Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.06.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 20176 Farið á fjörur AKRANES: Á sjómanna- daginn, sunnudaginn 11. júní, verður í Akranesvita opnuð einkasýning á verk- um Hildar Björnsdóttur og nefnist sýningin Farið á fjörur. Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem Hild- ur hefur tekið á Íslandi undanfarin ár, en Hild- ur er starfandi listakona í Noregi. Ljósmyndirn- ar hafa flestar verið tekn- ar við sjávarsíðuna á Vest- urlandi, þar sem landslag- ið og náttúran veita lista- konunni innblástur. Verk- in eru ýmist samsettar myndir eða lítill hluti úr stærra samhengi. Þau eru unnin á álplötur og prent- uð á grófan vatnslitapapp- ír. Listakonan segir sjálf að hún heillist að hinum sí- fellda breytileika og lita- dýrð íslenskrar náttúru í samspili við árstíma. Lista- konan segir sjálf að það sé auðvelt að verða ástfang- in þegar farið er á fjörur. Við opnun sýningarinnar klukka 12 á sunnudaginn munTravel Tunes Iceland frá Akranesi leika nokkur lög og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningar- tímabilið er 11. júní - 10. september, opið alla daga kl.11 - 18. -fréttatilk. Leiðrétt vegna Stofnunar ársins SKESSUHORN: Í frétt Skessuhorns um Stofn- un ársins, sem var á bls. 2 í síðasta blaði, var rangt farið með hverjir eru að- standendur viðburðarins. Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar og SFR stétt- arfélag standa sameigin- lega að þessum viðburði ásamt VR. SFR annars vegar fyrir ríkisstofnanir en hluti Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er fyrir Reykjavík, Akranes og Sel- tjarnarnes. Þetta er sam- vinnuverkefni og því ekki frekar á vegum SFR en Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar (St.Rv.) eins og lesa mátti út úr frétt- inni. Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðs- könnun sem framkvæmd er hér á landi og gef- ur mikilvægar upplýsing- ar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hef- ur útnefnt Fyrirtæki ársins í rúm 20 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofn- un ársins síðastliðin 11 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félags- manna sinna og félags- manna VR og SFR. Þetta leiðréttist hér með og beð- ist velvirðingar á mistök- unum. -mm Sóttu slasaða konu að Glym HVALFJ.SV: Björgunarsveit- ir Landsbjargar frá Akranesi og úr Borgarfirði voru kall- aðar út klukkan rúmlega sex á laugardaginn vegna slasaðr- ar konu við Glym í Hvalfirði. Samferðarmenn konunnar höfðu samband við Neyðar- línu eftir að konan hafði dott- ið í urð og lék grunur á að hún væri fótbrotin. Björgun- arsveitarfólk bar konuna frá slysstað og í sjúkrabíl á bíla- stæðinu í Botnsdal. -mm Níu af hverjum tíu með hjálm LANDIÐ: Tryggingafélagið VÍS hefur síðustu sex ár gert könnun á hjálmanotkun hjól- reiðamanna, á sama tíma og átakið Hjólað í vinnuna hef- ur staðið yfir. Töluverð breyt- ing hefur orðið á hjálmanotk- un hjólreiðafólks á þessum sex árum. Í ár var hjálmanotk- un könnuð hjá 1.304 einstak- lingum og voru 89% þeirra með hjálm. Það hlutfall var einungis 74% fyrir sex árum. Flest árin hefur sýnileikafatn- aður jafnframt verið skoðaður. Í ár voru 32% hjólreiðamanna í slíkum fatnaði og hefur það hlutfall verið svipað öll árin. -mm Síðastliðinn föstudag var útskrift nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Fór athöfnin fram í Hjálm- akletti í Borgarnesi. Dr. Björn Þor- steinsson rektor LbhÍ, flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar. Borg- arfjarðarstöllurnar Steinunn og Sig- ríður Þorvaldsdætur frá Hjarðarholti sungu við undirleik Birnu Kristínar Ásbjörnsdóttur frá Ásbjarnarstöðum. Að þessu sinni útskrifuðust rétt rúm- lega 60 nemendur af fjórum náms- stigum skólans. 25 búfræðingar, 29 nemendur með BS-próf, sex nem- endur með meistarapróf og einn með doktorspróf. Gunnþór Bergsson frá Pétursey 2 hlaut viðurkenningu fyrir bestan ár- angur á búfræðiprófi og í nautgripa- rækt. Bryndís Karen Pálsdóttir frá Fossi hlaut viðurkenningu fyrir góð- an árangur í sauðfjárrækt og í hag- fræðigreinum. Hafsteinn Ingi Gunn- arsson frá Kvíum, hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í bútækni- greinum og Sigríður Linda Hyström frá Ártúnum hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námsdvöl. Ein- ar Sveinn Friðriksson frá Valþjófs- stað 2 hlaut verðlaun fyrir góðan ár- angur fyrir lokaverkefni. Af Búvísindabraut voru útskrif- aðir tíu nemendur og þar hlaut Sig- ríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðar- holti viðurkenningu fyrir bestan ár- angur. Katharina Olga Metlicka frá Sviss var efst á BS-prófi í Umhverf- isskipulagi og Jón Hilmar Krist- jánsson frá Reykjavík í Skógfræði og landgræðslu. Björk Lárusdóttir frá Hvanneyri var efst á BS- prófi í Náttúru- og umhverfisfræði. Hún hlaut jafnframt viðurkenningu fyrir frábæran árangur fyrir lokakverkefni á BS prófi, ásamt Olgu Dís Sævars- dóttur frá Reykjavík með einkunnina 9,5. Einnig hlaut Björk viðurkenn- ingu fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 8,93. mm/Lbhi.is Brautskráð frá Landbúnaðarháskóla Íslands Auður Magnúsdóttir deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar við púltið. Hér afhendir Björn Þorsteinsson Björk Lárusdóttur viðurkenningum fyrir bestan árangur á BS prófi og í náttúru- og umhverfisfræði. Útskriftarhópur LbhÍ 2017 ásamt Birni Þorsteinssyni rektor. Systurnar frá Hjarðarholti sungu við undirleik Birnu frá Ásbjarnarstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.