Skessuhorn - 14.06.2017, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 20178
Leitum
verður flýtt
BORGARBYGGÐ: Búið
er að samþykkja að flýta
öllum fyrri leitum í Borg-
arbyggð, að undanskil-
inni Arnarvatnsheiði, sem
smöluð er til Fljótstungur-
réttar sem og á Suðurfjalli
sem smalað er til Rauðsgils-
réttar. Sveitarstjórn Borg-
arbyggðar hefur samþykkt
fyrir sitt leyti tillögu fjall-
skilanefndar frá 7. júní sl.
sem kveður á um að seinni
leitum næsta haust verð-
ur flýtt þar sem það þyk-
ir henta. Seinni leitum frá
Sanddalsá og vestur um að
Haffjarðará verður breytt
þannig að þeim er flýtt um
eina viku. Yfirstjórn fjall-
skilamála í fjórum sveitar-
félögunum; Hvalfjarðar-
sveit, Akranesi, Skorradal
og Borgarbyggð, staðfesti
á fundi sínum síðdegis í
gær tillögu Borgarbyggð-
ar. Meðal breytinga má
nefna að Þverárrétt verður
flýtt um viku sem verður
til að samsmalað verður að
þessu sinni við Arnarvatns-
heiði. Það þykir til bóta
enda liggja girðingar niðri
milli afréttanna. Þá verður
ekki breytt tímasetningu
seinni leita á Arnarvatns-
heiði og á afrétti Þverár-
réttar. Gert er ráð fyrir að
leitar- og réttardagar verði
tilkynntir sérstaklega með
auglýsingu þar sem víða er
um breytingar að ræða frá
fyrri árum og jafnvel öld-
um.
-mm
Fá veiðileyfi
endurgreidd
BORGARFJ: Tekin hef-
ur verið ákvörðun um að
engin stangveiði verði í
Andakílsá í sumar og fá
þeir veiðimenn sem keypt
höfðu veiðileyfi þau end-
urgreidd, eða úthlutað
veiðileyfum í öðrum ám
eftir samkomulagi. Þetta
er sameiginleg ákvörð-
un SVFR, sem hefur ána
á leigu, og stjórnar Veiði-
félags Andakílsár og bygg-
ir á ráðlegginum sérfræð-
inga Hafrannsóknastofn-
unnar í kjölfar mengun-
arslyss í ánni í vor. Haf-
inn er undirbúningur að
því að taka fisk úr Anda-
kílsá í sumar til klaks þar
sem ljóst þykir að sá ár-
gangur seiða sem var í ánni
þegar aurinn barst í hana
hafi orðið fyrir verulegum
skakkaföllum. Því þurfi að
huga sérstaklega að því að
styðja við uppbyggingu
laxastofnsins.
-mm
Ásbjörn RE
seldur til Íran
RVK: Gengið hefur verið
frá sölu á ísfisktogaranum
Ásbirni RE 50 til íransks út-
gerðarfélags og verður tog-
arinn afhentur kaupendum
í þessari viku. Að sögn Vil-
hjálms Vilhjálmssonar, for-
stjóra HB Granda, er sölu-
verð togarans 450 þúsund
dollarar, eða jafnvirði um
45 milljónir íslenskra króna.
Samkvæmt jónasi Guð-
björnssyni, fjármálastjóra
HB Granda, er endanlegur
afhendingardagur ekki kom-
inn á hreint en íranska út-
gerðin ætlar að nota togar-
ann til botnfiskveiða og verð-
ur aflinn frystur um borð.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 3. - 9. júní
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 6 bátar.
Heildarlöndun: 18.591 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
11.276 kg í tveimur löndun-
um.
Arnarstapi 23 bátar.
Heildarlöndun: 27.142 kg.
Mestur afli: Bryndís SH:
3.222 kg í einni löndun.
Grundarfjörður 16 bátar.
Heildarlöndun: 260.391 kg.
