Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Page 6

Skessuhorn - 07.06.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 20176 Farið á fjörur AKRANES: Á sjómanna- daginn, sunnudaginn 11. júní, verður í Akranesvita opnuð einkasýning á verk- um Hildar Björnsdóttur og nefnist sýningin Farið á fjörur. Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem Hild- ur hefur tekið á Íslandi undanfarin ár, en Hild- ur er starfandi listakona í Noregi. Ljósmyndirn- ar hafa flestar verið tekn- ar við sjávarsíðuna á Vest- urlandi, þar sem landslag- ið og náttúran veita lista- konunni innblástur. Verk- in eru ýmist samsettar myndir eða lítill hluti úr stærra samhengi. Þau eru unnin á álplötur og prent- uð á grófan vatnslitapapp- ír. Listakonan segir sjálf að hún heillist að hinum sí- fellda breytileika og lita- dýrð íslenskrar náttúru í samspili við árstíma. Lista- konan segir sjálf að það sé auðvelt að verða ástfang- in þegar farið er á fjörur. Við opnun sýningarinnar klukka 12 á sunnudaginn munTravel Tunes Iceland frá Akranesi leika nokkur lög og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningar- tímabilið er 11. júní - 10. september, opið alla daga kl.11 - 18. -fréttatilk. Leiðrétt vegna Stofnunar ársins SKESSUHORN: Í frétt Skessuhorns um Stofn- un ársins, sem var á bls. 2 í síðasta blaði, var rangt farið með hverjir eru að- standendur viðburðarins. Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar og SFR stétt- arfélag standa sameigin- lega að þessum viðburði ásamt VR. SFR annars vegar fyrir ríkisstofnanir en hluti Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er fyrir Reykjavík, Akranes og Sel- tjarnarnes. Þetta er sam- vinnuverkefni og því ekki frekar á vegum SFR en Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar (St.Rv.) eins og lesa mátti út úr frétt- inni. Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðs- könnun sem framkvæmd er hér á landi og gef- ur mikilvægar upplýsing- ar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hef- ur útnefnt Fyrirtæki ársins í rúm 20 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofn- un ársins síðastliðin 11 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félags- manna sinna og félags- manna VR og SFR. Þetta leiðréttist hér með og beð- ist velvirðingar á mistök- unum. -mm Sóttu slasaða konu að Glym HVALFJ.SV: Björgunarsveit- ir Landsbjargar frá Akranesi og úr Borgarfirði voru kall- aðar út klukkan rúmlega sex á laugardaginn vegna slasaðr- ar konu við Glym í Hvalfirði. Samferðarmenn konunnar höfðu samband við Neyðar- línu eftir að konan hafði dott- ið í urð og lék grunur á að hún væri fótbrotin. Björgun- arsveitarfólk bar konuna frá slysstað og í sjúkrabíl á bíla- stæðinu í Botnsdal. -mm Níu af hverjum tíu með hjálm LANDIÐ: Tryggingafélagið VÍS hefur síðustu sex ár gert könnun á hjálmanotkun hjól- reiðamanna, á sama tíma og átakið Hjólað í vinnuna hef- ur staðið yfir. Töluverð breyt- ing hefur orðið á hjálmanotk- un hjólreiðafólks á þessum sex árum. Í ár var hjálmanotk- un könnuð hjá 1.304 einstak- lingum og voru 89% þeirra með hjálm. Það hlutfall var einungis 74% fyrir sex árum. Flest árin hefur sýnileikafatn- aður jafnframt verið skoðaður. Í ár voru 32% hjólreiðamanna í slíkum fatnaði og hefur það hlutfall verið svipað öll árin. -mm Síðastliðinn föstudag var útskrift nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Fór athöfnin fram í Hjálm- akletti í Borgarnesi. Dr. Björn Þor- steinsson rektor LbhÍ, flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar. Borg- arfjarðarstöllurnar Steinunn og Sig- ríður Þorvaldsdætur frá Hjarðarholti sungu við undirleik Birnu Kristínar Ásbjörnsdóttur frá Ásbjarnarstöðum. Að þessu sinni útskrifuðust rétt rúm- lega 60 nemendur af fjórum náms- stigum skólans. 25 búfræðingar, 29 nemendur með BS-próf, sex nem- endur með meistarapróf og einn með doktorspróf. Gunnþór Bergsson frá Pétursey 2 hlaut viðurkenningu fyrir bestan ár- angur á búfræðiprófi og í nautgripa- rækt. Bryndís Karen Pálsdóttir frá Fossi hlaut viðurkenningu fyrir góð- an árangur í sauðfjárrækt og í hag- fræðigreinum. Hafsteinn Ingi Gunn- arsson frá Kvíum, hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í bútækni- greinum og Sigríður Linda Hyström frá Ártúnum hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námsdvöl. Ein- ar Sveinn Friðriksson frá Valþjófs- stað 2 hlaut verðlaun fyrir góðan ár- angur fyrir lokaverkefni. Af Búvísindabraut voru útskrif- aðir tíu nemendur og þar hlaut Sig- ríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðar- holti viðurkenningu fyrir bestan ár- angur. Katharina Olga Metlicka frá Sviss var efst á BS-prófi í Umhverf- isskipulagi og Jón Hilmar Krist- jánsson frá Reykjavík í Skógfræði og landgræðslu. Björk Lárusdóttir frá Hvanneyri var efst á BS- prófi í Náttúru- og umhverfisfræði. Hún hlaut jafnframt viðurkenningu fyrir frábæran árangur fyrir lokakverkefni á BS prófi, ásamt Olgu Dís Sævars- dóttur frá Reykjavík með einkunnina 9,5. Einnig hlaut Björk viðurkenn- ingu fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 8,93. mm/Lbhi.is Brautskráð frá Landbúnaðarháskóla Íslands Auður Magnúsdóttir deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar við púltið. Hér afhendir Björn Þorsteinsson Björk Lárusdóttur viðurkenningum fyrir bestan árangur á BS prófi og í náttúru- og umhverfisfræði. Útskriftarhópur LbhÍ 2017 ásamt Birni Þorsteinssyni rektor. Systurnar frá Hjarðarholti sungu við undirleik Birnu frá Ásbjarnarstöðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.