Skessuhorn - 14.06.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 13
Hlaupið frá Akratorgi kl. 11:00.
Vegalengdir í boði: 2 km og 5 km.
Forsala í íþróttamiðstöðinni Jaðars-
bökkum og á Akratorgi að morgni
hlaupadags 18. júní. Upphitun fyrir hlaup
á Akratorgi, ávaxtaveisla í boði eftir hlaup
og happdrættisvinningar.
Þátttökugjald:
12 ára og yngri: 1.000 kr.
13 ára og eldri: 2.000 kr.
Bolur fylgir þátttökugjaldi.
Íþróttabandalag
Akraness
Kvennahlaup á Akranesi
Skógræktarfélag Borgarfjarðar hef-
ur boðað til samfélagsátaks dag-
ana 15. og 20. júní við gróðursetn-
ingu trjáa, en félagið ætlar að gróð-
ursetja um 50 þúsund trjáplönt-
ur í skógræktarlandið í Reykholti
í sumar. „Miklar vonir eru bundn-
ar við að innan fárra ára muni einn
fegursti skógur héraðsins og sá um-
fangsmesti vaxa upp í Reykholsdal
til yndis og nota fyrir héraðsmenn
og landsmenn alla,“ segir í tilkynn-
ingu frá skógræktarfélaginu. Víða
um héraðið hefur Skógræktarfélag
Borgarfjarðar tekið til hendinni að
undanförnu. Til dæmis við grisjun
í Daníelslundi í Stafholtstungum.
Hluti af plöntunum sem nú verða
settar niður í Reykholti er stafa-
fura sem einmitt er vaxin upp af
fræi sem safnað var í Daníelslundi
eftir grisjun.
Nýverið var undirritað sam-
komulag skógræktarfélagsins við
sveitarfélagið Borgarbyggð um
umsjón með fólkvanginum Ein-
kunnum ofan við Borgarnes. „Vel
má minnast þess að skógrækt í Ein-
kunnum hófst um 1960 fyrir til-
stuðlan félagsins Aspar sem var
deild innan Skógræktarfélags Borg-
arfjarðar. Nú eru þar frjóir yndis-
reitir sem margir heimsækja til að
njóta skjólsins í trjálundum borg-
firsks skógar. Það hefur vorað vel
fyrir gróður í Borgarfirði og má bú-
ast við að skógar dafni vel í sumar
og bindi kolefni úr andrúmsloftinu
sem nýtist til skjóls og yndis sem og
í timbur til ýmissa nota.
Við viljum hvetja Borgfirðinga til
að eiga með okkur ánægjulega sam-
veru og taka þátt í sameiginlegri
gróðursetningu og stuðla þannig
að stækkun skóga,“ segir í tilkynn-
ingu frá Skógræktarfélagi Borgar-
fjarðar. Gróðursett verður í Reyk-
holtsskógi fimmtudaginn 15. júni
og þriðjudaginn 20. júní klukkan
20:00 til 22:00 báða dagana. Mæt-
ing er við Höskuldargerði.
mm
Átak framundan í
skógrækt í Reykholti
Horft inn Reykholtsdal, yfir í Hálsasveit og Hvítársíðu, allt til Eiríksjökuls. Gríms-
staðir í forgrunni og fjær til hægri er Reykholt.
Í síðustu viku var Ísbúðin opnuð í
Búðardal. Hana reka Baldur Þór-
ir Gíslason og Harpa Sif Ingadótt-
ir. Í sama húsi reka þau einnig veit-
ingastaðinn Veiðistaðinn sem þau
opnuðu fyrir ári síðan. Sumaropn-
unartíminn er frá klukkan 12 til 21
alla daga, en bæði í tilfelli ísbúðar-
Ísbúðin opnuð í Búðardal
innar og veitingastaðarins er fyrst
og fremst gengið út frá rekstri yfir
sumartímann.
Í Ísbúðinni er m.a. boðið upp
á ís úr vél, sjeik, kúluís, bragðaref
með tilheyrandi góðgæti og heitar
og kaldar sósur. Einnig er krapvél
væntanleg á staðinn ásamt íspinnum
og þess má geta að ein tegund í ís-
borðinu er mjólkurlaus. sm
Stóðhestar á Skáney
sumarið 2017
IS 2000135815
Sólon frá Skáney
IS 2005135813
Þytur frá Skáney
IS 2010135811
Skörungur frá Skáney
IS 2012135816
Skagfjörð frá Skáney
IS 2013135811
Sókrates frá Skáney
IS 2015135803
Kapteinn frá Skáney
A:8.48 B:8.24 H:8.64
1.v. fyrir afkvæmi
Farsæll keppnis og kynbótahestur
F: Spegill frá Sauðárkróki (8.10)
M: Nútið frá Skáney (8.03)
Verð: 100.000
A:8.49 B:8. 41 H:8.55
Fasmikill glæsihestur með mikinn
fótaburð og skref.
Farsæll keppnishestur.
F: Gustur frá Hóli (8.57)
M: Þóra frá Skáney (8.06)
Verð: 80.000
A:8.36 B:8.39 H:8.33
Vel ættaður alhliðahestur
F: Ómur frá Kvistum (8.61)
M: Nútið frá Skáney (8.03)
Verð: 80.000
A:8.00 B:8.48 H:7:68
Spennandi alhliðahestur
F: Þytur frá Skáney (8.49)
M: Reynd frá Skáney (7.98)
Verð: 60.000
Topp ættaður ungur hestur sem
fer vel af stað í tamningu, undan
heiðursverðlaunahesti
F: Stáli frá Kjarri (8.76)
M: Nútið frá Skáney (8.03)
Verð: 60.000
Topp ættaður foli undan
Landsmótssigurvegara í A-flokki
gæðinga og Íslandsmeistara í
fimmgangi.
F: Hrannar frá Flugumýri II (8.85)
M: Líf frá Skáney (8.22)
Verð: 40.000
Öll verð eru með vsk, einni sónarskoðun, hagagjaldi.
Frekari upplýsingar í síma 894-6343 eða tölvupósti á netfangið randi@skaney.is.