Mestur afli: Steinunn SF:
115.546 kg í tveimur lönd-
unum.
Ólafsvík 38 bátar.
Heildarlöndun: 138.098 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 24.549 kg í tveimur
löndunum.
Rif 24 bátar.
Heildarlöndun: 223.897 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
66.472 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 27 bátar.
Heildarlöndun: 121.452 kg.
Mestur afli: Kristbjörg SH:
10.705 kg í sex löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Rifsnes SH - RIF:
66.472 kg. 8. júní.
2. Steinunn SF - GRU:
58.493 kg. 6. júní.
3. Steinunn SF - GRU:
57. 053 kg. 3. júní.
4. Hringur SH - GRU:
52. 515 kg. 6. júní.
5. Helgi SH - GRU:
46.321 kg. 6. júní.
-grþ
Nú hefur verið staðfest að ný Faxa-
flóaferja mun sigla jómfrúarsigl-
ingu sína frá Reykjavík til Akra-
ness á morgun, fimmtudag, klukk-
an fimm síðdegis. Ferjan er komin
til landsins og er nú unnið að því að
merkja hana en hún mun ekki heita
Akraborgin eins og orðrómur hafði
verið um. Við komuna til Akranes-
hafnar á morgun segir Gunnlaugur
Grettisson framkvæmdastjóri Sæ-
ferða að búast megi við skemmt-
un. „Það verður smá húllumhæ og
bæjarbúum gefst tækifæri til þess að
fara í siglingu með bátum. Við ætl-
um svo að hafa einhverjar siglingar
um helgina og síðan að hefja reglu-
legar flóasiglingar á mánudaginn.
Báturinn er flottur og okkur hlakk-
ar mikið til að fara hefja starfsemi,“
segir Gunnlaugur.
Ferjan er 22,5 metra löng tví-
bytna, háhraðaferja sem tekur 112
farþega í senn. Getur hún siglt á allt
að 35 hnúta hraða en áætlað er að
sigla henni á 25 hnútum milli Akra-
ness og Reykjavíkur. Siglingin mun
því taka um það bil hálfa klukku-
stund. Ferjan var smíðuð árið 2007
og var keypt frá Noregi.
Ferjusiglingar þessar verða til-
raunaverkefni með stuðningin frá
Reykjavíkurborg og Akraneskaup-
stað. Fyrst um sinn eru áætlað-
ar ferðir á virkum dögum klukk-
an 7:00 frá Reykjavík og 7:30 frá
Akranesi, 10:30 frá Reykjavík og
11:00 frá Akranesi og loks 17:30 frá
Reykjavík og 18:00 frá Akranesi.
Ekki eru áætlaðar ferðir um helgar
en Sæferðir sem standa að ferjusigl-
ingunum vilja hlusta á raddir fólks
á svæðinu og kanna hvort mark-
aður sé fyrir aðrar áætlaðar ferð-
ir. Einnig ætla Sæferðir að kanna
hvort möguleiki sé á því hvort hægt
verði að hafa sérstakar áætlunar-
ferðir í kringum Menningarnótt,
knattspyrnuleiki og fleira í þeim
dúr. Fólki býðst að kaupa kort sem
gildir í 20 skipti og mun ferðin þá
kosta 875 en stök ferð verður nokk-
uð dýrari.
bþb
Jómfrúarsigling nýrrar ferju á morgun
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef-
ur samþykkt breytingu á aðal- og
deiliskipulagi sem heimilar breytta
landnotkun og stækkun lóðar gamla
Húsmæðraskólans á Varmalandi.
