Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 20172 17. júní er næstkomandi laugardag og verða hátíðarhöld út um allt land á lýð- veldisdaginn. Eins og oft áður mun að öll- um líkindum rigna á hátíðargesti ef eitt- hvað er að marka spá veðurfræðinga. Það á þó ekki að spilla gleði Íslendinga, ef fólk klæðir sig eftir veðri, enda ýmsu vanir. Hæhó og jibbýjei! Á morgun verður norðaustan átt 5-13 m/s og úrkomulítið. Hiti 5-17 stig, hlýjast vest- an- og norðvestantil. Föstudagur; fremur hæg suðaustlæg átt með dálítilli vætu, hiti 8-15 stig. Laugardaginn 17. júní, verður hæg suðvestlæg átt, skýjað og væta með köflum en ennþá milt í veðri. Á sunnu- dag og mánudag má búast við fremur hægri norðaustlægri átt og dálítilli vætu með köflum. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú að heimsækja Costco?” Vestlendingar virðast vera jákvæðir fyrir komu Costco til landsins en 39% segjast nú þegar vera búnir að fara, 33% segjast ætla að fara, 16% eru ekki vissir og 12% segjast ekki ætla að fara. Í þessari viku er spurt: Er fastlínutengdur heimasími á þínu heimili? Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækis- ins Guðmundar Runólfssonar hf. í Grund- arfirði eru Vestlendingar vikunnar. Tekn- ar voru sjötíu fyrstu skóflustungurnar að stækkuðu og endurbættu fiskvinnsluhúsi fyrirtækisins um liðna helgi. Slík uppbygg- ing er mikil lyftistöng fyrir Grundarfjörð og sjávarútveginn í heild enda tæknilega mjög fullkomið fiskvinnsluhús. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Eldur í ketilhúsi GRUNDARFJ: Eldur var síðdegis í gær laus í rækju- vinnslu FISK við Nesveg í Grundarfirði. Allt tiltækt slökkvilið og viðbragðsaðilar voru kallaðir til á fimmta tím- anum. Fólk var ekki í hættu. Upptök eldsins reyndust vera í ketilhúsi þar sem rækjupott- ur er staðsettur. Undir kvöld í gær, þegar Skessuhorn var sent í prentun, fengust þær upplýsingar að slökkviliðs- menn væru að ráða niðurlög- um eldsins. -mm Árétting um Svaninn ÓLAFSVÍK: Í síðasta blaði Skessuhorns var frásögn um líkan af Ólafsvíkur Svaninum sem nú er komið til Ólafsvík- ur og er til sýnis í Pakkhúsinu. Það skal áréttað að textinn um sögu þessa merka báts er að finna í óbirtri ritgerð Péturs Sigurðssonar fyrrum forstjóra Landhelgisgæslunnar. Text- inn kemur þó fram á upplýs- ingaskilti sem Rótarýklúbbur Ólafsvíkur kom fyrir árið 2002 ofan við fjörukambinn í Ólafs- vík þar sem Ólafsvíkur Svanur strandaði í norðan stórviðri í október 1893. -mm Myndlistar- sýning í Munaðarnesi BORGARFJ: Kristján Finns- son hefur opnað myndlistar- sýninguna Hús, fólk og bátar í Munaðarnesi í Borgarfirði. Kristján er fæddur 1943 í Reykjavík og lærði húsgagna- smíði hjá Ingvari og Gylfa. Hann fór síðan í áframhald- andi húsasmíðanám og var byggingameistari á mörg- um byggingum víða um land. Kristján er hættur störfum, hefur snúið sér að myndlist en nýtur auk þess lífsins sem eldri borgari. -mm Sviptur á staðnum eftir ofsahraða VESTURLAND: Síðastlið- ið sunnudagskvöld stöðvuðu lögreglumenn hjá LVL akst- ur bifreiðar í umdæminu eftir að hafa mælt ökuhraða hennar 189 km/klst. Leyfilegur öku- hraði var 90 km/klst. Öku- maðurinn viðurkenndi brot- ið og var sviptur ökuleyfi á staðnum til bráðabirgða. -mm Meðfylgjandi mynd var tekin um sexleitið síðastliðið mánudags- kvöld á Garðavelli á Akranesi. Milli trjánna sést í flugvél sem snertilent var á vellinum skömmu síðar. Flug- maður vélarinnar tók hana hins veg- ar á loft að nýju en lenti á malarvegi sem liggur samsíða skógræktinni. Meðan þessu fór fram var golf- völlurinn fullur af fólki og m.a var í gangi innanfélagsmót fyrir börn og unglinga á vegum golfklúbbs- ins Leynis. Foreldrar barna sem voru á mótinu líta málið alvarleg- um augum og einhverjir þeirra til- kynntu málið tafarlaust til lögreglu. Í samtali við Skessuhorn sagði einn faðirinn að það væri beinlínis galið þegar menn væru farnir að leika sér á flugvélum við hársvörðinn á fólki og reyna auk þess lendingu á golf- velli. Lögreglan á Vesturlandi stað- festir við Skessuhorn að málið hafi verið tilkynnt í gær og væri í rann- sókn. Búið er að hafa uppi á flug- manni vélarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél er lent á Garðavelli. Sumar- ið 2013 var fisflugvél lent á 1. braut vallarins. Þá hafi tveir vinir ákveð- ið að taka hring á vellinum. Annar