Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 16

Skessuhorn - 31.05.2017, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 201716 Ejub Purisevic er þjálfari Vík- ings Ólafsvíkur í Pepsideild karla í knattspyrnu. Flestir sem fylgj- ast með íslenskum fótbolta þekkja til kappans. Hann hefur spilað og þjálfað hérlendis allt frá því hann flutti til landsins frá Júgóslav- íu árið 1992. Ejub hefur náð frá- bærum árangri með lið Víkings en liðið spilar í sumar sitt þriðja tímabil í efstu deild á fimm árum. Hann er einnig starfandi yfirþjálf- ari hjá knattspyrnudeild Víkings þar sem hann hefur einnig stað- ið sig vel. Á þeim tíma sem Ejub kom voru yngri flokkar mjög fá- mennir og spiluðu meira og minna bara á héraðsmótum og aðeins örfáir tóku þátt í Íslandsmótinu. Hann stóð fyrir uppbyggingu yngri flokka kvenna og eftir nokk- ur ár voru flokkarnir farnir að æfa hver fyrir sig. Nú taka allir flokkar Víkings þátt í Íslandsmótinu; bæði karla- og kvennaflokkar. Í dag æfa rúmlega 60% krakka í Grunnskóla Snæfellsbæjar fótbolta. Margir þekkja knattspyrnuþjálfarann Ejub en færri þekkja hann utan vall- ar. Líf Ejubs þróaðist með öðrum hætti en hann hafði búist við sem ungur drengur í Júgóslavíu. Blaða- maður Skessuhorns settist niður með Ejub á dögunum og ræddi við hann um daginn og veginn. Móðurmissir Ejub fæddist í Júgóslavíu árið 1968, nánar tiltekið í Bosníu og Her- segóvínu. Hann ólst þar upp og bjó með móður sinni, ömmu og afa en móðir hans og faðir slitu sambandi áður en hann fæddist. Ejub segir að það hafi verið frábært að alast upp í Bosníu. „Maður var öruggur og áhyggjulaus. Maður var voða- lega mikið bara í fótbolta, eft- ir skóla var farið út á grasvöll þar sem tvær töskur voru settar á jörð- ina til að búa til mark og síðan var spilað. Þetta var annar veruleiki en í dag þar sem krakkar eru mikið í snjalltækjum og að horfa á sjón- varpið. Það var lítið um slíka af- þreyingu þá, við fengum ekki sjón- varp fyrr en ég var átta eða níu ára. Ég er eiginlega bara glaður að hafa verið laus við þetta áreiti og feng- ið að njóta þess að leika mér úti,“ segir Ejub þegar hann rifjar upp uppvaxtarárin. Ejub fór fljótlega að æfa fótbolta en líf hans hefur að mjög miklu leyti snúist um íþrótt- ina. „Það fengu ekki allir að æfa, liðin völdu út þá sem þau höfðu trú á og þeir fengu að æfa. Það var sem sagt ekki sama fyrirkomulag og er t.d. á Íslandi þar sem allir fá að æfa. En ég fór ungur að æfa og hef verið í þessu síðan.“ Líf Ejubs var líkt og flestra barna fyrstu árin, fjölskyldan var sam- rýmd og lífið var ljúft og áhyggju- laust. Það breytist þó allt þegar Ejub var fjórtán ára gamall. „Ég hafði misst afa minn tólf ára og á fimm mánaða tímabili þegar ég var fjórtán ára missti ég bæði ömmu og mömmu. Þetta var hræðilegt. Amma hafði ekki verið mikið veik þegar hún lést og mamma varð bráðkvödd. Það var ekkert sem benti til þess að mamma myndi deyja, hún hafði aðeins kvartað undan eymslum í höndum daginn áður en ekkert alvarlega. Hún fékk svo fyrir hjartað og lést. Allt í einu stóð ég aleinn eftir, fjórtán ára,“ segir Ejub. Kunni ekki að sjá fyrir mér Fyrstu vikurnar á eftir voru erfiðar fyrir Ejub, hann hafði misst móð- ur sína en stóð einnig frammi fyrir óvissu um framhaldið. „Fyrst eftir að mamma lést átti að senda