Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 201710
Haldinn var opinn hádegisfund-
ur um ferðaþjónustu á Akranesi
síðastliðinn föstudag. Viðstadd-
ir voru m.a. Gunnlaugur Grett-
isson, framkvæmdastjóri Sæferða
og Ólafur William Hand, upplýs-
inga- og markaðsstjóri Eimskipa.
Greindu þeir frá fyrirhuguð-
um ferjusiglingum Sæferða milli
Akraness og Reykjavíkur í sumar.
Gunnlaugur sagði frá því að Sæ-
ferðir hefðu samið við norkst fyr-
irtæki um leigu á ferjunni Tedno,
sem er 22,5 metra löng tvíbytna,
háhraðaferja sem tekur 112 far-
þega í senn. Getur hún siglt á allt
að 35 hnúta hraða en áætlað er
að sigla henni á 25 hnútum milli
Akraness og Reykjavíkur. Sigling-
in myndi því taka um það bil hálfa
klukkustund. Ferjan var smíðuð
árið 2007.
Gunnlaugur fræddi fundarmenn
hins vegar um að siglingastofnun
Norðmanna ætti eftir að leggja
blessun sína yfir leigu skipsins til
Íslands. Því væri ekki útséð hvenær
hægt væri að hefja siglingar yfir
Faxaflóann. Kvaðst hann vonast
til þess að ferjan fengist afgreidd á
næstu dögum og hægt yrði að hefja
siglingar í byrjun júní.
Þrjár ferðir virka daga
Eins og gert var ráð fyrir í útboði
vegna siglinganna verða farnar
þrjár ferðir á dag, alla virka daga.
Samkvæmt drögun að áætlunar-
ferðum, sem sýnd var á fundin-
um, mun ferjan leggja af stað frá
Reykjavík kl. 6:30 að morgni og
áætlað er að hún sigli frá Akranesi
kl. 7:00. Að sögn Gunnlaugs hugsa
stjórnendur fyrirtækisins að þess-
ar ferðir snemma morguns nýtist
fólki til að ferðast til og frá vinnu,
ekki síst 7:00 ferðin frá Akranesi.
Næstu ferðir eru almennar sigl-
ingar, kl. 10:30 frá Reykjavík og til
baka frá Akranesi kl. 11:00. Þriðja
áætlunarferð dagsins verður farin
17:30 frá Reykjavík og til baka frá
Akranesi kl. 18:00.
Samkvæmt tilboði sem lagt hef-
ur verið fram er gert ráð fyrir því
að stök ferð kosti um 2500 krónur.
Ferðin verði þó töluvert ódýrari
ef keyptir eru 20 miðar, eða 875
kr. hver ferð. Börn, aldraðir og ör-
yrkjar njóta síðan afsláttar.
Fleiri ferðir
koma til greina
Gunnlaugur og Ólafur greindu
frá því að mögulegt væri að bæta
við aukaferðum til viðbótar við
áætlunarferðirnar, hvort sem er á
virkum dögum eða um helgar, til
dæmis vegna viðburða. Kölluðu
þeir eftir hugmyndum Akurnes-
inga vegna slíkra ferða. „Inn á milli
ferða á virkum dögum er dauður
tími og þar erum við opin fyrir því
að gera eitthvað. Við erum strax
farin að skoða möguleika á auka-
ferðum um helgar. Ferjan nýtist
ekki meðan hún liggur bundin við
bryggju og við viljum endilega fá
að heyra ykkar hugmyndir,“ sagði
Gunnlaugur og Ólafur tók í sama
streng. „Til dæmis hefur kviknað
sú hugmynd að fara skemmtisigl-
ingu inn í Hvalfjörð. Við hlustum
á allar hugmyndir sem upp koma.
Þið þekkið bæinn ykkar best, vitið
hvað hann hefur upp á að bjóða,
hvað gestum gæti þótt áhugavert
og einnig hvað hann þolir mikinn
ágang,“ sagði Ólafur. „Við viljum
vinna þetta í samstarfi við ykkur,“
sagði Gunnlaugur og bætti því við
að þeir sæju mikil tækifæri í sig-
lignum milli Akraness og Reykja-
víkur til framtíðar. „Þó það sé mik-
ið spretthlaup núna að koma sigl-
ingunum af stað, því útboðið nær
til sex mánaða, þá lítum við engu
að síður á þetta verkefni sem lang-
hlaup,“ sagði Gunnlaugur.
