Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 24

Skessuhorn - 31.05.2017, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 201724 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Epli hefur náð umboði fyrir Iphone símana frá símafyritækjunum Sím- anum, Vodafone og Nova. Félögin hafa haft umboðin síðan 2009. Í viðtali við Vísi.is sagði Guðni Rafn Eiríksson hjá Epli að nú hafi fyrir- tækið umboð fyrir alla vöruflokka Apple hér á landi. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg í Reykjavík og í Smáralind í Kópa- vogi. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. mm Epli verður umboðs- aðili fyrir Iphone Pennagrein Pennagrein Fyrir skemmstu bárust svör frá þrem- ur ráðherrum við spurningum mín- um varðandi sjóvarnir almennt og skráningu og vernd menningarminja á ströndum landsins sem bornar voru fram af gefnu tilefni. Vitað er að víða hefur hafið gengið á ströndina og af- máð menningarminjar sem þar voru. Þá er ljóst að þær breytingar sem eiga sér nú stað á loftslagi, veðurfari og sjávarstöðu geta orðið til þess að auka þörf fyrir sjóvarnir og annan viðbún- að til að bregðast við hættu af sjávar- flóðum. Sjávarborðsbreytingar og sjávarborðsmælingar Það er í verkahring sveitarfélaga að fylgjast með sjávarrofi og leggja fram óskir um varnir gegn sjávarflóðum og aðgerðum til að stöðva rofið. Ýmis vitneskja um sjávarrof og þörf fyrir sjó- varnir liggur fyrir hjá sveitarfélögun- um og Vegagerðinni, sem annast gerð sjóvarnaáætlunar, og Vísindanefnd um loftslagsbreytingar, sem vinnur að skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi, mun leggja mat á líkleg- ar breytingar á sjávarborðshæð vegna loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra. Ætlunin er að Veðurstofa Íslands og fleiri aðilar nýti þá þekkingu sem fyr- ir liggur á þessu sviði, og safnast mun, til þess að gera hættumat vegna sjávar- flóða og er það vel. Talsverð þekking á sjávarborðs- beytingum og sjávarrofi liggur fyr- ir hér á landi og ekki fer á milli mála að nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróuninni á þessum vettvangi þar sem byggð í þéttbýli og dreifbýli er í húfi. Það vekur því nokkra undrun að eng- inn opinber aðili beri ábyrgð á því að gera sjávarborðsmælingar, halda sam- an þeirri vitneskju sem þær myndu skila og koma henni á framfæri á vett- vangi samfélagsins. Nauðsynlegt er að bæta þar úr hið fyrsta. Menningarminjum skolar burt Undanfarin ár hafa borist ábending- ar úr ýmsum áttum um að menning- arminjar á ströndum landsins séu í hættu vegna sjávarrofs og vitað er að sums staðar hefur hafið þegar afmáð slíkar minjar til óbætanlegs tjóns fyrir íslenska menningarsögu. Minjastofn- un Íslands hefur þróað aðferðir til að skrá fornleifar við ströndina og gert drög að áætlun um það verkefni, sem er hafið í litlum mæli, en gengur allt- of hægt vegna fjárskorts og þar verður að spýta í lófana svo ekki fari illa í ljósi þess að vitað er um fjölda minjastaða sem liggja undir skemmdum eða eru í yfirvofandi hættu vegna ágangs sjávar. Í svari mennta- og menningamála- ráðherra við spurn- ingum mínum um skráningu og vernd menningarminja á ströndum landsins, sem unnið var af Minjastofnun Íslands, kemur fram að skráning allra minja á strandlengju landsins myndi að líkind- um kosta um 330 millj. kr. Þetta er í rauninni ekki mikið fé en málefnið er aðkallandi og ættu stjórnvöld að gera það að forgangsmáli að hrinda því í framkvæmd áður en mikilvægur þátt- ur í menningarsögu þjóðarinnar fer í sjóinn og hverfur um aldur og ævi. Nauðsyn ber til að gerð verð- ir, verndar- og aðgerðaráætlun fyrir menningarminjar á ströndum lands- ins. Verstöðvar, sjóbúðir, naust, upp- sátur og önnur mannaverk sem voru liður í lífsbaráttu fyrri kynslóða eru mikilvægur hluti menningararfs okk- ar. Við höfum ekki til að dreifa glæsi- höllum eða húsagerðarlist kónga og keisara Evrópu. Saga okkar er varð- veitt í lágreistum menningarminjum hvarvetna á strandlengju landsins og okkur ber að sýna henni tilhlýðilegan sóma og tryggja fjármagn til skráning- ar, rannsókna, vöktunar og sjóvarna þar sem því verður við komið. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi. Hluti af því að vera lítil þjóð er að oftast eru fáir sem tala tungumálið sem henni tilheyrir. Annar hluti af því að vera lítil þjóð er óhjákvæmi- legur samanburður við stærri þjóðir. Þetta tvennt flækir stundum tilveru okkar. Ekki síst þegar örnefni á borð við Eyjafjallajökul eða kjarnyrt íslensk nöfn á borð við Sigurrós eða Björk verða fræg. Þá er eins og vakni ein- hver minnimáttarkennd í okkur. Þá verðum við öðruvísi. Tilfinningin er kannski ekki ósvipuð og fyrir ungling að mæta í skólann með bólu á nefinu. Innst inni finnst okkur kannski eins og allir hljóti að sjá hvað við erum litl- ir kallar og kerlingar af því við eigum afburða tónlistarfólk og hrikalegt eld- fjall sem hljóma svo bara eins og ein- hvers konar barnahjal eða bull í fram- burði erlendra þjóða. En svo horfir maður á heimildarmynd um sjald- gæfan ættbálk í Afríku þar sem fólkið dansar á lendarskýlum í hringi, með kjúklingalegg í gegnum nefið og með æpandi rauða andlitsmálningu. Þetta finnst manni framandi og merkilegt og er enginn hlátur í huga. Samt léti maður aldrei nokkurn mann sjá sjálf- an sig svona til fara. Líkt og sumir afrískir ættbálkar var íslenskan að mestu einangruð frá áhrifum annarra menningarstrauma og tungumála í þúsund ár. Það gerði að verkum að hún breyttist miklu hægar en skyldar tungur í kringum okkur. Hún er því mikið sögulegt og menningarlegt verðmæti, ekki bara fyrir okkur Íslendinga heldur líka fyr- ir aðrar þjóðir sem gætu haft áhuga á að kynna sér hana. Hún er því alls engin ástæða til minnimáttarkennd- ar. Þvert á móti getum við verið mjög stolt af þessari flottu arfleifð. Hluti af því að ferðast um önnur lönd er að upplifa tungumálið. Ef allir Jarðarbúar töluðu ensku þá væri vissulega auðveldara að ferðast og eiga samskipti. En væri það jafn skemmti- legt? Tungumál eru sköpuð af ólíkum menningum og eru órjúfanlegur hluti af þeim. Hluti af því að ferðast er því að upplifa ólíka menningu í gegnum tungumálið. Tillitsemi okkar við að þýða hlutina yfir á ensku fyrir erlenda gesti okkar er þannig stundum dálítið misskilin. Kannski langar útlendinga að vita að það sem þeir kalla „restaur- ant“ sé „veitingastaður“ hjá okkur. Þeim gæti jafnvel þótt gaman að leita þá uppi undir íslenska heitinu. Flest höfum við sennilega komið inn í ferðamannasjoppur eða veit- ingastaði á Íslandi þar sem allt er skrifað fyrst á ensku og íslenskan er höfð undirmáls, ef hún er þá höfð með. Þetta er eflaust gert af tillits- semi við gestina okkar. En erum við að gera þeim greiða? Leyfum þeim að komast að því að „samloka“ er það sem við köllum tvær brauðsneiðar með einhverju á milli. Það þarf ekki að skrifa „sandwiches“ á hilluna til að koma því til skila. Rænum ekki þeirri reynslu gjörsamlega frá gestum okkar að upplifa tungumálið okkar. Nú er svo komið að rótgróið nafn Flugfélags Íslands hefur verið lagt niður og í staðinn var tekið upp enska heitið Air Iceland Connect. Í auglýs- ingum er „connect“ borið fram með áherslu á öðru atkvæði eins og í ensku (konn‘ekt) í stað fyrsta atkvæðis eins og í íslensku (k‘onnekt). Í íslensku erum við vön því að setning sem byrj- ar á sögninni „er“ er oftast spurning. Nýja nafnið hljómar þannig eins og einhver skrýtin spurning, samanber titil þessarar greinar. Þetta mun gera það að verkum að merking orðsins „er“ mun taka breytingu í huga okk- ar Íslendinga. Það verður ekki lengur bara íslenska sögnin „að vera“ held- ur byrjum við að tengja það við enska orðið „air“. Enn er stigið eitt skref í því að þynna tungumálið okkar út og að þessu sinni gerir það stórt fyrir- tæki með mikil áhrif í menningu okk- ar. En það skiptir fyrirtækið sennilega minna máli heldur en það að útlend- ingar viti án nokkurs efa að Flugfélag Íslands er flugfélag. Hér á Vesturlandi erum við sveita- fólkið greinilega aftarlega í þessari þróun. Við erum ennþá með fullt af fyrirtækjanöfnum sem trufla útlend- inga örugglega jafn mikið og „Flug- félag Íslands“. Til að hjálpa fávísum gestum okkar þá langar mig að lok- um að koma með nokkrar tillögur að nýjum fyrirtækjanöfnum. Þau myndu hjálpa útlendingum að átta sig á því hvað fyrirtækin standa fyrir og koma í veg fyrir misskilning: Bifreiðastöð Þ.Þ.Þ. verði Th.Th. Th. Cargo Connect. Kría Guesthouse verði Angry Bird Guesthouse. Límtré Vírnet verði Glue Tree Wire Net. Blikksmiðja Guðmundar verði Godhand Blinking Factory. Og að endingu, Skessuhorn verður Bitch Corner. Vonandi hætta útlendingarnir svo að hlæja að okkur. Kjartan S. Þorsteinsson Er Æsland konnekt? Menningarslys við strendur landsins ef ekkert verður að gert!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.