mig á barnaheimili, nokkurs konar mun- aðarleysingjaheimili. Ég tók það ekki í mál og sagðist aldrei fara á slíkt heimili. Þjálfari minn í fót- boltanum og formaður félagsins náðu svo samkomulagi við stofn- unina um að ég fengi sex mánaða reynslutíma í því að búa einn með hjálp félagsins. Ef það gengi upp myndi það fyrirkomulag verða,“ segir Ejub. Það fór því svo að fjórtán ára byrjaði Ejub að sjá alfarið um sig sjálfur á heimili sem hann hafði búið á með móður sinni og ömmu aðeins hálfu ári áður. „Ég skil ekki hvernig ég lifði þessa fyrstu mán- uði af. Ég var bara krakki og kunni ekkert að sjá um mig sjálfur. Ég fékk pening frá fótboltanum og vinnunni sem mamma hafði ver- ið í. Ég kláraði peningana vana- lega fyrstu vikuna í mánuðinum. Eins og ég segi var ég bara barn, kunni ekki að sjá fyrir mér, hvað þá að fara með peninga. Ég eyddi peningum í hálfgerða vitleysu. Ég fór samt aldrei að sníkja pening eða mat annars staðar; stoltið var of mikið hjá mér. Frekar nagaði ég bara brauð og kartöflur út mán- uðinn. Eftir nokkra mánuði lærði ég svo að peningarnir þurftu að duga út mánuðinn,“ segir hann. Stendur í þakkarskuld við fótboltann Næstu ár voru erfið hjá Ejub og áfallið mótaði hann mjög mikið sem einstakling. „Þetta var rosa- lega erfitt allt saman fyrst. Ég lærði samt margt og þroskaðist mikið á skömmum tíma. Ég rakst á veggi út um allt og þurfti að takast á við ýmislegt sem flestir gera ekki svona snemma á lífsleiðinni. Ég varð fljótt fullorðinn og alvarlegur og hef verið það alla tíð síðan. Líf- ið mótar mann og þetta áfall spilar stærstan þátt í því hvernig einstak- lingur ég er og hefur enn þann dag í dag áhrif á viðhorf mitt til lífs- ins.“ Ejub segist standa í ríkri þakkar- skuld við fótboltann sem hafi lík- lega bjargað honum. „Fótboltinn hélt mér á beinu brautinni og það var hugsað vel um mann. Ég fór fljótlega að spila upp fyrir mig og lagði mikið á mig í fótboltanum. Fótboltinn hélt líka svolítið utan um mann; það var t.d. skilyrði hjá félaginu að maður þyrfti að standa sig í skólanum til þess að fá að æfa. Þannig það var ekkert annað í boði en að stunda námið af krafti líka. Íþróttir, fótbolti í mínu tilfelli, eru mikið meira en bara kappleikir. Þær snerta líka félagslegar og and- legar hliðar. Ef ég hefði ekki haft fótboltann má það vel vera að ég hefði misst sjónar af beinu braut- inni. Það hefði verið auðvelt fyrir mann í minni stöðu á þessum tíma að leiðast t.d. út í fíkniefni. En ég missti aldrei hausinn og er mjög stoltur af því að hafa aldrei farið á vafasamar slóðir. Það hefði ver- ið mjög auðvelt fyrir ungan dreng sem átti ekki mikla peninga að leita annarra leiða,“ segir Ejub. Með síðasta áætlunar- flugi til Íslands Í upphafi tíunda áratugarins hófst upplausn í Júgóslavíu sem varð að borgarastyrjöld árið 1991 sem olli því að Ejub flutti til Íslands árið 1992, þá aðeins 24 ára. „Ástandið í Júgóslavíu var orðið mjög slæmt árið 1991 og manni var farið að líða illa yfir því. Þetta er svo skrít- ið, maður trúir ekki að svona hlut- ir geti gerst í sínu heimalandi. Ég hugsaði bara að stríð væri eitthvað sem ætti sér stað langt í burtu. Maður trúði því einfaldlega ekki að svona gæti gerst. Grimmd- in í Júgóslavíu á þessum tíma var manni áður óhugsandi. Þetta hafði áhrif á alla og allir misstu einhvern úr fjölskyldunni; þetta var hræði- legt.