Skipulagt svæði verður nú 3,2 hekt-
arar í stað 2,1 ha áður og skilgreint
fyrir verslun og þjónustu auk þess
sem heimilað verður að stækka hús-
ið. Fyrirtækið Lava - hótel Varma-
landi hefur í vetur látið endurinn-
rétta húsið en markmið skipulags-
breytinganna er m.a. að tryggja at-
vinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu
á lóð gamla Húsmæðraskólans, eins
og segir í fundargerð sveitarstjórn-
ar.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni stendur til að byggja
við húsið en þar hafa í vetur stað-
ið yfir miklar framkvæmdir við að
breyta gömlu skólabyggingunni í
60 herbergja hótel. Eins og fram
kom í viðtali í Skessuhorni í vetur
við eigendur hótelsins er gert ráð
fyrir að í nýbyggingu við það verði
móttaka og veitingasalur. mm
Lava Hótel Varmalandi fær stærra land
Markaðsráð kindakjöts hefur ósk-
að eftir því við Samkeppniseftirlitið
að veitt verði undanþága frá sam-
keppnislögum vegna samstarfs slát-
urleyfishafa hér á landi um útflutn-
ing og markaðssetningu íslensks
kindakjöts á erlendum mörkuð-
um. „Með samstarfinu er mark-
miðið að stuðla samhliða að betri
nýtingu fjármuna og auknum ár-
angri í útflutningi og markaðssetn-
ingu,“ segir í tilkynningu frá Mark-
aðsráði.
„Við erum að framleiða hágæða
vörur við einstakar aðstæður. Við
teljum að þessi sérstaða geti skap-
að mikil tækifæri til markaðssetn-
ingar kindakjöts á erlendum mörk-
uðum sé rétt staðið að málum. Það
er hins vegar afar hörð samkeppni á
þessum mörkuðum og því er nauð-
synlegt að þeir aðilar sem koma
að þessum málum hér á landi geti
snúið bökum saman til að auka lík-
ur á árangri,“ segir Oddný Steina
Valsdóttir formaður Markaðsráðs
kindakjöts. „Sauðfjárbændur hafa
þurft að taka á sig afurðarverðs-
lækkanir á undanförnum árum.
Með öflugra útflutningsstarfi er
markmiðið að breyta þeirri þróun
og auka stöðugleika í útflutningi.“
Samstarfið um sölu byggir á því
að Markaðsráð kindakjöts bjóði
hverjum og einum sláturleyfis-
hafa að taka þátt á grundvelli sér-
staks samnings þar um. Í samning-
unum myndi felast að sláturleyfis-
hafi skuldbindi sig til að flytja út
tiltekinn hluta þess lambakjöts sem
hann framleiðir á gildistíma und-
anþágunnar. Markaðsráð mun hafa
yfirumsjón með útflutningnum og
halda utan um þau gögn sem verk-
efninu tilheyra. Ef af samstarfinu
verður munu sláturleyfishafar láta
Markaðsráði kindakjöts í té opin-
ber gögn um viðskipti á erlendum
mörkuðum, þ.e. afrit af reikning-
um, tollskýrslum og farmbréfum
sem staðfesti að afurðir hafi farið
úr landi. Markaðsráð myndi halda
utan um gögnin og yrði enn fremur
óheimilt að miðla þeim á milli slát-
urleyfishafa. Miðlun slíkra upplýs-
inga hvað innanlandsmarkað varð-
ar yrði áfram með öllu óheimil.
Markaðsráð kindakjöts telur ekki
að samstarfið sé til þess fallið að
raska samkeppni hér á landi og falli
í meginatriðum utan gildissviðs
samkeppnislaga enda lýtur það ekki
að neinu leyti að sölu eða markaðs-
setningu kindakjöts á Íslandi eða
innlendri starfsemi sláturleyfishafa
að öðru leyti. Ósk Markaðsráðs til
Samkeppniseftirlitsins felur í sér
undanþágu til 1. september 2019
og munu aðilar samstarfsins láta
samstundis af samvinnunni þeg-
ar undanþágan rennur út. Við lok
frestsins skal skila Samkeppniseftir-
litinu greinargerð um framkvæmd
samkomulagsins og hvernig því er
lokið gagnvart aðilum þeim sem
verkefnið lýtur að. mm
Markaðsráð óskar eftir
undanþágu frá samkeppnislögum