Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 15
Nær öll sveitarfélög á Vesturlandi
hafa nú þegar lækkað leikskólaald-
ur niður í 12 mánaða gömul börn.
Eins og kom fram í Skessuhorni
fyrir stuttu samþykkti byggðarráð
Borgarbyggðar að bjóða níu mán-
aða börnum leikskólavist frá næsta
hausti í þeim tilfellum sem húsrúm
og starfsmannahald leyfir. Að sögn
Björns Bjarka Þorsteinssonar, forseta
sveitarstjórnar Borgarbyggðar, spilar
skortur á dagforeldrum í sveitafélag-
inu inn í þá ákvörðun. Dagforeldrar-
skortur hafi verið viðvarandi í Borg-
arbyggð og sveitafélagið hafi nú þeg-
ar verið búið að lækka leikskólaaldur
niður í 12 mánaða til að svara eftir-
spurn. Með því að lækka leikskóla-
aldur niður í níu mánaða aldur hefur
Borgarbyggð brúað bilið fyrir for-
eldra að loknu fæðingarorlofi.
Nær öll taka inn
12 mánaða börn
Önnur sveitarfélög á Vesturlandi
hafa ekki tekið ákvörðun um að feta
í fótspor Borgarbyggðar að lækka
leikskólaaldur niður í níu mánaða
aldur. Nær öll sveitarfélögin taka
nú þegar inn börn í leikskóla frá því
þau ná 12 mánaða aldri. Það sem var
sameiginlegt með öllum sveitarfé-
lögum var skortur á dagforeldrum
til að brúa bilið milli fæðingaror-
lofs og leikskóladvalar og því brugð-
ið á það ráð að lækka leikskólaald-
ur til að svara þörfum foreldra. Eina
sveitarfélagið sem ekki hefur lækkað
leikskólaaldur niður í 12 mánaða er
Akraneskaupstaður. Þar fá börn leik-
skólavist á öðru aldursári. Valgerð-
ur janusdóttir, sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs hjá Akraneskaupstað,
segir að dagvistunarmál séu enn í
skoðun. „Það hefur ekki verið tekin
nein ákvörðun um að taka inn yngri
börn eins og er,“ segir Valgerður, en
málaflokkurinn verður tekinn fyrir á
næsta fundi í bæjarstjórn. Hins vegar
hafi dagforeldrum fækkað á síðustu
misserum en unnið sé í því að aug-
lýsa starf dagforeldra og nú þegar
séu einhverja umsóknir í ferli. Kröf-
ur frá foreldrum á Akranesi séu ann-
að hvort að dagforeldrar taki oftar á
ári inn börn eða að leikskólavist hefj-
ist fyrr.
Sum sveitarfélög
sveigjanlegri en önnur
Ekki þótti tilefni til að lækka leikskóla-
aldur frekar hjá þeim sveitarfélögum
sem hafa nú þegar lækkað leikskóla-
laldur niður í 12 mánaða. Þeir for-
svarsmenn sem Skessuhorn ræddi við
sögðu að foreldrar sæktust ekki sér-
staklega eftir því að koma börnunum
inn á leikskóla fyrir 12 mánaða aldur.
Foreldrar stæðu frammi fyrir því að
þurfa að brúa þriggja mánaða tímabil,
áður en barnið kæmist inn á leikskóla.
Þess utan eru nokkur sveitarfélög sem
hafa nægt leikskólapláss og geta tekið
inn börn örar yfir árið, jafnvel yngri en
12 mánaða ef eftir því hefur verið sóst.
Hjá Stykkishólmsbæ og í Hvalfjarðar-
sveit er boðið upp á styrki til foreldra
til að brúa bilið frá fæðingarorlofi til
leikskóladvalar barnsins. klj
Flest öll börn á Vesturlandi fá leikskólavist frá tólf mánaða aldri
Halldóra Hallgrímsdóttir eignaðist
sinn seinni son með manninum sín-
um í janúar 2015. Henni gekk brösu-
lega að finna dagforeldrapláss á Akra-
nesi fyrir strákinn eftir að fæðingar-
orlofi lauk og hefur reyndar ekki
fundið neitt ennþá. Strákurinn er nú
orðinn tveggja og hálfs árs gamall og
hefur enn ekki fengið leikskólapláss
en kemst inn í leikskóla á Akranesi
í ágúst. Reglur Akraneskaupstaðar
fyrir inngöngu í leikskóla eru þær að
börn fá ekki inngöngu fyrr en í ágúst
árið sem þau verða tveggja ára. Í
ágúst í ár verða fjórir mánuðir í að
sonur hennar, Ívar Karel, fylli þrjú
ár. „Hann fór á biðlista hjá nokkrum
dagmömmum en ég heyrði bara frá
einni sem var með laust pláss í þrjá
mánuði. Þá hefði ég misst plássið
aftur af því þau voru að hætta. Mér
fannst ekki taka því að aðlaga hann
til dagmömmu fyrir þrjá mánuði,“
segir Halldóra sem hefur hingað til
þurft að redda málunum eftir sinni
bestu getu.
Hætti í háskólanámi
Halldóra var í háskólanámi þegar hún
átti Ívar Karel. Hún tók sér pásu frá
námi á meðan hún var í fæðingar-
orlofi en eftir að því lauk hafði hún
í hyggju að halda áfram námi. „ Ég
þurfti að hætta í háskólanum af því
ég fékk ekki pössun,“ segir Halldóra
en bætir við að hún eigi gott bakland.