“ Ejub fékk tilboð frá HK um að leika með liðinu í fimm mánuði sumarið 1992; hann sló til og vóg ástandið í landinu nokkuð mikið í þeirri ákvörðun Ejubs. „Ég og Zoran Ljubicic fengum báðir til- boð frá HK um að spila í fyrstu deild með félaginu 1992. Við slóg- um til enda var manni farið að líða frekar illa vegna ástandsins í land- inu. Það var síðan auðveld ákvörð- un fyrir mig að grípa tækifærið þar sem ég var hvort eð er einn og ekki háður fjölskyldu. Flugvélin sem ég fór með frá Sarajevo reyndist vera síðasta áætlunarvélin sem fór frá Júgóslavíu til stríðsloka. Aftur er ég þakklátur fótboltanum. Ég leit þó svo á að fljótlega myndi borg- arastyrjöldinni linna og ég færi heim aftur; ég er enn ekki farinn heim,“ segir Ejub. Boltinn og byggingarvinna Ejub lék með HK tímabilin 1992 og 1993. „Þegar ég var fenginn var mér sagt að ég væri að fara spila í fyrstu deild en sú var ekki raunin því HK lék í neðstu deild. Við náð- um þó að vinna okkur upp um tvær deildir á þessum tveimur árum og komust í fyrstu deild. Árið 1994 var mér boðið að æfa með FH og æfði með þeim um tíma samhliða því að vera í byggingarvinnu. Á sama tíma var mér boðið að vera spilandi þjálfari hjá Sindra á Höfn í Hornafirði. Ég kunni ekki vel við mig í byggingarvinnunni því ég hafði aldrei unnið svoleiðis vinnu og ákvað frekar að fara til Sindra á Höfn í Hornafirði og átti það aðeins að vera lausn fyrir árið en annað kom í ljós,“ segir Ejub en með því hófst meistaraflokksþjálf- un Ejubs, þegar hann var aðeins 26 ára gamall en áður hafði hann þjálfað yngri krakka en hann starf- aði sem spilandi þjálfari Sindra frá 1994-1996. Stoltastur af uppbyggingunni Ejub lagði mikið á sig að byggja upp félagið Sindra. „Það sem ég er stoltastur af á ferlinum er ekki það að koma Víkingi í úrvalsdeild, þó ég sé líka stoltur að því að sjálf- sögðu. Það sem ég er stoltast- ur að er uppbyggingin sem ég hef staðið að bæði á Höfn og svo hér á Ólafsvík. Íþróttir snúast meira um að fólk geti fundið farveg í líf- inu frekar en einstaka árangur. Ég lagði ríka áherslu á að byggja upp yngri flokkana á Höfn og Ólafs- vík. Það er sérstaklega mikilvægt á minni stöðum eins og Ólafsvík að hafa öflugt íþróttastarf og krakk- ar geti fundið sig í íþróttum. Þeg- ar ég kom til Ólafsvíkur 2003 þá voru bara fáeinir krakkar að æfa fótbolta, yngri flokkarnir spiluðu bara á héraðsmótum og það var engin yngri flokkar í kvennadeild innan félagsins. Ég skildi ekkert í því hvers vegna stelpur gátu ekki æft fótbolta. Mér var svarað að það væri ekki hefð fyrir því. Ég ákvað að bjóða upp á æfingar fyrir stelp- ur sem skiptust í æfingar fyrir eldri hóp og yngri hóp og þá fór bolt- inn að rúlla í kvennafótboltanum í Ólafsvík og er mjög stoltur að hafa komið þessu af stað.“ Nauðsynlegt að taka vel á móti erlendum leikmönnum Undanfarið hafa verið uppi hávær- ar raddir í hinum íslenska knatt- spyrnuheimi að of mikið sé af út- lendingum í efstu deild á Íslandi og hefur Víkingur verið harðlega gagnrýndur sökum mikils fjölda „Allt í einu stóð ég aleinn eftir, fjórtán ára“ Rætt við Ejub Purisevic þjálfara Víkings Ólafsvíkur um móðurmissinn, Júgóslavíu, erlenda fótboltamenn á Íslandi og sitthvað fleira Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.