Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 17 útlendinga í liðinu. Ejub segir að það þurfi heilbrigða umræðu um þetta mál. „Umræðan sem hefur verið um útlendinga í fótboltan- um hérna heima hefur verið ein- hliða og það er eins og menn vilji ekki kynna sér allar hliðar málsins. Það eru kostir og gallar við að hafa útlendinga í deildinni en þegar þetta er rætt þarf að horfa til allra hliða málsins; þetta er þörf um- ræða. Ég kalla þó eftir heilbrigðri umræðu þar sem þessi málefni eru rædd af skynsemi og yfirvegun. Ef ég tek bara mig sem dæmi; ég hef lagt mikið til samfélagsins frá fyrsta degi sem ég kom til lands- ins. Ég fór strax að vinna, bæði að spila fyrir HK og svo þjálfa yngri flokka. Ég tel mig hafa gef- ið samfélaginu mikið. Ég byggði upp öflugt fótboltastarf hjá bæði Sindra og Víkingi Ólafsvík og menn hljóta að fagna slíkri upp- byggingu. Við megum ekki bara líta á þessa útlendinga sem annars flokks fólk. Við verðum að taka al- mennilega á móti öllum því marg- ir setjast nefnilega hér að. Við vilj- um að þessir einstaklingar komist inn í samfélagið og líði vel, ann- ars verður bara til samfélag í sam- félagi og menn ná ekki að fóta sig. Við erum t.d. með tvo útlendinga í liðinu okkar núna, Tomasz Luba sem kom til Ólafsvíkur 2010 og Emir Dokara 2011, sem eiga hér fjölskyldu og vinna. Það er mjög jákvætt og hver er þá munurinn á þeim t.d. og öðrum aðkomumönn- um? Hverju skiptir það hvort Emir og Luba koma frá útlöndum eða Akureyri? Ólafsvík er lítill staður og það munu alltaf vera aðkomu- menn í liðinu hjá okkur á meðan við erum í efstu tveimur deildun- um og fyrir mér skiptir það ekki máli hvort það eru útlendingar eða aðrir. Ég vil samt að sem flest- ir heimamenn séu í liðinu, í fram- tíðinni ætti Víkingur að geta verið með tíu menn í átján manna leik- mannahóp sem væru uppaldir, það væri frábært. En það tekur tíma, uppbygging sem hófst fyrir fjórtán árum með fjölgun iðkenda, það að krakkar eru farnir að keppa við önnur lið út um allt land og fleira í þeim dúr fer að skila leikmönn- um í meistaraflokk og nú þegar eru nokkrir efnilegir í fjórða, þriðja og öðrum flokk,“ segir Ejub. „Mér leiðist þegar menn tala alltaf um að árangur Víkings í gegnum árin sé bara út af peningum og útlend- ingum. Það er bara ekki satt. Árin 2003 og 2004 fór Víkingur upp um tvær deildir og maður heyrði oft að það yxi peningatré í Ólafs- vík, en raunin var sú að aðeins einn leikmaður fékk greidd laun eitt sumarið. Það hafa strákar í lið- inu spilað yngri landsleiki og sum- ir farið í stærri lið. Við sjáum t.d. Brynjar Gauta sem er fastamað- ur í Stjörnunni og Þorsteinn Már spilaði með KR nokkur tímabil. Uppgangur Víkings liggur dýpra en bara í þeim útlendingum sem hingað hafa komið.