Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Page 16

Skessuhorn - 14.06.2017, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201716 Í haust er stefnt að því að opna nýtt fyrirtæki á Akranesi sem mun bera nafnið Sansa. Stofnandi þess er Þórður Már Gylfason og segir hann fyrirtækið muna sérhæfa sig í því að sansa heimilismat fyrir þá sem kaupa þjónustuna. „Þetta er fyrirtæki í anda þjónustu sem fólk kannast við undir merkinu Eldum rétt. Fólk pantar heimilismat hjá Sansa og fær þá heimsent hráefni í hverri viku fyrir kvöldverð og uppskriftir til að elda eftir. Þetta er svona grunnhugmyndin en svo er ég kominn lengra í huganum,“ segir Þórður Már sem oftast er kallaður Doddi eða jafnvel Harry. Aðspurður um hvaða frekari hug- myndir hann sé að vísa til verður Doddi þögull. „Ég vil ekki kjafta of mikið um eitthvað sem er bara á hugmyndastigi ennþá. Ég get þó sagt að ég ætla að bjóða upp á að létta undir með fólki í jólaundir- búningnum. Þá ætla ég að bjóð- ast til þess að hjálpa fólki að sansa jólamatinn,“ segir Doddi. Eins og staðan er núna horfir hann til þess að opna fyrirtækið í septem- ber en húsnæðismál ættu að skýr- ast á allra næstu dögum. Doddi er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum og hefur gert ýmislegt á sínum rétt rúmu þrjátíu árum. Skessuhorn ákvað að kynnast bet- ur þessum nýjasta atvinnurekanda á Akranesi. Rekinn úr framhaldsskóla Doddi hefur verið ör alla sína tíð og hefur bóknám ekki verið hon- um auðvelt í gegnum tíðina. Leiði hans á bóknámi varð til þess að hann fór að læra kokkinn. „Ég er náttúrlega bullandi ofvirkur og hef alltaf verið. Ég var svo greind- ur með athyglisbrest í lok grunn- skólagöngu minnar. Ég var á ein- hverju mótþróaskeiði á þessum árum og vildi ekki taka inn lyfin. Það var þessi pressa að fara í bók- nám svo ég fór þá leið fyrst í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Ég lærði ekki neitt þar og var almennt bara óþroskaður unglingur,“ viður- kennir Doddi. Skólavist hans í FVA lauk svo með brottrekstri. „Bóknám hent- aði mér ekki; ég var sæmileg- ur námsmaður en ég hafði enga löngun eða þolinmæði í þetta. Það var bara eins og að hlaupa tvöfalt maraþon fyrir mig að sitja þessa tíma sem ég þó sat. Ég fór því að gera mest allt annað en að einbeita mér að náminu. Ég fór að mæta illa og stjórnendur skólans höfðu ekki mikla þolinmæði fyrir þess- ari döpru mætingu minni. Þegar ég keyrði svo á vespu í gegnum heimavistina við skólann var þol- inmæðin á þrotum og ég var lát- inn taka pokann minn,“ útskýrir Doddi og glottir við. Fann sig í kokkanáminu Eftir brottreksturinn úr FVA þurfti Doddi að finna sér eitthvað annað að gera. „Ég heillaðist af kokka- námi og þá aðallega vegna þess að þar gat ég farið beint í verklegt nám. Ég og pabbi sáum í dagblaði að auglýst var eftir nema á Hót- el Selfossi. Ég sótti um og hóf því mitt kokkanám þar. Ég kynntist þar Auðuni Valssyni sem var yfir mér. Hann náði einhverjum tök- um á mér og ég bar ómælda virð- ingu fyrir honum. Það má segja að það sé honum að þakka að ég hef sett mikla vinnu og metnað í að verða góður kokkur í gegnum árin,“ segir Doddi en hann náði ekki að klára kokkanámið. „Þeg- ar kom að bóklega hlutanum í MK þá hafði ég litla sem enga löngun til að ljúka honum. Ég hætti og hef ekki enn klárað. Ég hef þó ver- ið að taka bóklega hlutann smátt og smátt og vonandi klára ég hann einn daginn,“ útskýrir Doddi. Rak veitingastað á Spáni Doddi var aðeins 22 ára þeg- ar hann hóf sinn fyrsta atvinnu- rekstur. Hann hóf þá ásamt Ólafi Ragnari Eyvindssyni, matreiðslu- manni sem hann kynntist á Hót- el Selfoss, og konu hans Örnu Ketilsdóttur rekstur á veitinga- stað í bænum La Marina rétt hjá Alicante. „Við hófum rekstur árið 2008, fyrir hrun. Þetta var sam- bland af bistro og bar; við seld- um hamborgara og rétti í þeim dúr og svo var fólk meira að fá sér bjór þegar leið á kvöldið. Þetta var mjög skemmtilegur tími og okk- ur gekk vel. Það var mikill túrismi á þessu svæði og þar af leiðandi gekk reksturinn vel. Við þurftum þó öll að vinna mikið til að hafa gott upp úr þessu. Óli og Arna voru með fjölskyldu svo þau tóku vakt frá níu á morgnanna til sex á daginn og ég tók þá við af þeim og var til tvö-þrjú á nóttunni. Þetta var rosalega skemmtilegur og lær- dómsríkur tími. Ég lærði líklega meira af þessari reynslu en öllu því sem ég hef gert,“ segir Doddi en nokkrum mánuðum eftir að þau hófu rekstur fór að halla und- an fæti. „Um haustið kom hrun og um svipað leyti hurfu ferðamenn- irnir af svæðinu. Það var eiginlega spaugilegt að sjá þetta, götur sem áður voru troðnar af fólki urðu mannlausar. Bretinn, sem var okk- ar helsti viðskiptavinur, hætti að koma.