Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 11

Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 11 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Miðvikudaginn 7. júní Fimmtudaginn 8. júní Föstudaginn 9. júní Allar stærðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 570 – 9090 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 SK ES SU H O R N 2 01 7 Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit Matráður óskast Matráður óskast til starfa í leikskólanum Skýjaborg frá og með ágúst 2017. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu. Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulags- hæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2017. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi. Nánari upplýsingar er að finna á www.hvalfjardarsveit.is. SK ES SU H O R N 2 01 7 Laugardaginn 13. maí var umhverf- isdagur í Reykhólahreppi. Var dag- urinn meðal annars nýttur til upp- setningar á nýjum frisbígolfvelli, sem staðsettur er í Hvanngarða- brekku. Var það Umf. Aftureld- ing sem hafði frumkvæði að upp- setningu hans og nutu heimamenn liðsinnis frá Frisbígolfbúðinni við verkið. Settar voru upp sex af þeim níu körfum sem verða á vellinum, en fleiri körfur voru ekki til á lager. Verður þeim komið fyrir um leið og fleiri körfur koma til landsins. Merkingar vantar á stikur og verða þær sömuleiðis merktar við fyrsta tækifæri. Að öðrum kosti er völlur- inn tilbúinn til notkunar. Íbúar og gestir Reykhólahrepps ættu því að geta tekið frisbígolfið föstum tök- um á sumri komanda. Fleiri vellir væntanlegir Frisbígolfvellir eru í bígerð víðar í landshlutanum. Búið er að teikna upp slíkan völl í Dölum. Verður hann staðsettur í dalverpinu fyr- ir neðan tjaldsvæðið í Búðardal, skammt frá Dalabúð. Níu brautir verða á þeim velli og áætlað er að hann verði tilbúinn til notkunar í kringum mánaðamótin næstu. Þá stendur einnig til að setja upp frisbígolfvöll í Snæfellsbæ á næst- unni en þeim velli hefur ekki verið fundinn staður. Má vænta fregna af þeim velli snemmsumars. kgk Frisbígolfvöllur settur upp á Reykhólum Krakkarnir í Reykhólaskóla reyna sig á nýja vellinum í Hvanngarðabrekku á Reykhólum. Ljósm. Reykhólaskóli. Í síðustu viku var vatnshæð Skorra- dalsvatns hækkuð. Á þremur dög- um, frá föstudegi til sunnudags, hækkaði vatnsyfirborðið í vatninu um sex sentimetra og var á sunnu- dagsköld samkvæmt mæli Veður- stofunnar við úthlaup þess 62,12 cm yfir sjávarmáli. Orka náttúrunn- ar hefur gefið það út að vatnsstaðan skuli ekki vera hærri en 62,18 cm. Í raun er Skorradalsvatn vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun og er vatns- hæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkj- unina. Íbúar í dalnum sem Skessu- horn hefur rætt við eru ekki sam- mála því að leyfi sé fyrir fyrrgreindri hámarksvatnshæð, segja mælipunkt í starfsleyfi fyrir virkjunina vera á reiki. Óvenjuleg björgunar- aðgerð himbrimavarps Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum, innsta bæ við austanvert vatnið, hef- ur verulegar áhyggjur af hækkandi vatnsborði vegna fuglalífs. Him- brimi verpir til að mynda í litlum hólma austast í vatninu. Sá Hulda fram á að ef vatnsyfirborð hækk- aði meira myndi fljóta yfir hreiður fuglsins. Hún fór því ásamt Ingi- björgu Björnsdóttur út í hólmann á sunnudagskvöldið og freistaði þess að fuglinn sætti sig við að hreiður- stæðið yrði hækkað. Það mun hafa lukkast því fuglinn lagðist á það að nýju. Hulda kveðst hafa ráðfært sig við fuglafræðing áður en hún lagði í þessa óvenjulegu björgunarað- gerð. Jafnframt upplýsir hún blaða- mann um að ef vatnsborðið verður hækkað enn meira, muni hún fara aftur út í hólmann og hækka und- ir hreiðrinu. „Það er einungis hægt að gera þetta í litlum áföngum þar sem fuglinn er í rauninni bæklað- ur, á afar erfitt með gang og því er ekki hægt að hækka hreiðurstæðið nema lítið,“ segir Hulda. Hún bæt- ir því við að íbúar í dalnum hafi í áratugi barist fyrir því að vatnshæð í Skorradalsvatni hætti að „rokka“ eftir höfði Andakílsárvirkjunar, en ekki hafi verið hlustað á sjónarmið þeirra. Því komi ítrekað upp agnúar í samkiptum virkunarinnar við land- eigendur sem telja of oft að gengið sé á hagsmuni lífríkisins við vatnið. Hækkar þar til annað verður ákveðið „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hreið- ur á votlendinu fyrir innan vatnið verða fyrir barðinu á stjórn virkjun- arinnar,“ segir Hulda. Hún biðlaði um helgina til forsvarmanna Anda- kílsárvirkjunar að opna fyrir útfall- ið úr Skorradalsvatni þannig að það hætti að hækka í vatninu af þeirri úr- komu sem fellur til jarðar þessa dag- ana. Kristinn Rafnsson framleiðslu- stjóri hjá ON segir í svarbréfi til Huldu á sunnudaginn: „Eins og þú eflaust veist þá erum við að glíma við afleiðingar af vatns- tæmingu inntakslóns fyrir Anda- kílsvirkjun. Til að lágmarka þann skaða sem orðin er þá munum við ekki auka streymið í ána nema í sam- ráði við og eftir ráðleggingum sér- fræðinga frá Hafrannsóknastofnun ásamt sérfræðings í straumvatns- fræði,“ sagði Kristinn. Síðastliðinn mánudag var fund- ur með öllum hagsmunaaðilum við Andakílsá ásamt fulltrúum sveitar- félaga og sérfræðingum Hafrann- sóknastofnunar. Í framhaldi af þeim fundi var áætlað að tekin yrði ákvörðun um næstu skref. Hulda á Fitjum upplýsti svo síð- degis á mánudaginn að byrjað væri að hleypa úr vatninu að nýju. Bjóst hún því við að fara aftur út í hólm- ann og lækka hreiðrið á nýjan leik þannig að himbriminn ætti greiða leið upp í það. mm Varp í hættu vegna hækkunar í Skorradalsvatni Himbriminn á hólmanum. „Nú er að hækka í Skorrradalsvatni og þá flæðir inn í hreiðrið og önnur hreiður smærri fugla sem ekki eru jafn áberandi. Hver cm skiptir máli eftir að fuglinn hefur verpt,“ skrifar Hulda. Ljósm. khg. Óvenjuleg tilraun til björgunar himbrimavarps var gerð sl. sunnudagskvöld í „Skrubbunni,“ en svo nefnist kíllinn í votlendið austast í vatninu þar sem him- briminn hefur komið sér fyrir. Hulda á Fitjum fór við annan mann út í hólmann og freistaði þess að hækka hreiðrið þannig að ekki flæddi í það. Með semingi sætti fuglinn sinn við það og lagðist að nýju á hreiðrið. Ljósm. ib.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.