“ Orðinn þreyttur á aðstöðuleysi Víkings Ejub segir að hann sé mjög stolt- ur af þeim stað sem Víkingur er á í dag en þó sé hann orðinn leið- ur á stefnuleysi félagsins. „Fólk sem hefur starfað í kringum knatt- spyrnu í Ólafsvík hefur gert frá- bæra hluti og gefið mjög mikið af sér en til þess að félagið haldi sér á þeim slóðum sem það hefur verið á undanfarin ár en það þarf ýmislegt að breytast. Ég er tals- maður þess að nú sé löngu kom- in tími á að bæjaryfirvöld, öll fyr- irtæki á svæðinu og allir þeir sem hafa áhuga á fótbolta og félaginu, setjist niður og ákveði hvernig og á hvaða stigi við viljum hafa Víking Ólafsvík. Nú þarf að ákveða hversu mikinn metnað við viljum leggja í uppbyggingu yngri flokka starfs- ins og síðan á að byggja umgjörð í kringum það. Ef við viljum vera, segjum í annari deild með karlalið- ið, þá þarf bara búa til slíka um- gjörð það er ekki flóknara en það. Þetta átti að gerast fyrir löngu síð- an. Aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun í Ólafsvík er hlægileg. Ef við vilj- um vera með lið í efstu deild þurf- um við aðstöðu til þess. Sama má segja ef við viljum halda uppbygg- ingu yngri flokka áfram. Meist- araflokkur getur ekki tekið nein- um framförum sem lið ef við erum bara að spila á parketi allt árið og ekki er hægt að bjóða börnunum að æfa við þessar aðstöðu ef þau halda áfram að vera svona mörg. Aðstöðuleysið er þannig að þeir sem æfa í yngri flokkum þurfa að sitja hálfa æfinguna og horfa á því það komast ekki allir á innanhús- völlinn. Þetta er ekki boðlegt,“ segir Ejub. „Fótboltinn skiptir miklu máli fyrir bæinn, hann bætir mannlífið, er rosalega góð auglýs- ing fyrir bæjarfélagið og býr til far- veg fyrir börn í íþróttum. Það þarf að fara horfa á heildarmyndina. Ég vil frekar öfluga yngri flokka sem halda áfram að blómstra í framtíð- inni en bikarævintýri. Við þurfum að fara hugsa lengra en bara að það sé gaman á meðan vel gengur, það þarf að hugsa til framtíðar og setja niður markmið.“ Ejub segist líta björtum augum á framtíðina og ætlar hann sér að ná lengra á sínum þjálfaraferli. „Mér og fjölskyldu minni hefur liðið vel í Ólafsvík, börnin mín hafa alist hér upp og hér er gott að búa. En auðvitað vill ég komast sem lengst í þjálfun, ég kláraði UEFA pro rétt- indin í fyrra. Ég vona bara að ég verði ennþá að þjálfa þegar ég verð 70 ára, sama hvar sem það verður þá verð ég sáttur,“ segir Ejub að endingu. bþb Víkingur hefur staðið framarlega í hópi íslenskra liða í innanhússfótbolta, að- staðan skapar það. Hér er liðið Íslandsmeistarar í Futsal 2015. Efri röð frá vinstri: Antonio Grave, Suad Begic, Tomasz Luba, Eyþór Helgi Birgisson, Steinar Már Ragnarsson, Kristinn Magnús Pétursson og Ejub Purisevic þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Vignir Snær Stefánsson, Alfreð Már Hjaltalín, Brynjar Kristmundsson og Emir Dokara. Ljósmynd: Gunnar Örn Arnarson. Nú á vormánuðum var Birgir Leif- ur Hafþórsson ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi. Birgir Leifur er fæddur og uppalinn Skagamaður og spilaði undir merkjum klúbbsins allt til ársins 1997. Hann þekkir því vel til en þessi reynslumikli kylfingur starfar einnig sem atvinnukylfing- ur samhliða því að vera íþróttastjóri Leynis. Nú er Birgir Leifur staddur í Sviss þar sem hann spilar á Euro- pean Challenge Tour sem er áskor- endamótaröð. Sem atvinnukylfing- ur spilar Birgir Leifur undir merkj- um GKG og að hluta til er nýja starf hans samstarf GL og GKG. Áður en Birgir hélt til Sviss sett- ist blaðamaður Skessuhorns nið- ur með honum til að ræða