þeirra flogið frá Akureyri en hinn komið að sunnan. Þegar vélin hóf sig á loft mátti litlu muna að illa færi þegar vélin nánast sleikti nær- liggjandi húsþak. mm Flugvél snertilent á golfvelli þar sem fjölmenni var til staðar Segja má að gamall giftingarhring- ur í eigu Guðrúnar Gestsdóttur frá Eskiholti í Borgarhreppi hafi lent á ótrúlegu flakki. Saga hringsins fór eins og eldur í sinu um samfélags- miðla frá því í síðustu viku. Þann- ig var að Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu við Andakílsvirkjun jurtalitar band sem hún framleið- ir og selur. Til að finna rétta brúna litinn sýður hún bandið í laukhýði sem hún fær reglulega í verslun Nettó í Borgarnesi. Þegar Guðrún var að henda hrati úr laukhýðispotti nýverið fann hún gamlan giftingar- hring með áletruninni „Sveinn“ grafið inn í hringinn. Lýsti hún eftir eiganda hringsins á Facebo- ok síðu sinni og tóku nokkrir vef- miðlar fréttina auk þess upp. Guð- rún í Eskiholti sá færslu Hespu- húss-Guðrúnar á Facebook og vitj- aði hringsins. Hún kveðst hafa bor- ið hringinn í yfir 50 ár, verið all- an þann tíma gift Sveini Finnssyni bónda í Eskiholti. Hún kveðst jafn- framt afar glöð með að hafa endur- heimt hringinn sem hún týndi í vet- ur í verslunarferð í Nettó. Kalt hafi verið í veðri og hringurinn því set- ið laus á fingrinum og fallið í lauk- körfuna. mm Gamall giftingarhringur fór á ótrúlegt flakk Nöfnurnar Guðrún Bjarnadóttir og Guðrún Gestsdóttir. Eigandi hringsins alsæl með að endurheimta giftingar- hringinn og heldur á hespunni með lauklitaða bandinu sem hún fékk að gjöf. Lýst var eftir eiganda gift- ingarhringsins á Facebook. Upp- lýsingarnar inni í hringnum gáfu m.a. til kynna hvenær hann var smíðaður auk þess sem nafnið „Sveinn“ var grafið í hann. Skrifað hefur verið undir samning um smíði á 81,30 metra löngum og 17 metra breiðum frystitogara fyr- ir HB Granda hf. Þar er norður- spænska skipasmíðastöðin Astille- ros Armon Gijon sem smíðar skip- ið. Samingsverðið er 4,9 milljarðar króna. Afhending togarans er áætl- uð um mitt ár 2019 en stefnt að því að skipið verði þá einn stærsti og fullkomnasti flakafrystitogari sem gerður verður út við norðanvert Atlantshaf. Byrjað verður á smíð- inni um miðjan september í haust þannig að smíðatíminn verður tæplega tvö ár. Að sögn Rafns Haraldssonar verkefnisstjóra hjá HB Granda er skipið, sem verður um 5.000 brúttótonn að stærð, hannað af Rolls-Royce sem m.a. á Hydraulic Brattvaag í Noregi. Hönnun þess tekur mið af orkusparnaði bæði á veiðum og á siglingu og verð- ur skrúfan fjórir metrar í þver- mál. Aðalvélin verður af gerðinni Bergen-Diesel og er afl hennar 5400 kW. Skipið verður búið öfl- ugu rafvindukerfi frá Rolls-Royce og verður rafmagn fyrir vindurnar og annan búnað framleitt með ás- rafali. Fullkomnasti búnaður til flökunar og frystingar verður í skipinu og er framleiðslugetan áætluð rúm 100 tonn á sólarhring. Þá verður fiskmjölsverksmiðja um borð fyrir það sem fellur til við flakavinnsluna og verður afkasta- geta hennar um 50 tonn á sólar- hring. Í frystilestum verður rými fyrir allt að 1.000 tonn af afurðum, flokkuðum á brettum. mm Samið um smíði eins fullkomnasta flakafrystitogara heims Tölvugerð mynd af togaranum sem Rolls-Royce hannaði. Í bréfi sem Bjarni Már júlíusson for- stjóri Orku náttúrunnar ritað Um- hverfisstofnun 7. júní sl. lýsir fyr- irtækið fullri ábyrgð á því þegar um eða yfir 20 þúsund rúmmetr- um af aur var hleypt úr uppistöðu- lóni Andakílsárvirkjunar og niður í Andakílsá dagana 15.-18 maí í vor. „Fyrirtækið mun leggja sig í líma við að hreinsa ána og umhverfi henn- ar sem best og svo fljótt sem verða má. ON mun að sjálfsögðu fara eftir leiðbeiningum sérfræðinga og grípa til þeirra aðgerða sem lagðar verða til,“ segir í niðurlagi bréfsins. Því má við þetta mál bæta að Skorradalshreppur hefur lagt fram formlega kæru til lögreglu á hend- ur Orku náttúrunnarar í von um að rannsakað verði til hlítar hvernig stóð á því að seti úr uppistöðulóninu var veitt í farveg Andakílsár. mm ON lýsti fullri ábyrgð á mengunarslysinu í Andakílsá Horft niður eftir uppistöðulóninu. Myndin er tekin í kjölfar þess að hleypt var úr lóninu. Nú er áætlað að jafnvel yfir 20 þúsund rúmmetrar af aur hafi farið úr lóninu og niður í ána.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.