Sjá nánar um fundinn á bls. 14.
kgk
Orkustofnun hefur kallað eft-
ir andmælum Orku náttúrunn-
ar vegna meints brots á ákvæð-
um vatnalaga og umhverfisskaða í
Andakílsá af völdum fyrirtækisins,
þegar þúsundum rúmmetra af aur
var hleypt úr uppistöðulóni Anda-
kílsárvirkjunar dagana 15.-18. maí
sl. Það er niðurstaða Orkustofnun-
ar að Orka náttúrunnar hafi brotið
þrjár greinar vatnalaga og þannig
með ólögmætum hætti valdið tjóni
á lífríki í Andakílsá og takmark-
að veiðimöguleika í ánni. „Orku-
stofnun tekur þó hvorki afstöðu til
þess mögulega tjóns né til skaða-
bóta, eftir atvikum landeigenda
og/eða Veiðifélags Andakílsár,“
segir í tilkynningu frá Orkustofn-
un. Þá mælir stofnunin fyrir um að
Orka náttúrunnar færi umhverfi
Andakílsár til fyrra horfs, eins og
kostur er, á sinn kostnað og legg-
ur áherslu á að áætlun um úrbætur
verði skilað til Orkustofnunar eigi
síðar en 30. júní n.k. Orkustofn-
un mun taka afstöðu til þeirrar
áætlunar í samráði við Fiskistofu.
Brot gegn ákvæðum vatnalaga geta
varðað sektum. Í ljósi alvarleika
meintra brota, kemur til álita að
beita öðrum úrræðum, en Orku-
stofnun frestar ákvörðun sinni þar
að lútandi, þar til andmæli Orku
náttúrunnar liggja fyrir.
Veitt í klak
Á fundi með hagsmunaaðilum síð-
astliðinn mánudag kom m.a. fram
að eftir ítarlega skoðun á ánni telji
sérfræðingar Hafrannsóknastofn-
unar ráðlegt að reyna að hreinsa
eða skola seti úr farvegi árinnar til
að draga úr verstu áhrifum á lífríki
hennar. Reynt verður að hreinsa
leirinn sem lagst hefur yfir bú-
svæði laxastofnsins í Andakílsá en
hann er víða töluvert mikill, ekki
síst í hyljum og ofantil í ánni. Al-
gengt er að 30-60 cm þykkt leir-
lag liggi á botninum. Til greina
kemur að dæla setinu upp úr hylj-
unum til að flýta fyrir því að áin
hreinsi sig. Stefnt er að prófan-
ir fari fram á hvaða aðferðir henti
best til hreinsunar og í kjölfar-
ið verði gerð aðgerðaáætlun um
hreinsun árinnar.
Sýnt er að mikið af seiðum hafi
drepist í ánni, meginhluti seiða
úr hrygningu frá því í fyrra. Sér-
fræðingar segja greinilegt að lax-
astofninn hafi orðið fyrir þungu
höggi sem gæti valdið nokkurra
ára lægð í veiði. Mælt er gegn því
að fiskur sem veiðist í sumar verði
aflífaður heldur lögð áhersla á að
veiða fisk í klak til að byggja stof-
ninn upp.
Viðurkenna mistök
Í tilkynningu frá Orku náttúrunn-
ar í síðustu viku er viðurkennt að
mistök hafi verið gerð að vakta
ekki rennsli úr inntakslóni eftir að
botnrás í stíflu var opnuð 15. maí.
„Úrbótaáætlun ON mun liggja
fyrir á næstu dögum og haft verð-
ur samráð um framkvæmd henn-
ar við vísindafólk, veiðiréttarhafa,
sveitarfélagið og eftirlitsstofnanir.
Þá verða einnig metnar aðgerðir til
framtíðar, svo sem vöktun á áhrif-
um til lengri tíma og samskipti,
hvorttveggja við reglubundnar að-
gerðir í rekstri virkjunarinnar og
sérstakar framkvæmdir á borð við
hreinsun sets úr inntakslóninu.
Farið verður yfir vinnuferla innan
ON í framhaldi af þessum mistök-
um til að læra af þeim,“ segir í til-
kynningu frá ON sem send var út
24. maí síðastliðinn.
mm
Orkustofnun telur ON hafa þríbrotið vatnalög
Veiðistaður 4 í ánni er fullur af leir en ofantil í ánni er algengt að 30-60 cm þykkur leir liggi yfir botninum.
Vonast til að hefja flóasiglingar í byrjun júní
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Sæferðir hafa samið við norskt fyrirtæki um leigu á ferjunni Tedno. Nú er þess beðið að norska siglingastofnunin leggi
blessun sína á leigu ferjunnar til Íslands. Ferjan tekur 112 farþega og mun sigla á 25 hnúta hraða milli Akraness og Reykja-
víkur. Ljósm. shipspotting.com.