fyrstu mánuðina hans í starfi íþróttastjóra Leynis. „Það er frábært að fá að starfa fyrir uppeldisklúbbinn. Það hef- ur verið tekið vel á móti mér, bæði krakkarnir og starfsmenn klúbbs- ins. Ég finn fyrir meðbyr alls stað- ar á Skaganum vegna starfsins. Þetta er mjög gaman,“ segir Birg- ir Leifur þegar hann er inntur eft- ir því hvernig fyrstu mánuðirnir hafi verið. „Þegar ég ákvað að taka þetta starf að mér heillaði metnað- ur klúbbsins mig mikið. Það er gott samstarf milli mín og stjórnarinnar þar sem allir hlusta á alla og menn geta komið hugmyndum sínum á framfæri. Það er mjög mikilvægt að allir séu að róa í sömu átt og að allir séu með skýra sýn á framtíðina.“ Stemning og liðsheild mikilvægur þáttur Birgir Leifur telur mikilvægt að klúbburinn sé samheldinn. „Það sem ég vil leggja mesta áherslu á er að það verði stemning, sterk liðs- heild og allir séu velkomnir í klúbb- inn; ungir sem aldnir, karlar og kon- ur. Það sem er svo allra mikilvægast í klúbbi eins og Leyni er að hlúa vel að barna- og unglingastarfinu. Það þarf að skapa góða umgjörð þar sem er hvati fyrir yngri iðkendur að stunda golf og ná langt. Það er frá- bært fyrir félagið að vera með fyr- irmynd eins og Valdísi Þóru Jóns- dóttur innan klúbbsins sem krakkar geta litið til,“ segir Birgir Leifur. „Leynir hefur alltaf verið flottur klúbbur og staðið sig vel en við vilj- um efla hann enn frekar. Við erum að sjá jákvæða þróun og hlutirnir líta vel út núna. Fyrstu GSÍ mót sum- arsins í unglingaflokki gengu vel; það voru margir sem tóku þátt hjá okkur, 14 kylfingar í tveimur mót- um. Síðan skemmdi ekki fyrir að kylfingunum gekk vel. Við komu- st nokkrum sinnum á verðlaunapall og fengum ein gullverðlaun þegar Bára Valdís Ármannsdóttir vann stúlknaflokkinn 15-18 ára. Það eru margir efnilegir kylfingar á Akra- nesi í dag,“ segir Birgir Leifur. „Stelpugolf“ næsta mánudag Birgir Leifur er spenntur fyrir framhaldinu. „Við þurfum bara að halda áfram að vinna að markmið- um okkar og það er margt fram- undan. Næsta mánudag verðum við með viðburð sem kallast Stelpugolf en þá ætlum við að bjóða öllum konum, sama á hvaða aldri þær eru, að koma og prófa golf. Við ætlum einnig í júní að bjóða öllum stelp- um yngri en 18 ára að koma og prófa að æfa golf hjá okkur. Síðan verðum við í sumar með golfleikj- anámskeið fyrir krakka á aldrin- um sex til tíu ára. Allt miðar þetta að því að kveikja áhuga og kynna sportið. Við viljum að allir viti að þeir eru velkomnir í klúbbinn og fái að vera hluti af sterkri liðsheild. Ég er mjög spenntur fyrir framhald- inu. Ég bý yfir töluverðri reynslu sem ég vona að ég geti miðlað til yngri iðkenda,“ segir Birgir Leifur að endingu. bþb Vonast eftir því að geta miðlað reynslu sinni til yngri iðkenda Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri GL, og Birgir Leifur Hafþórsson, íþróttastjóri GL. „Það þarf að skapa góða umgjörð þar sem er hvati fyrir yngri iðkendur að stunda golf og ná langt. Það er frábært fyrir félagið að vera með fyrirmynd eins og Valdísi Þóru Jónsdóttur innan klúbbsins sem krakkar geta litið til,“ segir Birgir Leifur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.