Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 201712
Á vormánuðum greindi Skessu-
horn frá stofnun ferðaþjónustu-
fyrirtækisins Ocean Adventures í
Stykkishólmi. Að því standa Hulda
Hildibrandsdóttir og Hreiðar Már
Jóhannesson. Bjóða þau ferða-
mönnum upp á styttri siglingar
um eyjarnar og nágrenni Stykkis-
hólms. Siglt er út að Elliðaey, sem
er 4,5 sjómílur frá Stykkishólmi.
Síðan er siglt inn fjörðinn áður en
haldið er aftur til hafnar í Stykk-
ishólmi. Siglingin er um það bil
klukkustundar löng.
Skessuhorn sló á þráðinn til
Hreiðars að morgni síðasta föstu-
dags. Hann var þá í þann mund
að leggja upp í siglingu með hóp
ferðamanna. Sagði hann þau hafa
haft í nógu að snúast síðan þau
hófu siglingar fyrir viku síðan,
föstudaginn 19. maí. „Það hefur
gengið vonum framar og búið að
vera nóg að gera síðan við byrjuð-
um. Ætlun okkar var að fara rólega
af stað en það hefur ekki gengið
eftir því þetta hefur byrjað með
trukki. Við erum búin að sigla með
um 100 manns fyrstu vikuna,“ seg-
ir Hreiðar ánægður.
Útlitið gott
fyrir sumarið
Báturinn sem notaður er til sigl-
inganna er Austri SH-83, 8,5
metra trefjaplastbátur. „Hann er
skráður fyrir níu farþega en al-
gengast er að við séum að sigla
með fjóra til sjö í einu. Við höfum
verið að sigla frá einni ferð og upp
í fimm ferðir á hverjum degi þessa
fyrstu viku,“ segir Hreiðar. Hann
segir farþega Ocean Adventures
ánægða með siglingarnar. „Ferð-
irnar hafa mælst mjög vel fyrir
meðal farþega og þeir hafa geng-
ið ánægðir frá borði. Einnig höf-
um við fengið fararstjóra í nokkrar
ferðir og þeir hafa líka verið mjög
ánægðir með siglinguna,“ segir
Hreiðar.
Aðspurður segir hann sumarið
líta vel út, töluvert hafi selst nú
þegar í ferðir næstu vikurnar og
mánuðina. „Það hefur selst vel
fram í tímann og margir búnir að
leigja bátinn í lengri tíma í senn.
Við bjóðum einnig upp á slíkt, að
leigja bátinn út til einkasiglinga.
Þá er siglt að mestu eftir óskum
farþega og siglingarnar eru lengri.
Þannig að heilt yfir þá er búið að
bóka vel út sumarið og útlitið er
gott,“ segir Hreiðar að endingu.
kgk/ Ljósm. sá.
„Gengið vonum framar síðan við byrjuðum“
- segir Hreiðar hjá Ocean Adventures í Stykkishólmi
Hreiðar Már Jóhannesson um borð í Austra SH, báti Ocean Adventures. Austri SH við bryggju í Stykkishólmshöfn.
Framkvæmdir stóðu yfir á Fróðár-
heiði á laugardaginn. Þá var lag-
færður eini malarkaflann á heið-
inni en hann er upp að norðan-
verðu. Voru allar stikur teknar upp
og heflað upp úr köntunum inn á
veginn. Efnið var þvínæst brotið
niður með malarbrjót sem er aftan í
dráttarvél og það síðan heflað út að
nýju. Ekki voru veðurguðirnir hlið-
hollir Vegagerðinni því síðar sama
dag tók að rigna og allan sunnu-
daginn einnig. Varð það til þess að
hluti vegarins varð erfiður til akst-
urs sökum bleytu.
þa
Efnið malað í
malarhluta Fróðárheiðar
Nú styttist í að Friðleifur Einars-
son og áhöfn hans á Ásbirni RE
komi í land og flytji sig um borð
í Engey RE, nýjasta skipið í flota
HB Granda. „Vonandi verður búið
að ganga frá lestarkerfinu og milli-
dekkinu í næstu viku,“ sagði Frið-
leifur í lok síðustu viku. „Eftir það
munum við taka ný veiðarfæri um
borð en það tekur okkur að há-
marki tvo daga að gera skipið sjó-
klárt,“ sagði Friðleifur í samtali við
vef HB Granda.
mm
Engey til veiða innan tíðar
Nýverið hóf Steypustöð Skaga-
fjarðar framkvæmdir við lagningu
Grundarfjarðarlínu. Lagður verður
66 kW jarðstrengur milli Ólafsvík-
ur og Grundarfjarðar ásamt bygg-
ingu nýs tengivirkis í Ólafsvík.
Með þessari framkvæmd mun af-
hendingaröryggi raforkudreifing-
ar batna til muna á Snæfellsnesi.
Vinna við undirbúning, hönnun
og útboð vegna framkvæmdanna
hófst árið 2015. Framkvæmdir hóf-
ust svo á síðasta ári með byggingu
tengivirkis í Grundarfirði en einn-
ig vinnu við hönnun nýs tengivirk-
is í Ólafsvík og innkaupum á jarð-
streng. Nú er vinnan við streng-
inn hafin og stefnt að því að fram-
kvæmdum ljúki sumarið 2018 ásamt
yfirborðsfrágangi á lagnaleiðinni.
þa
Byrjað að leggja rafstreng frá Ólafsvík
Rauði krossinn í Ólafsvík, Svæðis-
garðurinn Snæfellsnes ásamt fleiri
félögum hafa í vetur verið í sam-
starfsverkefni. Markmiðið með því
er að konur af ólíku þjóðerni hittist,
tali saman og kynnist. Í þetta skipt-
ið var ferðinni heitið í Gestastofu
þjóðgarðsins á Malarrifi. Þar tók
Ragnhildur Sigurðardóttir á móti
konunum, sýndi þeim Gestastofuna,
sumar smökkuðu söl og lyktuðu af
ilmrey. Þá var gengið í fylgd Ragn-
hildar í Salthúsið þar sem hún fór
með ljóð. Var mjög áhrifamikið að
standa þarna við sjóinn og hlusta á
hana flytja ljóð utanbókar. Í Salthús-
inu hafa nemendur Lýsuhólsskóla
sett upp sýningu með myndum af
umhverfinu. Kynjamyndir og tröll
eru þar og einnig leikföng barna
frá fyrri tímum. Ýmsar upplýsing-
ar má finna á spjöldum sem eru eins
og saltfiskur í laginu og hanga þau
uppi í bandi. Mjög skemmtilegt. Á
leiðinni má finna „aparólu“ og sum-
ar konurnar voru nógu hugaðar til
að prófa! Eftir gönguna var farið til
baka í Gestastofu og þar var boðið
upp á góðar veitingar. Rúmlega 20
konur voru í ferðinni sem heppn-
aðist mjög vel eins og fyrri hitting-
ar í vetur. Verður samstarfsverkefni
þessu haldið áfram næsta vetur og
verður vonandi til þess að konur af
mismunandi þjóðerni eigi auðveld-
ara með að kynnast.
þa
Samhrystingur kvenna
af ólíku þjóðerni