Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Side 62

Skessuhorn - 07.06.2017, Side 62
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201762 Hvaða fiskur er bragðbestur? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Gunnar Kristjánsson: „Silungur.“ Ingunn Jóhannesdóttir: ,,Þorskur.“ Kolbrún Óttarsdóttir: „Bleikja.“ Pálmi Blængsson: „Lax og þá helst sem ég veiði sjálfur.“ Sólveig Harðardóttir: ,,Lax.“ Á þriðjudaginn í liðinni viku tóku Skagamenn á móti Gróttu á Akra- nesvelli í 16 liða úrslitum bikar- keppninnar í knattspyrnu karla. Ein deild skilur liðin að á Íslands- mótinu en Skagamenn spila í efstu deild og eru þar í næstneðsta sæti en Grótta er í níunda sæti fyrstu deildar. Það bjuggust því allir við auðveldum sigri Skagamanna þó ekkert sé gefið þegar bikarkeppni er annars vegar. Skagamenn höfðu að endingu betur eftir framlengd- an leik, 2-1. Töluverð rigning hafði verið á Akranesi fyrir leikinn og var völlur- inn blautur og þungur þegar leik- urinn var spilaður og setti það svip sinn á leikinn. Gróttumenn lágu aftarlega á vellinum og voru þéttir til baka allan tímann. Skagamenn áttu fá svör við leikjaplani Gróttu og sköpuðu sér fá færi þrátt fyrir að vera meira með boltann. Fyrri hálf- leikur var bragðdaufur og ekkert mark skorað. Á 63. mínútu fengu Gróttu- menn aukaspyrnu hægra megin á vellinum, nokkuð frá vítateignum. Ingólfur Sigurðsson tók spyrnuna sem virðist hafa átt að vera fyrir- gjöf en boltinn sveif lágt í gegn- um allan vítateiginn þar sem eng- inn snerti hann og þaðan í markið. Grótta því komið í nokkuð óvænta 1-0 forystu. Það lifnaði nokkuð yfir leiknum eftir markið. Tíu mín- útum eftir markið barst boltinn til Péturs Theódórs Árnasonar inn í teig Skagamanna þar sem Páll Gísli var hans eina hindrun en á ein- hvern óskiljanlegan hátt kom Pétur boltanum ekki á markið. Við þetta hresstust Skagamenn sem tóku öll völd á vellinum allt til leiks loka. Á 83. mínútu átti Þórður Þorsteinn Þórðarson hornspyrnu sem Arnar Már Guðjónsson skallaði að marki þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson komast í boltann og skallaði hann örugglega í markið. Skagamenn lágu á Gróttumönn- um í lok leiks en náðu ekki að skora. Það þurfti því að grípa til framleng- ingar. Á 95. mínútu framlengingar átti Arnar Már fínt skot að marki Gróttu sem Terrance William Die- terich markmaður Gróttu náði ekki að halda. Tryggvi Hrafn náði til boltans, fór framhjá Terrance og lagði boltann í autt markið. Staðan orðinn 2-1. Gróttumenn léku svo síðustu tíu mínúturnar í framleng- ingunni manni færri eftir að vara- maðurinn Halldór Kristján Bald- ursson fékk sitt annað gula spjald eftir brot á Þórði Þorsteini Þórðar- syni. Ekki var meira skorað í leikn- um og Skagamenn unnu því 2-1 sigur á Gróttu. Með sigrinum komust Skaga- menn í átta liða úrslit bikarkeppn- innar í fyrsta skiptið í áratug. bþb Skagamenn í átta liða úrslit bikars í fyrsta sinn í áratug Hér skorar Tryggvi Hrafn Haraldsson sigurmark Skagamanna. Tryggvi hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í sumar. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Ágúst Júlíusson sundmaður frá Akranesi vann sér bæði inn silfur- og bronsverðlaun á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í San Marino í síð- ustu viku. Ágúst synti á miðvikudag 100m flugsund og hafnaði í þriðja sæti á tímanum 55.68. Þá synti hann með boðsundssveit karla í 4x100m fjórsundi á fimmtudaginn. Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og settu Íslandsmet, en gamla metið var frá 2013. Það dugði þeim til silfurverð- launa. Ágúst synti flugsundssprett- inn á tímanum 54,9 sek. Með honum í sveit voru þeir Dav- íð frá IRB, Viktor og Aron frá SH. Inga Elín Cryer sundkona af Skag- anum keppti einnig á mótinu. Hún varð í fjórða sæti í 200 metra flugsundi, í fimmta sæti í 100m flugsundi og í fyrsta sæti ásamt félögum sínum í 4x100m boðsundi þar sem stúlkurnar settu jafnframt mótsmet. Ísland hlaut hvorki meira né minna en 22 gullverðlaun á mótinu, 13 silfur og 15 brons. Eins og í fyrra varð Ísland í öðru sæti á verðlauna- töflunni með samtals 50 verðlauna- peninga. Lúxemborg var í fyrsta sæti með 81 verðlaunapening. Mynd- ir frá Smáþjóðaleikunum má sjá á myndasíðu Íþróttasambands Ís- lands, http://isi.is mm Ágúst með tvo verðlauna- peninga frá San Marino Boðsundssveit karla. Ágúst er annar frá hægri. Inga Elín Cryer var í 4x100 m. boðsundssveit kvenna og vann til gullverðlauna. Í síðustu viku kynnti Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs liðs karla í knattspyrnu, hópinn sem mun mæta Englandi í vináttu- leik næstkomandi laugardag. Leik- ið verður fyrir luktum dyrum á æf- ingasvæði Englendinga í St. Georg‘s Park. Tveir Skagamenn voru vald- ir í hópinn. Framherjinn Tryggvi Hrafn Haraldsson og miðjumaður- inn Albert Hafsteinsson. Báðir hafa þeir leikið vel á tímabilinu; Tryggvi hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum og Albert Hafsteinsson er með þrjár stoðsendingar það sem af er sumri auk þess að hafa verið einn besti leikmaður ÍA. Tryggvi Hrafn hefur leikið tvo U-21 landsleiki á árinu og einn leik fyrir A-landslið Íslands. Al- bert Hafsteinsson hefur hins veg- ar aldrei áður verið valinn í lands- liðshóp yngri landsliða og eru allar líkur á því að hann þreyti frumraun sína í bláu treyjunni 10. júní næst- komandi. bþb Tryggvi Hrafn og Albert í landsliðsverkefni Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albert Hafsteinsson hafa báðir leikið vel í sumar og eru nú á leið í landsliðsverkefni. Ljósm. gbh. Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku greindist Samira Su- leman leikmaður kvennaliðs Vík- ings Ólafsvíkur með æxli í kviðar- holi í vor. Stjórn Víking ákvað strax eftir að Samira greindist með æxl- ið að hún skyldi fá þá læknisþjón- ustu sem hún þyrfti hérlendis. Eft- ir aðgerðina tekur við erfitt bata- ferli hjá Samiru en hún mun ekki leika með liði Víkings í sumar. Síðastliðið föstudagskvöld var stórleikur í 16 liða úrslitum Borg- unarbikars kvenna í knattspyrnu þegar lið FH og Vals mætast á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Lið- in ákváðu bæði að allur ágóði af leiknum rynni til Samiru og óska félögin henni góðs bata. Þá hefur kvennalið ÍR styrkt Samiru um 50 þúsund krónur og hvetur önnur 1. deildar lið til að gera slíkt hið sama. Víkingur Ólafsvík setti af stað fjársöfnun fyrir Samiru en öllum er frjálst að leggja frjáls framlög inn á eftirfarandi reikning: Reikningsnúmer: 0190-05-060550. Kennitala: 470579-0139. bþb FH, Valur og ÍR styrktu Samiru Suleman Samira Suleman í leik með Víkingi Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.