Foreldrar hennar eru bændur í Hval-
fjarðarsveit og hafa hlaupið undir
bagga með henni, þar sem maðurinn
hennar er sjómaður og hún því mikið
ein með börnin.
Heppin að hafa
gott bakland
„Fæðingarorlofið var sex mánuðir.
Eftir það var ég launalaus í fimm
mánuði og ég fór að vinna þegar
hann var tíu eða ellefu mánaða. Bæði
fyrir mig og fyrir veskið mitt,“ seg-
ir Halldóra. Þess utan tók maðurinn
hennar sér nokkurn tíma í fæðingar-
orlof en tekjur heimilisins buðu ekki
upp á að hann tæki sér fullt fæðing-
arorlof. Þá fékk Ívar Karel að reyna
sig í sveitastörfum með ömmu sinni
og afa. „Sko, ef ég hefði vitað af þessu
vandamáli með dagvistun þá hefði ég
borið það undir alla í stórfjölskylduna
hvort þau væru tilbúin að eignast barn
með mér,“ segir Halldóra hlæjandi.
Hún fékk vinnu eftir fæðingarorlof
hjá HB Granda við að smúla í fisk-
vinnslunni, þar sem vinnutíminn var
hentugur. „Ég hefði auðvitað átt að
spyrja mömmu hvað hún væri að fara
að gera seinnipartinn næstu tvö árin,
því ég væri að fara að eignast barn.“
Hún segir að þegar hún átti eldri
soninn, sem er sjö árum eldri, hafi
verið svipuð staða uppi á teningnum
í bæjarfélaginu. Þá hafi gengið erfið-
lega að fá leikskólapláss, svo vanda-
málið er ekki nýtt af nálinni. Þá hafi
hún aftur á móti fengið styrk frá bæn-
um þar sem hún hafði ekki dagfor-
eldrapláss, sú sé ekki raunin í dag.
„Maður er auðvitað að eignast börn
fyrir sjálfan sig. Maður getur ekki ætl-
ast til þess að ömmur og afar séu að
binda sig yfir þessu í átta tíma á dag.
Það er of mikið,“ segir Halldóra sem
segir að hún búi einstaklega vel með
fólkið í kringum sig. Það sé hins vegar
ekki raunin með alla sem eru í svip-
aðri stöðu. Fjölmargir hafi ekki sama
baklandið í kringum sig.
Hefur íhugað að flytja úr
bæjarfélaginu
Síðasta sumar réði Halldóra til sín
ungan frænda sem sinnti drengnum
af mikilli samviskusemi á meðan hún
var í vinnu. Það hafi hún gert til að
hlífa foreldrum sínum frá barna-
pössun yfir hásumarið, enda mikill
annatími hjá bændum. Um áramót-
in 2016-2017 sótti hún um undan-
þágu til að koma drengnum inn á
leikskóla, en var synjað um það. „Ég
ætla ekki að neita því að ég hef alveg
í nokkur kvöld tékkað á því hvort
það væri laust húsnæði í Hvalfjarð-
arsveit bara svo hann komist inn á
leikskóla,“ segir Halldóra. Hún hafi
einnig kannað allar aðrar hugsan-
lega leiðir til að koma stráknum í
dagvistun. Ívari Karel finnist sjálf-
um erfitt að vera ekki í samneyti
við önnur börn. Þau búa í nánd við
leikskóla. „Ég hef oft þurft að taka
sprettinn á eftir honum þar sem
hann er að taka spólið inn götuna af
því hann vill leika við krakkana. Far-
ið svo með hann grenjandi í fang-
inu í burtu.“
Halldóra segir að hún hafi velt
fyrir sér möguleikanum að taka að
sér starf dagforeldris en finnst það
ekki vera það rétta að gera á þessu
stigi í lífinu. „Ég myndi vilja vera
besta dagmamman og ekki vera með
mitt barn. Mér finnst dásamlegt að
vera í kringum börn. En ég myndi
ekki vilja vera dagmamma bara af
því mig vantaði pössun og pening,“
segir Halldóra og bætir við að hún
myndi sjálf velja þá dagmóður fyrir
barnið sitt sem sýndi því ást og um-
hyggju en væri ekki í starfinu ein-
göngu vegna þess að hana vantaði
tekjur.
Eins og lítill bóndi
En þrátt fyrir allt segir Halldóra að
hún hafi notið þess að vera heima
með Ívari Karel. „Hann er mjög
skemmtilegur. Ég er ekkert ein-
mana með honum. En þetta eru
ekki fullorðinssamskipti,“ segir
Halldóra. Ívar hefur líka notið góðs
af samverunni með ömmu sinni og
afa og foreldrum sínum. Hann hafi
góðan orðaforða. „Orðaforðinn
hans er rosalega fyndinn, hann er
eins og lítill bóndi,“ segir Halldóra
hlæjandi og bætir við að það verði
kannski einhver áskorun fyrir hann
að byrja í leikskóla. Þá þurfi hann að
læra ýmsa nýja hluti, eins og að fá
ekki alla athyglina strax og að standa
í röð. „Ég hef samt fulla trú á hon-
um,“ segir Halldóra að lokum.
klj
Hefði þurft að bera barnaeignir
undir stórfjölskylduna
Sonur Halldóru Hallgrímsdóttur fékk ekki dagforeldri á Akranesi
Mæðginin Halldóra og Ívar hafa verið heima saman í tvö og hálft ár þar sem hann
komst ekki í dagvistun.
www.skessuhorn.is