ritvélar framtíðarinnar
og síðast en ekki síst tónlistarhátíð-
ina Rafmagnslaust í Rifi sem haldin
verður 1. og 2. september og verð-
ur lokapunktur viðburðasumarsins,“
segir Kári Viðarsson eigandi og list-
rænn stjórnandi Frystiklefans.
Kári segir risavaxið verkefni í
menningarlífi landsins á ferðinni og
vonast til að Íslendingar láti sig ekki
vanta á Snæfellsnesið í sumar.
mm
Viðburðasumar að hefjast
í Frystiklefanum í Rifi
Hér sést stækkun veiðihússins við Rjúpnaás. Ljósm. sas.