“ Doddi fór um haustið aftur til Íslands til þess að vinna en ætlaði sér svo að snúa aftur til Spánar og halda rekstrinum áfram. „Ástandið lagaðist ekki og ég fór aldrei aftur út. Við fórum ekki á hausinn held- ur leyfðum þessu ævintýri bara að klárast þegar við sáum í hvað stefndi,“ segir Doddi. Líkist Harry bretaprins úti á Spáni fékk Doddi viðurnefn- ið Harry sem hefur fylgt honum æ síðan. „Ég er þekktur sem Harry alls staðar fyrir utan Akranes, sem er frekar fyndið. Nafnið kom á La Marina, Bretarnir gátu ekki sagt Þórður og nafnið Doddi báru þeir fram sem „Totti“ einhverra hluta vegna. Þegar ég útskýrði fyrir þeim hvernig það myndi útleggj- ast á íslensku tóku þeir ekki í mál að eigandi staðarins væri þekktur sem Mr. Blowjob. Þeim fannst ég svo líkur Harry bretaprins að þeir tóku upp á því að kalla mig Harry. Síðan þá hefur þetta fests við mig og ég heiti þetta á Facebook svo að vinir mínir á Spáni og Möltu geti fundið mig þar.“ Lærði ensku á Möltu Eftir ævintýrið á Spáni starf- aði Doddi m.a. sem vörubílstjóri. „Ég hef mikið unnið á vörubílum og kann mjög vel við mig í slík- um störfum en árið 2010 var mér boðið að dæma nokkra knatt- spyrnuleiki erlendis. Ég hef verið að dæma frá því ég var unglingur og þarna sá ég möguleika að kom- ast lengra og vildi vera tilbúinn í allt. Ég var mjög slakur í ensku og ákvað að laga þann þátt hjá mér. Ég fór því í enskuskóla á Möltu,“ segir Doddi. Hann var í rúmt hálft ár á Möltu og var dvölin nokkuð lit- rík. „Ég bjó á hóteli þar sem allir í skólanum bjuggu. Ég var í sirka 20 fermetra íbúð og í þeirri íbúð bjuggu þrír aðrir. Þetta var agalegt ástand, menn komu þarna og fóru og þetta voru strákar alls staðar að; Marokkó, Rússlandi og víðar. Ég var slakur í ensku en þessir dreng- ir kunnu gjörsamlega ekki neitt og sambúðin gekk því mjög illa. Þeir gátu bara tjáð sig með að benda á einhver landakort til að segja hvert þeir væru að fara. Ég var frekar ósáttur með þetta og talaði við hótelstjórann. Honum þótti þetta frekar leiðinlegt og vildi endurgreiða mér leiguna en til þess þurfti ég að taka að mér smá starf á hótelinu. Hann bauð mér annars vegar að vinna sem kokk- ur á veitingastað hótelsins í fjóra tíma á kvöldin eða elda hádegis- mat fyrir gleðikonur sem unnu á strippstað hótelsins. Ég ákvað að velja hádegismatinn vegna vinnu- tímans,“ rifjar Doddi upp. „Þetta var rosalega skemmtilegur tími en einnig frekar súrrealískur. Ég var hættur að átta mig á hversu steikt- ar aðstæður þetta voru. Ég man vel eftir því þegar mamma hringdi í mig í gegnum netið á aðfanga- dag þar sem ég var að vinna. Þeg- ar við höfðum talað í drjúga stund þá spyr hún mig hvaða léttklæddu konur þetta væru fyrir aftan mig. Maður var orðinn svo vanur þessu en þarna var maður minntur á þessar einkennilegu aðstæður. Þetta var samt frábær aðfangadag- ur því ég eldaði um kvöldið fyr- ir samnemendur mína og úr varð yndislegt kvöld,“ segir Doddi. Stofnar fyrirtækið vegna sonarins Doddi hefur stýrt ýmsum eldhús- um frá árinu 2010 og rak meðal annars Kaffi Emil í Grundarfirði eitt sumar ásamt tveimur vin- um sínum. Hann hefur að und- anförnu unnið í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöngin en áður vann hann með fötluðum einstakling- um í tvö ár. „Árið 2015 var ég ný- skilinn, fyrsta barn á leiðinni og móðir mín mjög veik. Hún lést síðar um árið. Ég var gjörsam- lega búinn á því og kúplaði mig úr kokkavinnunni. Ég fór að vinna með fötluðum börn sem gaf mér helling en auk þess fór ég að vinna í sjálfum mér. Ég hef verið að berj- ast fyrir aukinni umgengi við son minn síðan hann fæddist. Ég hef Stofnar fyrirtæki til að geta varið meiri tíma með syni sínum Rætt við Þórð Má Gylfason um nýtt fyrirtæki, ævintýrin og son hans Hjört Leó Þórður Már Gylfason ásamt syni sínum Hirti Loga en hann er ein stærsta ástæða þess að hann fer af stað með fyrirtækið Sansa í haust. Þórður í essinu sínu við matseld.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.